Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 44
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018KYNNINGARBLAÐ
Blómlaga ilmkerti í alls konar litum eru á meðal þess sem vefverslunin Vonir.is býður upp
á en þessi fallegu kerti skapa feg-
urð og stemningu í skammdeginu.
Kertin geta hvort sem er verið hluti af
jólaskreytingu eða einfaldlega lýsandi
híbýlaprýði í hauströkkrinu. Þá tilheyrir
líka að kveikja á reykelsi og framkalla
unaðslegan og dálítið mystískan ilm
en hjá Vonir.is er að finna gott úrval
af reykelsum. Von er á reykelsum með
jólailmi í verslunina innan tíðar.
Vonir.is er vefverslun með alls konar
fallega hluti fyrir heimilið; skartgripi,
ilmvörur og fleira. Þess má geta að nú
stendur yfir rýmingarsala á skartgrip-
um í versluninni og því hægt að gera
mjög góð kaup.
Verslunin er í eigu Hönnu Margrét-
ar Úlfsdóttur sem búsett er á Þórs-
höfn. Hún rekur fyrirtækið samhliða
kennaranámi sínu við Háskólann á Ak-
ureyri en það stundar hún í fjarnámi.
Staðsetning og fjarlægðir skipta því
engu máli í lífi Hönnu því hún sendir
varninginn úr versluninni hvert á land
sem er og námið stundar hún líka í
heimabyggðinni, Þórshöfn.
Gjafabréfin eru áhugaverður kostur
Fjölbreytni einkennir vefverslunina og
þess vegna eru gjafabréf áhugaverð-
ur kostur. Hægt er að kaupa gjafabréf
fyrir 3.000, 5.000, 10.000 og 15.000
krónur. Skýrar og góðar upplýsingar
um kaup á gjafabréfum er að finna á
heimasíðunni, Vonir.is.
Umhverfisvænar áherslur og Fair
Trade
Umhverfisvernd og Fair Trade eru
gegnumgangandi stef í öllu vöruúrvali
hjá Vonir.is. Eingöngu eru seldar vörur
frá aðilum með Fair Trade-vottun eða
sambærilega staðfestingu. Þannig er
tryggt að vörurnar séu búnar til við
góð skilyrði og allt starfsfólk fær sann-
gjörn laun fyrir vinnu sína. Auk þess er
stuðlað að umhverfisvernd með því
að nota endurunnin hráefni og hráefni
sem aflað er á sjálfbæran hátt.
Þess má geta að undanfarið hefur
selst mikið af bambustannburstum
og margnota sogrörum úr ryðfríu stáli
– en þessi áhugi sprettur upp í fram-
haldi af plastlausum september.
Nánari upplýsingar á vonir.is og í
síma 846-3237.
VONIR.IS:
Blómleg ilmkerti og
umhverfisvænar jólagjafir