Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 26
 11. maí 2018KYNNINGARBLAÐSumarið Það er dýrlegt að spila golf á Akureyri Golfklúbbur AkureyrAr oG Arctic open: Akureyri er að mörgu leyti unaðsreitur kylfinga enda er þar hægt að stunda þessa vinsælu íþrótt í ægifögru umhverfi við afar góðar aðstæður. Golfvöllurinn að Jaðri er eini 18 holu völlurinn utan höfuðborgarsvæðisins og undanfarin ár hefur átt sér stað mikil og farsæl uppbygging á svæðinu. Hið einstæða golfmót Arctic open er síðan þekkt meðal kylfinga víða um heim, enda engu líkt að leika golf undir miðnættið á bjartasta tíma ársins, nærri heim- skautsbaug. Golfklúbbur Akureyrar, GA, rekur golfvöllinn að Jaðri og lundsvöll, sem er 9 holu völlur rétt innan við Vagla- skóg. enn fremur rekur GA Golfhöllina, sem er æfingasvæði fyrir kylfinga á neðri hæð Íþróttahallarinnar á Akureyri. Meðlimir í klúbbnum eru um 700 talsins og fá þeir aðgang að allri þessari aðstöðu sem sífellt er verið að endurbæta. „Hér hefur orðið mikil uppbygging síðustu tíu árin í samstarfi við Akur- eyrarbæ ásamt gríðarlegri sjálfboða- vinnu. Við hjá GA erum mjög lánsöm hversu mikið og óeigingjarnt starf hefur verið unnið af hálfu sjálfboða- liða á öllum sviðum, ekki einungis við uppbyggingu svæðisins heldur einnig því sem lýtur að rekstri GA. endur- bætur hafa verið gerðar á flötum og teigum á Jaðri og lokahnykkurinn í þessu ferli var nýtt æfingasvæði sem tekið var í notkun árið 2016. núna veitum við kylfingum einhverja þá bestu aðstöðu sem völ er á,“ segir Steindór kristinn ragnarsson, fram- kvæmdastjóri GA. eins og nærri má geta eru margir kylfingar á Akureyri en golfvöllurinn að Jaðri er líka mjög vinsæll meðal ferðamanna. „Hér er vaxandi ferða- mennska og undanfarin þrjú ár hefur töluverður fjöldi ferðamanna komið hingað úr skemmtiferðaskipum. en meirihluti ferðamanna sem nýta sér golfvöllinn að Jaðri er samt Ís- lendingar,“ segir Steindór. Golf í miðnætursól Hið magnaða golfmót Arctic open verður haldið dagana 20.–23. júní. kylfingar sem tekið hafa þátt í mótinu segja það vera draumkennda upplif- un að spila golf í blóðrauðu sólarlagi um miðnæturbil svo nærri heim- skautsbaugi. Stemningin í kringum mótið er engu lík og þátttakendur eiga ógleymanlegar stundir í góðra vina hópi. nánari upplýsingar um Arctic open er að finna á vefsíðunni arcticopen.is. nánari upplýsingar um GA og golfaðstöðu á Akureyri er að finna á vefsíðunni gagolf.is eða í síma 462- 2974. Þetta verður samkomu-staður fyrir Suðurnesja-búa sem vilja koma saman og lifa sig inn í leiki landsliðsins. Það er alltaf svo mikil áhersla á reykjavík og mér þykir vissulega vænt um höfuðborgina en það má ekki gleyma því að hér á Suðurnesjum býr mjög margt fólk sem hefur brennandi áhuga á gengi strákanna okkar,“ segir Sveinn fann- berg, einn af rekstraraðilum HM Skjásins í reykjanesbæ en hinir eru trausti egilsson og Hilmar G. Guðbjörnsson. um er að ræða risaskjá sem byrjað verður að setja upp þann 11. júní og allt verður klárt á fyrsta leikdegi, sem er 14. júní, en keppnin stendur yfir til 15. júlí. Að sögn Sveins er verkefnið tíma- frekara og kostnaðarsamara en hann hafði grunað: „Þetta er ótrúlega mikil vinna, miklu meiri en mig hafði grun- að. Að finna rétta skjáinn, fá tilskilin leyfi fyrir sýningunum, finna aug- lýsendur og kostendur, þetta er búið að standa yfir alveg frá því í október en núna er allt að verða klárt og allir samningar frágengnir.“ Að sögn Sveins hefur gengið vel að fá fyrirtæki til að styrkja verkefnið og vonir standa til að þetta komi út á sléttu eða skilið jafnvel örlitlum hagnaði. „en það verður enginn ríkur af þessu og það er ekki tilgangurinn,“ segir Sveinn. Verður stærra og íburðarmeira en á EM Skjárinn verður settur upp fyrir fram- an ráðhúsið í reykjanesbæ, rétt hjá frægri pulsusjoppu (Villa borgara) í hjarta bæjarins. risaskjár var einnig settur upp þegar eM stóð yfir 2016 og að sögn Sveins voru þá 2–3.000 manns samankomnir þegar mest var. Sveinn býst við mun meiri aðsókn núna, til dæmis vegna þess að færri Íslendingar munu fara til rússlands til að sjá leikina en fóru á eM í frakk- landi. Auk þess verður miklu meira tilstand í kringum sýningarnar núna: „Strákarnir í tólfunni koma og keyra upp stemninguna. Þá mun aksturs- íþróttafélagið hér á Suðurnesjum heimsækja okkur á fyrsta leiknum og lofa gestum að skoða glæsilega bíla. Veitingasala verður á staðnum sem stelpurnar og aðstandendur kvenna- liðs keflavíkur sjá um, meðal annars verða pítsur frá Domino's, og bjórinn verður einhver sá ódýrasti sem sögur fara af, eða 500 krónur hálfur lítri,“ segir Sveinn og lofar okkur frábærri HM-stemningu í reykjanesbæ í sum- ar. ÁFRAM ÍSLAND! Fjörið er rétt að byrja! www.hmskjarinn.com. HM Skjárinn tryggir Suðurnesja- búum alvöru HM-stemningu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.