Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Qupperneq 16
16 SPORT 19. október 2018 RÁIN Hafnargata 19a Keflavík S. 421 4601 FERSK OG FALLEG ÞJÓNUSTAR ÞIG Í MAT OG DRYKK Eiður Smári sest á skólabekk n Eiður Smári byrjaður að læra þjálf- arafræðin n Hefur lært af þeim bestu E iður Smári Guðjohnsen, einn allra besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt, hefur nú sest á skólabekk ef svo má að orði komast. Eiður hefur nefnilega á síðustu vikum setið á skólabekk hjá Knattspyrnusambandi Íslands, þar nemur hann þjálfarafræðin. Rúmar tvær vikur eru síðan Eið- ur tók fyrsta stigið í þjálfaraskóla KSÍ, hann var svo aftur mættur um liðna helgi þar sem hann tók næsta stig. Um er að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Hann var í Fífunni um síðustu helgi þar sem Janus Guðlaugsson, frægur kennari í þessum fræðum, var með kennslu. Þar þurftu Eiður Smári og samnemendur hans að taka hressilega á því auk þess sem 6. flokk- ur karla Breiðabliks mætti á æfingu hjá þeim. Ólafur Ingi Skúlason, sem var lengi liðsfélagi Eiðs í lands- liðinu, var einnig á námskeiðinu. Þeir hafa undan farið einnig vak- ið athygli sem sér- fræðingar saman í sjónvarpi og fengið mikið lof. Framan af ferli Eiðs sem leikmanns þá útilokaði hann alltaf að fara út í þjálfun en það fór að breytast þegar líða tók á ferilinn. „ Eftir því sem árin færast yfir mann og þú verður vitr- ari þá uppgötvar þú hversu mikla reynslu þú hefur og hugmyndir. Hver veit?“ sagði Eiður Smári árið 2015. „Sérstaklega þegar þú horfir til þeirrar kynslóðar af leikmönn- um sem við höfum fram að tefla í augnablikinu, yngri landsliðin eru að standa sig virkilega vel þannig að það væri stórkostlegt að gera það í framtíðinni.“ Eiður hefur unnið fyrir marga bestu stjóra í heiminum en þar má nefna Jose Mourinho og Pep Guardiola. Ekki er ólíklegt að Eiður haldi áfram að sækja sér menntun á nýju ári þegar þriðja og fjórða stig KSÍ verður kennt. n A lfreð Finnbogason, fram- herji íslenska landsliðsins og Augsburg í Þýskalandi, hefur komið til baka eftir meiðsli. Þessi öflugi fram- herji kom meiddur til baka eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi, sem hann lagði allt í sölurnar til að geta tekið þátt í. Það tók sinn toll, hann missti af fyrstu leikjum Augsburg. Hann varð á dögunum markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild Þýskalands. Alfreð er ótrúlegur markaskor- ari, hann kom til baka hjá Augs- burg og skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum. Framherjinn var svo á skotskónum fyrir ís- lenska landsliðið á mánudag þegar hann skoraði magnað mark í leik gegn Sviss í Þjóða- deildinni. „Það geta allir fótboltamenn tengt við það að vera meiddir, það er leiðinlegi hluti af leikn- um og okkar starfi. Ég hef því miður verið of mikið meiddur á þessu ári, þessi fyrri meiðsli, þá var maður að flýta sér of mikið til baka og þá kemur oft eitthvað annað í kjölfarið,“ sagði Alfreð þegar DV ræddi við hann í vik- unni. Varð að hvíla eftir Rússland Alfreð hafði mikið glímt við meiðsli fyrir heimsmeistara- mótið í Rússland, hann hélt til Mið-Austurlanda til þess að ná mótinu og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu og var öflug- ur. Það kostaði hann þó fjarveru frá vellinum í nokkra mánuði. „Núna í sumar glímdi ég bara við of mikið af verkjum eftir að hafa verið meiddur í 2–3 mánuði og þurfti að hvíla ef þetta átti að ná að skána. Ég þurfti bara að taka minn tíma. Við settum upp plan sem gekk gríðarlega vel og ég er að spila núna og mér líður vel. Þetta er í fyrsta skipti í leikj- um á þessu ári sem ég er eymsla- laus. Ég hef annars verið meidd- ur, hálfmeiddur eða ný mættur til baka eftir meiðsli. Það er mjög þreytandi til lengdar að vera í þannig ástandi.“ Meiðsli settu strik í reikninginn Alfreð hefur misst af 35 leikjum með Augsburg eftir að hann kom til félagsins í janúar árið 2016. Hann hugsar nú um að ná heilsu. „Þetta hefur verið svolítið tætt, fyrsta hálfa árið var ég heill og gekk virkilega vel. Tímabil- ið á eftir var ég frá í sex mánuði, og í fyrra var mitt eina mark- mið að spila 30 leiki. Fyrri hluti tímabilsins gekk frábærlega, ég spilaði alla leiki og gekk mjög vel. Svo meiddist ég í tvígang í byrj- un árs sem kostaði mig seinni umferðina í deildinni. Markmið mitt er meira í þá áttina að halda heilsu. Alltaf þegar ég hef verið heill hjá Augsburg, þá hef ég verið liðinu mikilvægur og okkur hefur vegnað nokkuð vel.“ Fundur um nýjan samning á næstunni Alfreð á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann býst við að setjast niður með fé- laginu á næstunni og ræða fram- lengingu. „Það er ekki komið svo langt, ég geri ráð fyrir að funda með þeim nú í október eða nóvem- ber. Þá skýrast línurnar, ég er lítið að hugsa um þau mál og einbeitt mér að því að koma til baka, heill heilsu. Njóta þess að spila, þannig áttu þín bestu augnablik, þegar þú ert ekkert að pæla í samningum eða félagaskiptum. Það er gamla góða núið, þá næst góður árang- ur. Ef maður er að setja einhverja auka pressu á sig þá finnst mér líkurnar aukast á meiðslum eða gengið verði ekki gott, það er mín reynsla. Ég er í frábæri stöðu hjá Augsburg, alltaf þegar ég hef ver- ið heill, þá hef ég byrjað leiki og notið trausts. Ég kann virki- lega vel að meta það.“ n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is VERKJALAUS OG BLÓMSTRAR SEM ALDREI FYRR n Alfreð Finnbogason er ótrúlegur markaskorari n Elskaður og dáður í Þýskalandi Tímabil Leikir Mörk 2018–19 2 4 mörk 2017–18 22 12 mörk 2016–17 13 3 mörk 2015–16 14 7 mörk Mögnuð tölfræði Alfreðs með Augsburg:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.