Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 9
11. maí 2018 fréttir 9 Aftur í tímann með merkasta myndasmið landsins n Lífið í Reykjavík fyrir 100 árum n Hætti sem kaupfélagsstjóri til að gerast ljósmyndari n Sex barna faðir með tvær hendur tómar n Smíðaði eigin myndavélar 1920–1930 Byggingarverslunin Hamborg í Aðalstræti. Fyrir utan Landsbankann. Brunaæfing. 1908, vesturbakki Tjarnarinnar Tvílyfta bárujárnsklædda timburhúsið fyrir miðju er hið fræga samkomuhús Báran eða Bárubúð eins og það var gjarnan kallað. Bárubúð brann á stríðsárunum og húsið var rifið sumarið 1945. 1913, fólk á skautum á Austurvelli Þennan vetur fékk Skautafélag Reykjavíkur leyfi til að gera skautasvell á Austurvelli. Rukkaður var aðgangseyrir að svellinu, 25 aurar fyrir utanfélagsmenn og 15 aurar fyrir börn. Á góðum stundum bauð Skautafélagið síðan upp á hljóðfæra- slátt og jafnvel flugeldasýningu. Takið sérstaklega eftir ríkulegum klæðaburði fólksins, sérstaklega kvennanna sem flestar eru uppáklædd- ar í hátískukápum og með hatta í stíl. Í bakgrunni eru byggingar við Austurstræti, nær er Hótel Reykjavík og við hlið þess nýbyggt hús, jafnan kallað Syndikatið. Báðar þessar byggingar brunnu til grunna í miðbæjarbrunanum mikla 1915.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.