Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 145
VERND BREIÐAFJ ARÐAR
143
náttúruvemdarnefndir, Náttúruverndarráð, minjaverði og yfir-
völd þjóðminjavörslu.
Nefndin skal árlega gefa ráðherra skýrslu um störf sín.
5. gr.
Umhverfisráðherra setur, að fengnum tillögum Breiðafjarðar-
nefndar og umsögnum viðkomandi sveitarstjórna um þær,
reglugerð þar sem kveðið skal á um verndaraðgerðir á gmnd-
velli laganna, varnir gegn hvers konar mengun og aðgang
ferðamanna að tilteknum stöðum á svæðinu sem viðkvæmir
eru vegna náttúrufars.
Menntamálaráðherra setur, að fengnum tillögum Breiða-
fjarðarnefndar og að fenginni umsögn þjóðminjaráðs og húsa-
friðunarnefndar ríkisins eftir því sem við á, reglugerð um
vernd menningarsögulegra minja á svæðinu, þar á meðal
byggðarheildar gamalla húsa í Flatey og vernd sjóminja.
6. gr.
Við gerð skipulagsáætlana á því svæði sem um getur í 2. gr.
skulu sveitarfélög leita umsagnar Breiðafjarðamefndar. I skipu-
lagsáætlunum ber að taka tillit til verndaráætlunar Breiða-
fjarðamefndar.
Þar sem ekki eru fyrir hendi samþykktar skipulagsáætlanir
á því landsvæði sem um getur í 2. gr. er hvers konar mann-
virkjagerð óheimil, svo og jarðrask, nema að fengnu samþykki
Breiðafjarðarnefndar.
Framkvæmdir, sem nauðsynlegar og eðlilegar teljast til bú-
skapar á lögbýlum, eru leyfilegar nema spjöllum valdi á
menningarsögulegum minjum, náttúruminjum eða lífríki að
dómi Breiðafjarðamefndar eða þjóðminjaráðs þegar um forn-
leifar er að ræða.
7. gr.
Með rannsóknum á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands,
náttúrustofu Vestfjarða og náttúrustofu á Vesturlandi, sbr. lög
nr. 60/1992, skal markvisst unnið að því að auka þekkingu á