Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Qupperneq 47
sakamál 4711. maí 2018 1929 í nóvember nánar tiltekið, hengdi ungversk kona að nafni Júlia Fazekas sig í fangaklefa. Júlia hafði farið fyrir hópi kvenna í þorpinu Nagyrév í Ungverjalandi, Englasmiðunum í Nagyrév, sem fyrirkom hátt í 50 karlmönnum á árunum 1914–1929. Konurnar leituðu ekki langt yfir skammt því karlmennirnir sem um ræddi voru annaðhvort eiginmenn þeirra, feður eða bræður. Konurnar notuðu arsenik til morðanna. leiguliði hafi misst þrjár eigin­ konur sínar, eina af annarri, í gegnum tíðina. Pyntingar og dauði Erfitt var að henda reiður á Daryu og grimmd hennar og hvað hugs­ anlega myndi trylla hana. Til að byrja með virtist henni nægja að kasta eldivið í þjónustustúlkurn­ ar og ástæðan var kannski sú að hún var óánægð með hvernig þær sinntu vinnu sinni, við þrif eða annað. Síðan færðist vonska Daryu upp á annað stig og hún greip til svip­ unnar og pyntaði stúlkur og konur til dauða. Virtist hún fá mikla ánægju út úr því að beita taumlausu líkam­ legu ofbeldi. Vissulega bárust yfirvöldum fréttir af tíðum dauðsföll­ um á setri Daryu og leiguliðar lögðu fram kvartanir. Það eina sem þeir sem kvörtuðu höfðu upp úr krafsinu var refsing þeim sjálfum til handa, enda var greifynj­ an vel tengd vald­ höfum. Katrín mikla grípur í taumana Sumarið 1762 flúðu tveir leigu­ liðar, Sakhvely Martynov og Ermolay Ilyin, og komust til St. Pétursborgar. Ermolay Ilyin var einmitt sá leig­ uliði sem misst hafði þrjár eigin­ konur vegna grimmdar Daryu, eins og drepið er á framar í grein­ inni. Þeim tókst að koma umkvört­ unum sínum á framfæri við Katrínu II keisaraynju, gjarna nefnd Katrín mikla, sem skoraðist ekki undan því að láta rannsaka málið. Þetta sama ár var Darya Saltykova handtekin og var í haldi í um sex ára skeið á meðan yfir­ völd fóru í saumana á því sem hafði gengið á á setri hennar. Engin iðrun Rannsóknin var þungur róður fyrir þá sem sáu um hana því leigul iðar Daryu voru of hræddir til að tjá sig, en rannsakendur gáfust ekki upp. Strax var talið ljóst að Dar­ ya var ekki veik á geði, en hún iðr­ aðist ekki gjörða sinna og jafnvel prestur einn sem átti að fá hana til að játa á sig glæpina fékk ekki orð upp úr henni. Á öllu fasi Daryu var ljóst að hún var þess fullviss að henni yrði ekki refsað. Þegar upp var staðið var Darya ákærð fyrir morð á að­ eins 38 konum og stúlkum. Reyndar var það niðurstaða rannsakenda að Darya hefði á sex til sjö ára tímabili myrt með hin­ um ýmsu aðferðum 139 manns, þar af þrjá karlmenn. Yngstu fórn­ arlömbin voru 10–12 ára stúlkur. Alræmt klaustur Réttarhöldin yfir Daryu voru opin enda vildi Katrín mikla undir­ strika að lög og réttur voru henni mikilvæg. Þegar upp var staðið var Darya sakfelld fyrir 38 morð þrátt fyrir að víst væri að þau hefðu ver­ ið 100 fleiri. Katrínu miklu var þó vandi á höndum því dauðarefsing hafði verið afnumin í landinu 1754 og hún, sem nýbúin var að taka við stjórnartaumunum, þarfnaðist stuðnings aðalsins. Niðurstaðan var að Darya Saltykova fékk lífs­ tíðardóm sem hún skyldi afplána í Ivanovsky­klaustrinu í Moskvu, sem reyndar var alræmt enda oft notað sem prísund fyrir konur úr aðalstétt, sem höfðu vakið athygli leyniþjónustunnar fyrir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða glæpi. Voru þær þá sendar í klaustr­ ið undir því yfirskini að þær væru geðsjúkar. Naut klaustrið góðs af þessu hlutverki enda létu ættingjar umræddra kvenna ríkulegar gjafir renna til þess fyrir vikið. Eilíft myrkur Í kjölfar dómsuppkvaðningar var greifynjan færð út á Rauða torg þar sem hún var hýdd og hánuð. Um háls hennar hékk skilti sem á stóð: Þessi kona hefur pyntað og myrt. Síðan var farið með Daryu í klaustrið og dvölin þar var enginn dans á rósum. Henni var úthlut­ uð gluggalaus dýflyssa í iðrum klaustursins og var hennar gætt allan sólarhringinn. Henni var færður matur og fékk að njóta tíru frá logandi kerti á meðan hún mataðist en að máltíð lokinni tók myrkrið við á ný. Í dómnum var einnig tekið fram að heimilt væri að færa hana úr dýflissunni þannig að hún gæti hlýtt á messu, en þó þannig að hún stigi ekki fæti inn í kirkjuna. Þannig liðu nú ellefu ár. 33 ára einangrun Árið 1779 var Darya Saltykova flutt í eina af byggingum klaustursins og höfðu nýju híbýlin glugga. En Darya var þegar þarna var komið sögu heillum horfin. Hún hrækti á fólk sem gekk fram hjá gluggan­ um, jós það fúkyrðum og otaði að því priki. Darya dó í klefa sínum 27. nóv­ ember, 1801, 71 árs að aldri og hafði þá verið í einangrun í 33 ár. n „Leiguliðar Daryu fóru nú margir hverjir að finna fyrir reiði hennar og sér- staklega konur. Því yngri sem kon- urnar voru þeim mun meira hataði greifynjan þær. Ivanovski-klaustrið Dyflissa í klaustrinu var prísund Daryu. Svipan á lofti Konum og stúlkum úr röðum leiguliða Daryu varð ekki öllum lífs auðið. Í prísund Teikning af Daryu Saltykova í dýflissunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.