Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 20
20 umræða Sandkorn 11. maí 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is F ullkomið neyðarástand ríkir í meðferðarmálum á Íslandi, sérstaklega hjá ungu fólki, en stjórnvöld virðast ekki gefa málinu nægjanlegan gaum. Á sama tíma virðist framboð fíkni- efna aldrei hafa verið meira og ein af afleiðingum þess er að fíkl- ar hríðfalla í valinn. Fyrir rúmum mánuði stakk undirritaður niður penna til að vekja athygli á því að dauðsföll fíkla á ári hafi nær tvö- faldast síðastliðin tvö ár. Síðan þá hafa fíkniefni krafist fleiri fórn- arlamba en án þess að það veki sérstaka athygli. Nístandi sorg heltekur fjölskyldur þegar þess- ir einstaklingar eru jarðaðir, oft í kyrrþey. Því miður er skömm- in yfir þessum örlögum ástvina stundum jafn erfið viðureignar og sorgin. Þessar tilfinningalegu hamfarir eru aldrei teknar með í reikninginn þegar misvitrir hand- hafar fjárvaldsins reyna að meta í hvað eigi að ráðstafa skattfé okkar. Til dæmis er í dag aðeins pláss fyrir um sextán einstaklinga á unglingsaldri í vímuefnameð- ferð. Tugur getur fengið aðstoð á tveimur meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og sex fengið inni í neyðarvistun á barna- og unglingageðdeild. Þing- maður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, vakti athygli á því að í fimmtán skipti í mars- mánuði einum þurfti að vísa börn- um í verulegri neyð frá á neyðar- vistun BUGL. Þetta ástand er með öllu ólíðandi og er samfélagi okk- ar til skammar. Við verðum að gera betur og það hlýtur að vera bein- línis þjóðhagslega hagkvæmt. Það er stórkostlegt tap fyrir þjóðfélagið þegar einstakling- ur leiðist út í alvarlega neyslu og því lengur sem hún varir hrann- ast kostnaðurinn upp. Þessir einstaklingar skila litlum skatt- tekjum, en valdu ærnum tilkostn- aði hjá lögreglu, í réttarkerfi, hjá barnaverndaryfirvöldum og öllum þeim félags- og velferðarúrræð- um sem hið opinbera starfræk- ir. Þá má fullyrða að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sitja inn- an veggja íslenskra fangelsa sé þar vegna afbrota sem tengjast vímuefnafíkn. Á dögunum reikn- aði Guðmundur Ingi Þóroddsson, fangi og formaður Afstöðu, það út að fangelsisvist hans hefði kostað skattborgara um 135 milljónir þau 14 ár sem hann hefur setið inni. Það er aðeins fangelsisvistin, tak- ið eftir. Það hlýtur því að koma til álita að stórauka framlög til meðferðar- mála og byggja upp kerfi sem get- ur strax gripið inn í þegar börn og unglingar virðast vera að missa fótanna. Það er dýrt að byggja upp slíkt kerfi en með því að leyfa nú- verandi ástandi að viðgangast þá erum við að spara aurinn en kasta krónunni. n É g hef svo sem ekkert á móti Eurovision en vil þó sem minnst af þessari lágkúru- legu forarvilpu vita og held henni markvisst fyrir utan minn reynsluheim. Sem er í raun ósköp lítið mál með því að forðast RÚV í nokkrar vikur á vorin og skella við skollaeyrum. Keppnin hefur auðvitað ósköp lítið með gæði að gera, hvorki varðandi tónsmíð- ar né söng, þannig að eiginlega er innbyggt í eðli hennar að mesta ruslið er líklegast til árangurs. Ætli virkilega góð lög vinni ekki á tveggja til þriggja áratuga fresti? Væntanlega fyrir misskilning. Ég man í svipinn að- eins eftir All Kinds of Everything frá 1970. Ég var ekki einu sinni fæddur þá. Ég er háður hryllings- myndum, áfengi, símanum mín- um, kynlífi, símatímanum á Út- varpi Sögu, svörtu kaffi, lakkrís og annarri óáran en mikið ósköp upplifi ég mig alltaf frjálsan í maí þegar ég horfi á fólk ganga af göflunum yfir þessari átakanlegu uppákomu. É g fíla Eurovision vegna þess að ég er spennufíkill. Mér er alveg sama um þessa músík núorðið. Ég vil bara fylgjast með stigagjöfinni og upplifa þann tilfinningarússíbana sem hún er. Bölva þegar við fáum ekki stig, fagna ákaft þegar við fáum þau. Hughreysta sjálfan mig þegar staðan er orðin vonlaus. „Jújú, þetta er enn þá hægt. Koma svo, Búlgaría! Við dælum milljón- um í tannlæknana ykkar á hverju ári. Er til of mikils ætlast að þið launið okkur greiðann með tólf stigum?“ Það versta sem gerst hefur í sögu Eurovision var þegar við hættum að sjá hvert einasta stig birtast í rauntíma. Núna kemur bara bunki í einu frá hverju landi og svo 8, 10 og 12 stig. Frekar glatað. En já, stigagjöfin er engu að síður ástæðan fyrir því að ég fíla Eurovision. Það, ásamt möguleikanum á að gleðjast þegar Dan- mörku gengur illa. Helvítis Dan- mörk! Haukur Viðar Alfreðsson, hugmynda- og textasmiður Þórarinn Þórarinsson blaðamaður Með og á Móti Eurovision með á móti Dagur loks í formanninn Samkvæmt nýj- ustu könnunum bendir allt til að Dagur B. Eggerts- son vinni góðan sigur í borginni enn og aftur. Gangi það eftir er hann um leið orðinn „sterki maðurinn“ í Samfylkingunni. Logi Einars- son, sem varð formaður flokks- ins fyrir tilviljun, er ágætlega þokkaður en þykir tilþrifalítill og hverfa í skugga nýrri stjarna eins og Helgu Völu Helgadóttur. Því má slá föstu að Dagur geti orðið formaður þegar hann vill, og innan flokksins er vaxandi stuðningur við að hann verði fenginn í formanns- stólinn fyrir næstu kosningar. Spurning vikunnar Eiga samkynhneigðir karlar að fá að gefa blóð? „Mér finnst það. Þeir eru alveg eins og allir og það myndi ekki breyta neinu.“ Daði Arnarsson „Já, ég hygg það. Það er hægt að skima það vel að engin hætta skapast.“ Þorleifur Hólmsteinsson „Já, mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt.“ Aníta Hansen „Já, ef mennirnir eru rannsakaðir á undan.“ ásta Baldursdóttir Aurinn sparaður en krónunni kastað Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is orðið á götunni Að læra af göfugum mistökum Orðið á götunni er að drykkfelldir ofbeldismenn skjálfi nú á beinunum. Og er það ekki vegna þess að þeir séu að reyna að hætta að drekka. Í fyrradag kynnti nefnilega Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, fyrir hönd borgarinnar, ásamt fulltrúum lög- reglu, slökkviliðs, og skemmtistaða- eigenda, samkomulag um ofbeldis- lausa og örugga skemmtistaði. Til að ná fram markmiðum sínum, eiga dyraverðir til dæmis að vera sérstaklega merktir á upphandlegg og munu fulltrúar samkomulagsaðila funda ársfjórð- ungslega. Þá má ekki afgreiða fólk sem er sýnilega ölvað, eða ekki til þess bært að gæta að eigin öryggi, um áfengi. Þetta göfuga markmið um að útrýma ofbeldi á skemmtistöðum verður að teljast ansi … göfugt. Orðið á götunni er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson ranghvolfi nú augum sínum yfir þessu útspili í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna, þar sem þau hafi ekki sérstaklega góða reynslu af göfugum markmiðum af þessu tagi, en í embættum sínum sem borgarstjóri og dómsmálaráð- herra árið 1997, kynntu þau stefnu sína um fíkniefnalaust Ísland fyrir árið 2000. (Sem gjarnan var eignað Framsóknarflokknum). Það göfuga markmið náðist ekki. Orðið á götunni er að alltaf megi læra af göfugum mistökum annarra, því Dagur hafði þó rænu á að setja ekki neinn tímaramma á hvenær nákvæmlega ofbeldið ætti að heyra sögunni til á skemmtistöðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.