Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 24
24 fólk - viðtal 11. maí 2018 Eldra fólk á miklu betra skilið Hún segist hafa ákveðið að hella sér út í baráttu Sósíalistaflokks­ ins þrátt fyrir að hún geti staðsett sig víða á hinum pólitíska skala. „Ástæðan fyrir því að mig langar að leggja þeim lið er sú að þetta er fólk sem er ekkert búið að heyrast í og þetta er fólk sem er raunveru­ lega að halda uppi samfélaginu okkar, sem er í lægst launuðu stör­ funum. Ég held að fólk átti sig ekki á því en þetta fólk gjörsam­ lega heldur uppi landinu okkar og þetta fólk hefur það verst. Ef þess­ ar stoðir fara að hrynja þá verður þetta bara eins spilaborg og ég vil ekki einu sinni ímynda mér hver afleiðingin verður.“ Natalie segist hafa staðið í miklu stappi fyrir ömmu sína og afa og þá hafi örorka afa hennar veitt henni innsýn í þann heim. „Það er búið að vera ótrúlega erfitt  að sjá um þeirra mál og líka að sjá þau fara inn á þessar stofn­ anir og sjá hvernig aðbúnaðurinn er þar. Það vantar svo mikið upp á.  Það er eins og fólk átti sig ekki á því að á einhverjum tímapunkti þá verðum við öll gömul. Það vill enginn enda á einhverjum stað sem er bara geymslustaður, eldra fólk á miklu betra skilið og þetta á ekki að vera svona.“ Hroki að gera lítið úr láglaunafólki Hún segist hafa vonað fyrir hverjar einustu kosningar að þetta stokk­ aðist upp og yrði betra en hún hafi alltaf orðið fyrir vonbrigðum. „Allt virðist fara í eitthvert ákveðið far sem þjónar hagsmun­ um ótrúlega lítils hóps. Það er ekki verið að hugsa um heildina, það er bara staðreynd. Við sjáum hvernig þetta er með lóðaúthlutanir og við sjáum hvernig allt virkar í þessu landi. Þetta er ekki fyrir heildina. Við búum í það litlu landi að þetta á ekki að vera svona mikið mál. Með allar þessar auðlindir, það er skammarlegt að svona margir hafi ekki aðgang að mannsæmandi lífi. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“ Hún segist hafa orðið vör við fordóma fyrir því að hún sé að leggja þessu framboði lið en ekki öðrum. „Fólk spyr mig: „Hvað ertu að gera? Er þetta ekki bara eitt­ hvað láglaunafólk og öryrkjar?“. Ég skynja þá fordóma sem þetta fólk er að verða fyrir og það ein­ faldlega svíður. Það sannfærir mig enn frekar um að ég sé að gera rétt. Ég reyni þá að útskýra fyrir því að þetta sé fólkið sem sé að hugsa um börnin þeirra, þetta sé fólkið sem er að láta hjól atvinnulífsins snú­ ast. Ætlarðu að fara að gera lítið úr þessu fólki líka? Hversu mikill getur hrokinn verið? Ég mótmæli þessu og mig langar ekki að búa í samfélagi þar sem er litið niður á ákveðinn hóp af því hann er ekki eins og klipptur út úr einhverju tímariti. Mig langar að búa í sam­ félagi þar sem allir hafa það gott.“ Hún segir að forsvarsmenn Sósíal istaflokksins hafi nálg­ ast hana að fyrra bragði og boðið henni að taka þátt í baráttunni. „Ég fór að skoða hvað þau voru að gera og sá hvað það er algjörlega með hjartanu. Það er engin tilgerð, þetta fólk sem er að koma fram, og þú sérð það á sögunum sem það er að deila. Þetta er fólk sem er að koma fram hreint og beint, til dyranna eins og það er klætt, ekk­ ert kjaftæði í gangi. Mér finnst það vera ferskur blær í þessa pólitík sem er í gangi núna.“ Þarft ölmusu til að komast í gegnum veikindi Hún veltir því fyrir sér hvernig standi á því að fólk borgi skatt alla sína ævi en svo virðist heilbrigð­ iskerfinu ekki vera fært að sinna fólki sem skyldi.   „Ég fór með afa í gegnum það þegar hann fékk krabbamein 2011, svo ég þekki ágætlega til. Það á ekki að þurfa einhverja samfélagssöfnun þegar við erum öll að borga okkar út­ svar, okkar skatta og okkar gjöld. Það grípur þig enginn og þú þarft að biðja um ölmusu frá samborg­ urum þínum til að geta komist í gegnum veikindi. Þessu dæmi þarf að breyta. Ég er að vona núna að við getum breytt þessu, því þetta er skammarlegt ástand.“ Hún bendir á að oft sé það þó þannig að fólk kjósi flokka sem fari þvert gegn þeirra persónulegu hagsmunum. „Af því að þarna kemur skömm­ in. Það er fólk sem þorir ekki að fara í örorkumat, þetta veit ég fyrir víst, af því það vill ekki fá þennan stimpil sem öryrki, af því að það er búið að búa til eitthvert skrímsli úr öryrkjum. Það er líka það, að ef þú ert öryrki en þig langar samt að leggja hönd á plóg þá máttu það ekki. Það er bara allt eða ekkert. Þetta fólk á ekki að þurfa skamm­ ast sín fyrir að hafa veikst á ein­ hverjum tímapunkti í lífinu og geta ekki tekið hundrað prósent þátt í atvinnulífinu. Þetta fólk á ekki að þurfa að skammast sín.“ Hún segist vona að flokkurinn fái tækifæri til að taka þátt í því ferli sem er óumflýjanlegt til að bæta stöðu þeirra sem verst hafi það. „Þótt ég virkilega voni að Sósíal­ istaflokknum gangi vel þá skiptir langmestu máli að samfélagsvit­ undin muni breytast. Að fólk átti sig á því að það hafi það ekki all­ ir jafn gott. Ég er líka að vonast til þess að í kjölfar þess að fólk deil­ ir sínum sögum að samfélagið í heild muni átta sig á því hve slæm staðan hjá sumum er.“ Útvarp Saga ýtti undir veikindi ömmu Afi Natalie lést árið 2011 eftir erf­ iða baráttu við krabbamein. Hún segir að dauði hans hafi reynst litlu fjölskyldunni erfiður. „Við vorum alltaf bara þrjú, lítil fjöl­ skylda og því var það gríðarlegt áfall að missa hann.  Jólin fyrstu tvö árin á eftir voru mjög erfið og þá grétum við amma mikið,“ segir Natalie. Síðan þá hefur hún annast ömmu sína samhliða starfi sínu en fyrir nokkrum árum fór að bera á elliglöpum hjá ömmu Natalie. „Ég tók eftir því að hún var orðin ringluð og utan við sig. Hún hlustaði afskaplega mikið á Út­ varp Sögu og ég tel það hafa gert hana enn þá ruglaðri. Það ýtti undir veikindin og olli henni mik­ illi vanlíðan. Útvarp Saga fyrir heilabilað fólk er eins og að hella olíu á eld. Stöðin sendir út  mis­ kunnarlausan hræðsluáróður og þegar þú byrjar að missa tökin og fá heilabilun þá gleypirðu við öllu sem heilögum sannleika,“ segir Natalie. „Það er stöðugt verið að ala á hatri gagnvart innflytjendum og flóttamönnum. Amma var farin að verða mjög hrædd og fékk mjög brenglaðar skoðanir á þessum málaflokki,“ segir Natalie. Jól með flóttamönnum eyddu fordómum Hún hafi þá dottið ofan á snjalla lausn sem tengdist því hversu erf­ ið jólin höfðu reynst þeim eftir að afi hennar kvaddi. „Þetta var fyrir tveimur árum þegar umræðan um flóttafólk var í hámarki. Þá sá ég fréttir um að margir flóttamenn myndu halda jólin hjá Hjálpræðis­ hernum og að það væri mikil þörf á sjálfboðaliðum. Ég ákvað að skrá mig og skráði ömmu sem gest,“ segir Natalie. Að sögn Natalie komst amma hennar í mikið uppnám þegar hún heyrði af fyrirætlununum. „Amma er auðvitað af þessari kynslóð sem er ekki vön fjölmenningu. Síðan dynja á henni þessu brengluðu sjónarmið Útvarps Sögu sem gera það að verkum að fræjum fordóma er sáð,“ segir Natalie. Hún hafi þó náð að sannfæra ömmu sína um að koma með sér, ekki síst með því að segja henni frá öllum börnun­ um sem yrðu á staðnum og fengju þarna mögulega einu jólapakkana frá Hjálpræðishernum,“ segir hún. Amma lét tilleiðast og við átt­ um ótrúlega fallega stund saman. Starfið sem Hjálpræðisherinn vinnur er stórkostlegt. Þarna sungu allir saman jólasöngva og fögnuðu þessari hátíð saman, sama hverrar trúar þeir voru. Þessi stund breytti ömmu, þarna sá hún innflytjendur og útlendinga í réttu ljósi. Hún hlustar enn á Útvarp Sögu en áhrifin af þessari stund gerðu það að verkum að fordómar hennar hurfu alveg,“ segir Natalie. Hún segist hafa heillast af þessari upplifun, því hafi hún ákveðið að heimsækja Hjálpræðis­ herinn aftur síðustu jól. „Amma kom ekki með í það skipti. Hún fékk pláss á Grund í október og því kíkti ég til hennar í kaffi eftir há­ tíðarhöldin. Þetta gefur mér ótrú­ lega mikið og gott að geta látið eitthvað gott af sér leiða á þessum degi. Þetta er það sem jólin snúast um,“ segir Natalie. n „Það er eins og fólk átti sig ekki á því að á einhverjum tíma- punkti þá verðum við öll gömul Lítil fjölskylda Natalie ásamt ömmu sinni og afa, Guðríði Jóhönnu Jensdóttur og Gunnari Guðmundssyni. m y n d H a n n a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.