Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Side 65
SAKAMÁL 6519. október 2018 Að ættingjum Billys hafði læðst illur grunur – að Terrie væri ekki öll þar sem hún væri séð. Réðu ættingjarnir einkaspæjara sem komst fljótlega að því að Terrie var í óða önn að selja allar eigur Billys. Einnig birtust í einkamálaaug­ lýsingum fyrir einmana fólk aug­ lýsingar frá henni, en hún hafði reyndar hitt Billy fyrir tilstilli slíkra auglýsinga. Rifust um drykkju og fjárdrátt Einkaspæjarinn lét slag standa og spurði Terrie hreint út hvort hún bæri ábyrgð á dauða eiginmanns síns. Terrie bugaðist og játaði allt saman. Að hennar sögn höfðu þau farið í göngutúr, hún með dóttur þeirra á bakinu, og farið að rífast. Þau rifust annars vegar um drykkju Billys og hins vegar um 65.000 dali sem hún hafði dregið sér frá fyrrverandi vinnuveitanda í Utah. Það sem fór fyrir brjóstið á Billy var að hún hafði ekki deilt hinu illa fengna fé með honum. Billy hefði slegið hana, dóttir þeirra farið að gráta og hún seilst eftir flösku til að verja sig. „Slæmu“ persónurnar Síðar breytti hún frásögninni; hún dró byssu upp úr pússi sínu og skaut eiginmann sinn í andlitið og síðan í hnakkann þar sem hann lá óvígur. Síðar kom í ljós að Terrie hafði allt í allt dregið sér 228.000 dali frá tryggingafyrirtæki í Montana árið 1986. Terrie fullyrti að hún glímdi við rofinn persónuleika og það væru „slæmu“ persónurnar sem fengju hana til að gera eitthvað slæmt. Eitthvað hafði Terrie fyrir sér í þeirri fullyrðingu því réttarskip­ aður geðlæknir komst að sömu niðurstöðu. Terrie Sramek var gef­ inn kostur á að játa sig seka og fá 15 ára fangelsisdóm í stað lífstíðar. Hún tók boðinu. n 3 nýfædd börn sín myrti bandaríska konan Diane Odell. Börnin myrti hún árin 1982, 1983 og 1985. Diane var þó ekki handtekin fyrr en árið 2003. Líkum barnanna vafði hún inn í teppi, setti síðan í rusla- poka og tróð þeim þeim í pappakassa. Líkin fundust í maí 2003 í geymsluhúsnæði sem Odell-fjölskyldan hafði tekið á leigu árið 1992 og því ljóst að þau höfðu fylgt Diane hvert sem fjölskyldan flutti; kannski vildi hún hafa líkin hjá sér eða taldi að þannig væru minnstar líkur á að upp um hana kæmist. Hvað sem því líður þá fékk hún lífstíðardóm í janúar 2004. EIGINKONAN MEÐ ROFNA PERSÓNULEIKANN Við gömlu höfnina EILÍF HAMINGJA GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT, HUMARSÚPA & BRAUÐ HÁDEGIS TILBOÐ VIRKA DAGA 2.850 MORÐIÐ Í MIÐASÖLUNNI n James fór ekki leynt með áhuga sinn á Ash Vale-járnbrautarstöðinni n Hagaði sér engan veginn eins og bíræfinn þjófur hafði verið stunginn mörgum sinnum og skrifstofunni um­ turnað. Gistihús könnuð Ekki var að undra að nafn James Alcott bæri á góma í samtölum lögreglu og starfsmanna járn­ brautarstöðvarinnar, enda hafði maðurinn verið eins og grár köttur á stöðinni, þar á meðal í miðasölunni. Í ljósi þess beindist grunur lög­ reglunnar nánast eingöngu að James og þegar morgnaði kann­ aði hún gistihús í grenndinni. Fljótlega hljóp á snærið því í gisti­ húsi við Victoria Road í Alder­ shot fengust þær upplýsingar að J.J. Alcott hefði tekið herbergi á leigu kvöldið áður og hygðist vera út vikuna. Hann var reyndar ekki inni við þegar þar var komið sögu, en kæmi heim fyrir lokun, klukk­ an 23.15. Nýr alklæðnaður Við leit á herbergi James fannst blóðugur jakki hans á rúminu. Í einum jakkavasanum var blóðugt veski, með bresku vegabréfi í og tveir peningaseðlar með blóðslett­ um á. Dálkinn fann lögreglan þar sem hann hafði verið falinn í eld­ stæðisloftrásinni. Við leit utandyra fundust buxur James í runna í ná­ grenninu. Þegar James kom á gistihúsið um klukkan ellefu varð ljóst að hann hafði keypt ýmislegt þann daginn. Hann klæddist nýjum jakka, nýjum buxum og skórnir voru einnig nýir. Gömlu skórnir fundust síðar hjá skósmiði nokkrum. Í sjálfu sér þurfti ekki frekari vitnanna við og sú varð raunin. Borðleggjandi mál Þegar James voru sýndir peninga­ seðlarnir sem fundust í blóðugum jakka hans, sagði hann. „Já, þetta er einhver hluti peninganna.“ Síð­ an bætti hann við að hann kærði sig eiginlega ekki um þá, því hann ætti sjálfur peninga fyrir fríið. „Það var ljóst að þið mynduð ná mér. Við tókumst harkalega á og þið finnið fingraför mín úti um allt,“ sagði James og málið taldist upplýst. Rannsókn lögreglunnar leiddi, henni til mikillar undrunar, í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem James hafði orðið manni að bana. Hann hafði sem breskur hermaður verið í Þýskalandi árið 1949 og hafði þá verið dreginn fyrir herrétt fyrir að hafa banað almennum, þýskum borgara. Annar dauðadómur Breska krúnan hafði þá hafnað að staðfesta dauðadóm yfir James og honum sleppt um síðir. Við réttar­ höld yfir James vegna morðsins á Geoffrey var annað uppi á ten­ ingnum og niðurstaðan í Surrey í nóvember 1952 var dauðadóm­ ur. Í það skipti var dómnum full­ nægt. n James Alcott Var ekki undrandi þegar hann var handtekinn. Ash Vale-járnbrautarstöðin Vettvangur glæps James Alcott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.