Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 154
Sæmundur Björnsson
Minjasöfnun
Það er meira af vilja en getu, að ég ræðst í að rita um söfnun
muna og minja frá liðinni tíð. - Minn öldungshugur hvarflar
oft til bernsku- og æskuáranna og minnist þá margs, sem er að
falla í gleymsku. - Á leið minni frá æsku til elli hefur þróunin
verið svo ör að nálgast stökkbreytingu, og er því lrklegt að eitt-
hvað hafi farið forgörðum, ekki sízt í sambandi við byggða-
röskun frá dreifbýli til þéttbýlis.
í lífsgæðakapphlaupi nútímans hefur gildismat tekið ótrú-
legum breytingum, enda talsverður munur á nægjusemi og
heimtufrekju.
Ýmsir siðir og venjur, ásamt aðstöðu, áhöldum og mörgu
fleiru, myndaði hina svokölluðu sveitamenningu, sem þróazt
hafði gegnum ár og aldir, og veitt hefur næringu mörgum af
rótum nútímamenningar.
Það er að vísu alllangt tímabil milli hrafnsfjarðarpennans
og tölvunnar, en á hinu sviðinu mun skemmra milli trérekunn-
ar og vélskóflunnar, og er þó sitt af hverju þar á milli, sem
ætlunin er að minnast á hér á eftir.
Eins og ætla má af framansögðu og nánar kemur fram síðar,
miðast mín orð nær eingöngu við sveitirnar, enda margt þar á
hverfanda hveli. Skylt er þó að minnast þeirra safna sem
stofnað hefur verið til af áhuga og framsýni, en sumsstaðar af
litlum efnum. Með því að kynna sér þau er unnt að afla sér
umtalsverðrar vitneskju um híbýlahætti, aðstöðu, áhöld og
tæki á tímum trérekunnar og þar á eftir, sem fólk lét sér nægja
fram á fyrstu áratugi aldarinnar okkar.
Þótt furðu margt hafi varðveitzt í nefndum söfnum, skilst