Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 142
140
BREIÐFIRÐINGUR
Eignarhald
Eignarhald er flókið á mörgum Breiðafjarðareyja og langt frá
því að vera áreiðanlegt í þeim gögnum sem fyrir hendi eru.
Oftast munu eyjarnar vera í óskiptri sameign. Eigendur eru
margir að sumum eyjaklösum, tugur eða jafnvel nokkrir tugir
manna. Astæðan er fyrst og fremst sífelldar skiptingar milli
erfingja í tímans rás og eyjajarðirnar oft margbýlar. Gömlu
skiptingamar milli býla, hvort sem átt er við eyjabýli eða
landjarðir, hafa líka riðlast frá því sem áður var. Búið er að
selja einstakar eyjar undan jörðum eða eyðijarðir hafa fallið
undir nágrannabýli. A vegum umhverfisráðuneytisins er unnið
að því að taka saman yfirlit um eignarhald á eyjunum. Alls eru
um 200 eyjar og hólmar í eigu opinberra aðila, eða nálægt 8%
Breiðafjarðareyja.
Hlunnindi
Skynsamleg nýting hlunninda hefur verið kjölfestan í búskap í
Breiðafjarðareyjum á liðnum öldum auk hefðbundinna bú-
greina og fiskveiða. Fjölbreytni í hlunnindum gerði það að
verkum að „ ... hvergi [var] gagnsamara á Islandi en í Breiða-
fjarðareyjum ... “ eins og Jón Espólín orðaði það við árið 1698
í árbókum sínum. Lesa má um hlunnindi sem nýtt voru í
Breiðafjarðareyjum fyrr á tímum í Jarðabók Arna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns sem út var gefin 1703. Þar segir m.a.
frá gildi margvíslegra hlunninda á Breiðafjarðarbýlum fyrir
nær þremur öldum. Eggjatekja var mjög mikilvæg, sérstaklega
taka skarfs-, æðar-, svartbaks-, kríu-, anda-, teistu- og hvít-
máfseggja. Æðar- og skarfsegg, svartbaks- og kríuegg eru enn
nytjuð en mun minna en áður og alls ekki tínd með jafnreglu-
bundnum hætti. Nú eru einnig tekin ritu- og fýlsegg sem ekki
var fyrrum, líklega vegna þess að rita var sjaldgæf og fýll
óþekktur sem varpfugl.
í Breiðafirði voru umtalsverð hlunnindi af selveiðum.
Afurðirnar voru gemýttar, skinn í skó og föt, kjöt og spik til