Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 18
18 UMRÆÐA Sandkorn 19. október 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Gullið tækifæri fyrir meirihlutann B raggabókhaldið er eins og blanda af grískum harmleik og farsa. Ef það væri sett á svið yrði fullt út úr dyrum í margar vikur enda fær frægasta bókhald Íslandssögunnar fimm stjörnur fyrir vitleysu og bruðl. Þar má lesa um hönnuð sem sat í 1.300 klukkutíma á þriggja ára tímabili að hanna. Þá greiddi Reykjavíkur­ borg iðnaðarmanni tæplega 500 þúsund krónur fyrir „ýmislegt“. Já, það er ýmislegt hægt að gera fyrir hálfa milljón. Það er alveg nóg af góðum en sorglegum bröndurum inni á milli bruðlsins. En með birtingu reikninganna úr bragga­ bókhaldinu hefur almenning­ ur fengið fordæmalausa innsýn í hvað Reykjavíkurborg gerir með útsvar borgarbúa. Dýrasti braggi í heimi er alls ekki fyrsta og eina dæmið þar sem kostnaður fer úr böndunum. Það sem er einstakt við þetta mál er að fjöldi manns innan kerfisins vissi af framúr­ keyrslunni en á þessum tíma­ punkti virðist sem kjörnir full­ trúar hafi ekkert vitað fyrr en það var búið að greiða reikningana. Ef þetta er allt satt og rétt þá erum við að tala um fjölda manns sem hélt á pólitískri sprengju áður en síð­ ustu sveitarstjórnarkosningar fóru fram. Líkt og kom fram í leiðara síð­ asta helgarblaðs hefur borgarkerf­ ið reynt að kæfa þetta mál og það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast. Borgar­ lögmaður er ekki að hringja til baka og segja blaðamönnum hvers vegna það tók innkaupa­ ráð 14 mánuði að fá álit um hvort samningarnir í kringum bragg­ ann stæðust innkaupareglur. Það er ekki verið að opinbera fundar­ gerðir frá vikulegu fundunum þar sem verkfræðingur var búinn að reikna út kostnaðinn á hverjum tíma. Gleymdu því að einhver fái að vita hverjir höfðu aðgang að þessum upplýsingum. Þrátt fyrir að allir sem hugsan­ lega geta borið ábyrgð séu að harðahlaupum undan þessu máli má segja að meirihlut­ inn í borginni hafi gullið tæki­ færi í höndunum. Sveitarstjórnar­ kosningar eru aðeins á fjögurra ára fresti þannig að þau hafa nú meira en þrjú ár til þess að auka traust á sér og borginni allri. Þrjú ár í stjórnmálum er alveg nægur tími til að byggja upp traust og sanna fyrir borgarbúum að það eru kjörnir fulltrúar en ekki kerfið sem ræður ferðinni. Til dæmis er hægt að koma því þannig í kring að kerfið sé í alvör­ unni gegnsætt þannig að borgar­ búar geti flett upp í fundargerðum um leið og búið er að skila þeim inn. Í dag virðist það vera þannig að ekki einu sinni borgarfulltrúar vita hvað er verið að sýsla með fjármuni borgarbúa á hinum og þessum fundum. Það er alveg ótrúlegt að horfa á myndirnar og lesa fréttatilkynn­ inguna þegar braggaverkefnið var kynnt í Nauthólsvík á haustdögum 2015. Síðan þá hefur borist alveg óteljandi fjöldi af jákvæðum frétta­ tilkynningum. Það kom engin fréttatilkynning þegar verkefnið fór úr böndunum. Miðað við það sem á undan er gengið þá eykst traustið ekki með því að birta fleiri myndir af skóflustungum, undir­ ritun samninga eða borðaklipp­ ingum. Meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna getur svo auðveldlega snúið þessu við. Nú eru þau líka með fleiri borgarfulltrúa sem geta þá farið í að skoða og leggja póli­ tískt mat á hvað borgarkerfið er að gera. Braggamálið hefur orðið til þess að aðrar framkvæmdir á vegum borgarinnar og annarra sveitarfélaga fara undir smásjá. Það munu koma upp erfið mál og ef það á að halda áfram að hlaupa í vörn þá eru þeim mun meiri líkur á að meirihlutinn fái reisupassann í næstu kosningum. n Leiðari Ari Brynjólfsson ari@dv.is Sjálfstæðismenn niður­ greiða kjöt fyrir komm­ únista Tveir ráðherrar Sjálfstæðis­ flokksins hafa fundað með Kín­ verjum og skrifað undir plögg sem hafa þann tilgang að hefja útflutning á lambakjöti til Kína. Lambakjöt er niðurgreitt af rík­ inu og þekkt er að það sé niður­ greitt enn frekar til útflutnings. Dæmi eru um að Íslendingar kaupi íslenskt lambakjöt á spottprís erlendis og flytji það með heim. Nú eru Kínverjar ansi margir og telst mjög hæpið að margir þeirra fái að smakka nýjustu innflutningsvöruna. Yrði það helst elítan. Í Kína tilheyrir elítan Kommúnistaflokknum. Því má segja að Sjálfstæðis­ menn séu að niðurgreiða kjöt fyrir kommúnista. Usli í stjórn Miðflokksins Deilur standa nú yfir um ráðn­ ingu á framkvæmdastjóra Mið­ flokksins. Tilraun var gerð til að fá Grétu Björgu Egilsdóttur ráðna. Hún er fyrrverandi varaborgar­ fulltrúi Framsóknarflokksins og eiginkona Reynis Þórs Grétars­ sonar, formanns Miðflokks­ félags Reykjavíkur. Í vor var hún ráðin sem kosningastjóri flokksins í Reykjavík. Olli það kurr þegar ekki fékkst samþykkt fyrir ráðningu Grétu sem framkvæmdastjóra og er staða Reynis nú í óvissu. Lík­ legt þykir að Linda Jónsdóttir taki við stöðu hans sem formanns félagsins. Hún er eiginkona Baldurs Borg­ þórssonar, varaborgar­ fulltrúa og einkaþjálfara Sigmundar Dav­ íðs Gunnlaugs­ sonar for­ manns. Spurning vikunnar Hvað myndir þú nota braggapeninginn í? „Nota þá í góðgerðar- starfsemi“ Ríkey Beck „Ég myndi setja þá í verka- mannabústaði“ Finnbogi Laxdal Finn- bogason „Að minnsta kosti ekki í að gera upp bragga“ Páll Guðnason „Margt. Helst til barna, leik- skóla og eftirlaunaþega“ Munda Jóhanns- dóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.