Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 144
142
BREIÐFIRÐINGUR
Lög um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995.
Forseti íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi
og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Tilgangur laga þessara er að stuðla að vemdun Breiðafjarðar,
einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja.
2. gr.
Ákvæði laganna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiða-
firði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins sem markast af línu
dreginni frá Ytranesi á Barðaströnd við fjörðinn norðanverðan
í Hagadrápssker um Oddbjarnarsker, Stagley og Höskuldsey í
Vallabjarg að sunnanverðu.
3. gr.
Umhverfisráðherra fer með stjóm mála er varða vemd Breiða-
fjarðar samkvæmt lögum þessum. Um vernd menningarsögu-
legra minja fer samkvæmt þjóðminjalögum.
4. gr.
Breiðafjarðamefnd er umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt
það er lýtur að framkvæmd laga þessara. í nefndinni eiga sæti
sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn sem hér
segir: Héraðsnefndir Dalasýslu, Austur-Barðastrandarsýslu,
Vestur-Barðastrandarsýslu og Snæfellinga tilnefnda einn full-
trúa hver, Náttúrufræðistofnun Islands og náttúrustofur á Vest-
urlandi og Vestfjörðum einn sameiginlega og einn er tilnefnd-
ur af þjóðminjaráði. Umhverfisráðherra skipar einn mann í
nefndina án tilnefningar og skal hann vera formaður. Vara-
menn skulu skipaðir með sama hætti.
Nefndin skal í samráði við sveitarfélögin láta gera verndar-
áætlun þar sem fram kemur hvernig ná skuli þeim markmið-
um sem sett eru með vemd svæðisins. Áætlun þessi skal send
ráðherra til staðfestingar.
í starfi sínu skal nefndin gæta samráðs við sveitarstjórnir,