Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 22
22 fólk - viðtal 11. maí 2018
N
atalie fæddist í Chicago í
Bandaríkjunum árið 1980.
Faðir hennar var banda-
rískur en íslensk móðir
hennar var búsett þar ytra. Aðeins
þriggja mánaða gömul var Natalie
send í fóstur til ömmu sinnar og
afa og þar ólst hún upp. Hún hef-
ur aldrei haft nein samskipti sem
heitið getur við foreldra sína.
„Pabbi er látinn en mamma er bú-
sett hérna heima. Ég hef hitt hana
örsjaldan en þekki hana voða lítið.
Hún tekur ekkert þátt í lífi mínu,“
segir Natalie.
Móðir Natalie á tvær aðrar dæt-
ur, hálfsystur Natalie, en systurnar
eiga ekki heldur í neinum sam-
skiptum. „Þær vita alveg af mér og
ég hef reynt að koma á samskipt-
um milli okkar en það hefur ekkert
orðið úr því. Þetta er óneitanlega
mjög sérstök fjölskyldudýnamík.
Ég og móðir mín eigum ekki í
neinu mæðgnasambandi og höf-
um aldrei verið. Við erum eins og
tvær fjarskyldar hálfsystur. Þau fáu
skipti sem við hittumst þá er and-
rúmsloftið mjög skrýtið.“
Natalie segir að hún hafi oft
spurt sig af hverju hún hafi verið
send í fóstur en þeirri spurningu
verður líklega aldrei svarað. „Ég er
búin að sætta mig við að ég muni
líklega aldrei fá nein svör við því
og ég veit ekki hvað var í gangi
hjá móður minn á þessum tíma.
En það er samt óneitanlega sér-
stakt að senda þriggja mánaða
barn í varanlega pössun. Þegar
ég sé þriggja mánaða barn í dag á
ég ótrúlega erfitt með að ímynda
mér þetta eða hvernig þetta kom
til. Það brotnar alltaf eitthvað inni
í mér þegar ég sé börn á þessum
aldri.“
Móðurbróðirinn barðist við
ólæknandi hrörnunarsjúkdóm
Natalie kom á mjög erfiðum tíma
inn í líf ömmu sinnar og afa.
Móðurbróðir hennar, Þorvald-
ur Helgi, lá fyrir dauðanum og
álagið á heimilinu var gríðarlegt.
„Frændi minn, sem þá var aðeins
21 árs gamall, þjáðist af ólækn-
andi hrörnunarsjúkdómi. Hann
fæddist eðlilegur en síðan blind-
aðist hann og svo byrjaði líkaminn
að hrörna. Ég kom inn á heimilið
síðasta árið sem hann lifði. Amma
sá um að hjúkra syni sínum og
þessi barátta lagðist þungt á hana,“
segir Natalie.
Þar sem amma Natalie var
önnum kafin þá kom það í hlut
Natalie Gunnarsdóttir vekur athygli hvert sem hún fer. Síðasta
áratuginn hefur hún verið einn þekktasti plötusnúður landsins en nú hefur
hún ákveðið að venda kvæði sínu kross og hella sér út í pólitík. Á dögunum var
tilkynnt að Natalie væri í 10. sæti hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík og hún tekur
virkan þátt í baráttunni. Steingerður Sonja hitti Natalie og ræddi við hana um
tónlistina, brostið heilbrigðiskerfi, réttindabaráttu aldraðra, fordóma Íslendinga,
móðurina sem hún hefur örsjaldan hitt og æxlin tvö sem breyttu öllu.
Steingerður Sonja Þórisdóttir
ritstjorn@dv.is
„Á þessum
tímapunkti
var sársaukinn
einfaldlega orðinn
óbærilegur því
æxlið hafði stækk-
að svo mikið
M
y
n
d
h
a
n
n
a