Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 58
58 19. október 2018TÍMAVÉLIN Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Ég faldi mig innan um stafla af líkum því síðustu vikuna sem líkbrennsluofnarnir virkuðu ekki söfn- uðust líkin bara fyrir, hærra og hærra. Þ ann 27. janúar 1945 komu sovéskir hermenn til Auschwitz, útrýmingabúð­ anna alræmdu í Póllandi. Þar voru þá rúmlega 7.000 fangar, flestir þeirra gyðingar, enn á lífi. Flestir voru þeir í hræðilegu ásig­ komulagi, veikir og deyjandi. 6.000 fangar voru í Auschwitz/Birkenau­ búðunum, 600 voru í Monowitz­ þrælabúðunum og 1.000 í aðalbúð­ um Auschwitz. Talið er að rúmlega 1,3 milljónir manna hafi verið send­ ar til Auschwitz frá 1940 til 1945. Af þeim var að minnsta kosti 1,1 milljón myrt. Í aðdraganda frelsunar Auschwitz byrjuðu hinar illræmdu SS­sveitir Hitlers að flytja fangana þaðan og í aðrar fangabúðir. Tæp­ lega 60.000 fangar, flestir gyðingar, voru neyddir til að ganga í vestur frá útrýmingarbúðunum. Mörg þúsund höfðu látist í útrýmingar­ búðunum sjálfum dagana áður en fólkið var rekið af stað. Það var látið ganga í átt til Wodzislaw í vestur hluta Póllands. SS­liðar skutu hvern þann sem dróst aftur úr eða gat ekki haldið áfram för. Kuldi, hungur og ömurlegheit í alla staði sóttu að föngunum á leiðinni. Rúmlega 15.000 þeirra létust á leiðinni. Þeir sem eftir voru í búðunum voru taldir of veikburða til að ganga með hinum 60.000 sem voru neyddir til að leggja af stað gang­ andi 18. janúar. Það átti að vera búið að myrða fólkið áður en sov­ ésku hersveitirnar kæmu í búðirn­ ar en Schmauser, yfirmanni SS á svæðinu, hafði verið fyrirskipað að drepa fólkið. Um 700 voru myrt af SS­mönnum en meirihlutinn slapp lifandi. Ástæða þess var sú að SS­ mennirnir höfðu meiri áhuga á að bjarga eigin skinni og koma sér undan hermönnum Rauða hersins en að fylgja fyrirskipunum. Auschwitz voru stærstu útrým­ ingarbúðir nasista í síðari heims­ styrjöldinni. Þar voru fangabúðir, morðmiðstöð og þrælabúðir. Búð­ irnar eru um 50 kílómetrum vest­ ur af Krakow, nærri landamærum Póllands og Þýskalands eins og þau voru fyrir stríð. „Ég faldi mig innan um stafla af líkum því síðustu vikuna sem líkbrennsluofnarnir virkuðu ekki söfnuðust líkin bara fyrir, hærra og hærra. Þar var ég á næturn- ar, á daginn ráfaði ég um búðirn- ar, þannig lifði ég af. Ég var einn af þeim fyrstu, Birkenau voru ein- ar fyrstu útrýmingarbúðirnar sem voru frelsaðar. Þetta var leið mín til að lifa af.“ Svona lýsti Bart Stern hryllingn­ um í Auschwitz. „Lestin kom um miðja nótt svo það var tekið á móti okkur með mjög björtum ljósum sem var beint að okkur. SS-menn og konur tóku á móti okkur. Hundar og svipur tóku á móti okkur, öskur og fyrirskipan- ir um að tæma lestina, ringulreið … Það er ekki hægt að lýsa komunni til Auschwitz.“ Sagði Lilly Appelbaum Lublin Malnik um fyrstu kynni sín af þess­ um hryllilega stað. Fyrstu hermennirnir á vettvang Ivan Martynushkin, sem var liðs­ foringi í Rauða hernum, var með­ al þeirra fyrstu sem komu til Auschwitz. Hann sagði síðar að fangarnir hefðu horft á hann „með þakklæti í augum“ þegar hann og félagar hans frelsuðu búðirnar úr klóm nasista. Hann sagði að sjónin sem blasti við hermönnum Rauða hersins hafi ekki fengið mikið á þá því þeir hefðu verið búnir að upp­ lifa svo mikinn hrylling í stríðinu. „Ég hafði séð bæi lagða í rúst. Ég hafði séð þorp gjöreyðilögð. Ég hafði séð fólkið okkar þjást. Ég hafði séð lítil útlimalaus börn. Það var ekki eitt einasta þorp sem ekki hafði upplifað þennan hrylling, þessar hörmungar, þessar þjáningar.“ Sovéskir fjölmiðlar gerðu ekki mikið úr frelsun Auschwitz. Í byrj­ un febrúar var smá frétt um það í Pravda en málið fékk miklu minni athygli en frelsun Majdanek­út­ rýmingarbúðanna 1944. Sovésk­ ir fjölmiðlar voru samstíga í að segja að þeir sem hefðu þjáðst og dáið í útrýmingarbúðunum hefðu verið „fórnarlömb nasista“. Stað­ reyndin var að mikill meirihluta þeirra var gyðingar en kommún­ istar vildu ekki halda því neitt sér­ staklega á lofti, hvorki þá né síðar. Það hentaði mun betur að einblína á Auschwitz sem morðverksmiðju þar sem verkamenn voru myrtir í stað þess að uppskera ávöxt erfiðis síns eins og krafa marxista var. Hin litla umfjöllun um frelsun Auschwitz var einnig merki um vaxandi spennu á milli Sovét­ ríkjanna annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins vegar. Auschwitz var í Póllandi en Stalín og Vesturveldin höfðu tekist á um örlög Póllands eftir stríð um nokkra hríð. Sambandið hafði stirðnað enn frekar eftir að Sovétríkin höfðu ekki komið Pólverjum til aðstoðar í Varsjáruppreisninni sumarið 1944. Einnig hafði sovéska leynilögreglan handtekið liðsforingja í pólska heimavarnarliðinu þegar Rauði herinn réðst inn í Pólland. Af þessum sökum fékk um­ heimurinn ekki strax fréttir af þeim voðaverkum sem höfðu verið framin í Auschwitz. Útrýmingar­ búðirnar voru vettvangur mesta fjöldamorðs sögunnar fram að þessu. Af þeirri 1,1 milljón sem lét lífið í búðunum voru gyðingar um ein milljón. Auk gyðinga létu 70.000 pólit­ ískir pólskir fangar lífið í búðunum, 20.000 sígaunar, 10.000 sovéskir stríðsfangar, mörg hundruð vottar Jehóva, samkynhneigðir og aðrir. Auschwitz og sá hryllingur sem þar fór fram, sem og í öðrum út­ rýmingarbúðum nasista, má aldrei gleymast og verður að vera mann­ kyninu áminning um þann mikla hrylling sem þar átti sér stað. Undanfarið hafa sumir nefnt að nú stefni að vissu leyti í sömu átt víða um heim þar sem verið er að mismuna fólki eftir uppruna þess eða trúarskoðunum en slíkt hefur einmitt átt sér stað í Evrópu. Auð­ vitað verður að vona að hryllingur á borð við útrýmingarbúðir muni aldrei endurtaka sig en það er því miður ekki svo að sagan haldi alltaf aftur af okkur mönnunum. n DAGUR FRELSUNAR OG HRYLLINGS n27. janúar 1945 Skráning Við frelsunina þurfti að skrá og bera kennsl á alla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.