Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 29
 11. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Sumarið Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er haldin annað hvert ár í júlí og er vel sótt af heimamönnum og gestum þeirra, þar á meðal brottfluttum Dalamönnum. Áherslan er lögð á fjölskyldu- væna og heimatilbúna dagskrá og viðburði. „Hátíðin hefst á föstudeginum á kjötsúpurölti, það eru nokkur heimili sem opna dyr sínar fyrir gesti og fólk gengur á milli og myndast kósí stemning,“ segir Bjarnheiður Jóhanns- dóttir, ferðamálafulltrúi Dalabyggðar. „Á laugardeginum byrjum við daginn með „brunch“ sem er í boði fyrir alla, síðan hefst fjölskyldu- skemmtum og þar er kassabílarallýið og Lotta mætir á svæðið. KM í Búðar- dal stendur á bak við kassabílarallýið. Þeir eru með verkstæði og það pass- ar því vel. Veitt eru umhverfisverðlaun og verðlaun í ljósmyndasamkeppni. Vestfjarðavíkingurinn fer fram sömu helgi og það fara alltaf 1–2 atriði fram hér í Búðardal. Stjórnin heldur síðan stórdansleik um kvöldið í Dala- búð, sem er hluti af dagskrá þeirra þetta árið í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar.“ Á sunnudeginum verður dagskrá tengd landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna, sem er hluti af aldar afmælisdagskrá fullveldis Íslands. Þann dag bjóða líka ferðaþjón- ustuaðilar í Dölum gestum til sín að upplifa sveitastemningu og afurðir úr héraði. Bæjarhátíðin er á Facebook: Bæjar hátíð í Búðardal. KoMDu HEiM Í BúðarDaL: Fjölskylduvæn og heima- tilbúin bæjarhátíð HVERAGERÐI - blómstrandi bær! Við bjóðum alla velkomna á bæjarhátíðina Blómstrandi daga í Hveragerði 16. til 19. ágúst Skemmtileg stemning og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sjá nánar á www.hveragerdi.is þegar nær dregur. Velkomin! Heimamenn eru metnað- arfullir í skreytingum. Skoppa og Skrítla að skemmta börnunum 2014. Kassabílarallý í fullum gangi árið 2014. Vestfjarðavíkingurinn 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.