Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 7
11. maí 2018 fréttir 7
Íslenskir feðgar sitja saman Í fangelsi
n Stefán Egilsson og tveir synir hans í fangelsi n „Þeir eru áreiðanlega betur settir þarna inni“ n Nasistaklíkur n Afi frægur kontrabassaleikari
hann kominn aftur í fangelsi fyrir
líkamsárás og vörslu eiturlyfja, og
situr nú með föður sínum í Scott
County Jail.
Undir væng nasista
Scott County Jail er nýtt fangelsi,
stofnað árið 2005. Þar eru 160
klefar, þar af 104 útbúnir fyrir tvo
fanga. Fangelsið hýsir bæði gæslu-
varðhalds- og langtímafanga af
báðum kynjum og unglinga að ein-
hverju leyti. Þetta er fangelsi með
mikilli gæslu og litlum réttindum
fanga en þar eru þó ýmisleg nám-
skeið og vinnumöguleikar fyrir þá.
Þar eru hýstir brotamenn af öllum
stigum, allt frá smáglæpamönn-
um upp í dæmda morðingja.
Moose Lake, þar sem Stefán
Árni afplánar, er mun stærra fang-
elsi með yfir þúsund föngum,
stofnað árið 1988. Aðeins karl-
menn afplána þar og flestir fyrir
eiturlyfjabrot, kynferðisbrot og
líkamsárásir. Auk þess eru í yfir
hundrað morðingjar í fangelsinu.
Það er þekkt staðreynd að
glæpaklíkur stjórna öllu daglegu
lífi í bandarískum fangelsum og
fara þær oft eftir kynþáttalínum.
C.J. Smith, leiðtogi arískra þjóð-
ernissinna, þekkir vel til íslensku
feðganna. Þegar Stefán Árni fékk
sinn þunga dóm skrifaði Smith á
Facebook-síðu Stefáns eldri:
„Hann tók dóminum eins og
maður, tók ábyrgð á gjörðum sín-
um og mun afplána með höf-
uðið hátt. Við í hvíta kynþættin-
um erum þess heiðurs aðnjótandi
að fá mann eins og hann til okkar,
og trúðu mér, við hvítir þjóðern-
issinnar erum stoltir að taka við
honum og sýna honum hinn hvíta
veg.“
Frægur kontrabassaleikari
Kristín segir að mál feðganna
hafi fengið mikið á foreldra Stef-
áns eldri, þau Árna og Dorette.
Árni, sem er 78 ára og hefur búið í
Bandaríkjunum um áratuga skeið,
er virtur kontrabassaleikari sem
hefur gefið út fjölda hljómplatna
og spilað á tónleik-
um víða um Banda-
ríkin og Evrópu.
Hann lærði í Bret-
landi og Hamborg og flutti
til Houston og spilaði með
sinfóníuhljómsveitinni þar
í borg en fluttist svo yfir til Los
Angeles árið 1969 þar sem hann
hefur spilað inn á meira en
þúsund kvikmyndir og sjón-
varpsþætti. Þá átti hann í góðu
samstarfi við Sir André Previn,
fjórfaldan Óskars- og Grammy-
verðlaunahafa. Árni hefur einnig
spilað inn á klassíska plötu með
píanósnillingnum Vladimir As-
hkenazy og djassbassaleikaran-
um Ray Brown. Um tíma var hann
prófessor í kontrabassaleik við
Cali fornia State University.
Er Árni í sambandi við Stefán
og syni hans?
„Já, að einhverju leyti sem þeir
mega. En þeir hafa ekki mátt vera
í miklu sambandi. Við höfum ekki
áhyggjur af þeim í dag og þetta
virðist stefna í góða átt. En það
er reyndar ósköp lítið sem for-
eldrarnir vita og segja mér. Stefán
Árni ætlar að reyna að koma sér út
úr þessu og fara að læra eitthvað.
Hann reyndi það á sínum tíma en
það fór fyrir lítið.“ n
Scott
County
Jail
Moose
Lake
arÍska bræðralagið
Aríska bræðralagið,
sem stofnað var í San
Quentin í Kaliforníu
árið 1964, er eins kon-
ar regnhlífarsamtök
hvítra þjóðernisgengja
í Bandaríkjunum og
hafa þau starfsemi
bæði innan og utan
veggja fangelsanna.
Heildartala meðlima
er á bilinu 15 til 20 þúsund manns og stunda þeir glæpastarfsemi
af ýmsum toga, svo sem eiturlyfjasölu, fjárkúgun og leigumorð. Þá
reka þeir víðtæka vændisstarfsemi innan veggja.
Í fangelsum Minnesota starfa sex þekkt gengi hvítra þjóðernis-
sinna. Það elsta og jafnframt fjölmennasta er Prison Motorcycle
Brotherhood, stofnað árið 1986.
Margir hvítir fangar ganga til liðs við klíkurnar til þess að njóta
verndar, jafnvel þótt þeir styðji ekki hugmyndafræði kynþátta-
hyggju. Meðlimir eru flestir húðflúraðir með merkjum á borð við
hakakrossinn og þórshamarinn til að merkja sig. Helstu and-
stæðingar þeirra eru samtök svartra, Black Guerilla Family, en
bandamenn þeirra eru mexíkóska mafían, La Eme.
„Við hvítir
þjóðernissinnar
erum stoltir að taka
við honum og sýna
honum hinn hvíta veg
c.j. smith
Árni og Dorette DV 22. mars 1997.
Stefán Árni Egilsson