Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 141
VERND BREIÐAFJARÐAR
139
Mörg af helstu stórbýlum landhéraðanna umhverfis Breiða-
fjörð eiga þó umtalsverð ítök í eyjum. Þar má nefna Bjarnar-
höfn og Helgafell á Snæfellsnesi, Staðarfell og Skarð í Dala-
sýslu, Króksfjarðarnes, Miðhús, Reykhóla, Stað, Skálmamess-
múla, Fjörð og Brjánslæk í Barðastrandarsýslum. Jafnframt
eru þetta mörg af stærstu og kunnustu býlum landsins. Hvað
ítök í eyjum snertir og nytsemi af þeim eru höfuðbólin Reyk-
hólar og Skarð stærst landjarða.
Búskapur þróaðist með nokkuð öðrum hætti á breiðfirskum
eyjabýlum en landjörðum. Talað hefur verið um „eyjabúskap“
sem eitthvað annað en það sem bændur aðhöfðust uppi á
landi. Ef til vill var helsti munurinn sá að eyjabændum voru
bátar jafnnauðsynlegir og hestar landjarðabændum. Hin marg-
breytilegu hlunnindi eyjanna gerðu það einnig að verkum að
eyjamenn höfðu ætíð nóg að bíta og brenna meðan hungurs-
neyð ríkti annars staðar á landinu. Nálægð eyjamanna við
fengsæl fiskimið átti ekki síst stóran þátt í velgengni þeirra.
Áður var mannmargt í Breiðafjarðareyjum og tugir eyjajarða
í byggð, en fólksflótti hefur verið mikill úr eyjunum á síðari
tímum, ekki síst um miðja þessa öld. Samanburður á eyja-
jörðum í ábúð 1703, þegar Ámi Magnússon og Páll Vídalín
tóku saman Jarðabókina, og þeirra sem nú eru byggðar sýnir þá
þróun sem átt hefur sér stað, en eyjabyggð hefur að mestu lagst
af á þessum tíma. Af 40 eyjajörðum sem Ámi og Páll nefna em
aðeins tvær (5%) enn í fullri ábúð. Landjarðimar hafa haldist
mun betur í byggð og er heilsársbúseta enn á 36 (77%) þeirra.
Sumarbústaðabyggð er töluverð í Breiðafjarðareyjum. Lík-
lega er slík byggð í 20 eyjaklösum og heyra til tæplega helm-
ings af eyjajörðum. Stærst er sumarbyggð í Flatey þar sem
einnig er heilsársbúseta, en nærri liggur að um eitt hundrað
manns dveljist þar á sumrin. Aðallega er um að ræða afkom-
endur þeirra sem bjuggu í eyjunum, en aðkomufólk hefur
einnig keypt eyjar til að dveljast þar í frístundum. Síðustu
10-20 ár hafa fjölmargar eyjar verið seldar til sumardvalar og
nytja, svo sem Stóru-Tungueyjar á Hvammsfirði, Akureyjar á
Gilsfirði, Bjarneyjar, Sviðnur og Hvallátur í Vestureyjum.