Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 9
22. júní 2018 FRÉTTIR 9 Gylfaflöt 6 - 8 LOKUM 20. JÚLÍ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR 14. ÁGÚST AÐ GYLFAFLÖT 6-8 VEGNA FLUTNINGAhann var nýbúinn að segja við móð-ur sína að hann væri svo spenntur og hlakkaði svo til að sýna okkur það að hann gæti orðið edrú.“ Kristján bjó hjá móður sinni og systkinum í Grafarholtinu fram á vorið en þá stefndi fjölskyldan á að flytja búferlum austur á Stöðv- arfjörð. Hann ákvað þá að flytja að heiman og fékk herbergi á leigu í Hafnarfirði. Fjölskyldan tæmdi íbúðina og Kristján flutti inn í her- bergið þriðjudaginn 5. júní, sama dag og hann fékk þær fréttir að ekki væri pláss fyrir hann í með- ferðinni á Teig. Dagbjört segir: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í her- berginu á laugardeginum.“ Dánarorsök Kristjáns er ekki enn kunn þar sem krufning ligg- ur ekki fyrir en samkvæmt lækn- um eru taldar mestar líkur á að ofneysla einhverra efna hafi dreg- ið hann til dauða. Alltaf með bestu einkunnirnar Kristján hafði allt til brunns að bera til að eiga gott og gæfuríkt líf. Hann átti fjölskyldu sem studdi hann, hann var afburðanemandi í skóla og vinsæll meðal allra sem kynntust honum. Dagbjört segir: „Hann þurfti ekkert að hafa fyrir því að læra. Sem dæmi þá sleppti hann áttunda bekknum. Þá vorum við búin að ræða mikið saman um þetta því hann var van- ur því að vera langhæstur í bekkn- um. Ég sagði við hann að nú gæti sú staða komið upp að hann yrði ekkert endilega hæstur í bekknum en hann gerði sér lítið fyrir og varð samt langhæstur þó hann hefði sleppt heilu ári.“ Á unglingsárum Kristjáns bjó fjölskyldan í Vogum og Krist- ján sótti Stóru-Vogaskóla. Árið 2005 var hann með hæstu með- aleinkunina í sjöunda bekk, 2006 í þeim níunda og árið 2007 var hann verðlaunaður fyrir bestan ár- angur í tíunda bekk, bæði heilt yfir og í íslensku og stærðfræði. Aðrir krakkar sóttust mikið eftir því að vera með honum en Krist- ján greindist snemma með félags- fælni og var tregur til að vera inn- an um fólk. Andrea segir: „Öllum sem kynntust honum líkaði vel við hann strax við fyrstu kynni. Ég þekki ekki neinn sem var illa við hann. Krakkarnir vildu vera vinir hans og voru alltaf að reyna að hafa samband og reyna að fá hann með en hann vildi alltaf vera heima. Það eru mörg ár síðan hann lokaði sig frá umheiminum, hann hitti aldrei neina fyrir utan fjölskylduna og var meira að segja hættur að mæta í fjölskylduboð.“ Kristján sótti einn vetur í Menntaskólanum í Hamrahlíð og nokkrar annir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en flosnaði þá upp úr námi. Kerfið greip ekki inn í á nein- um tímapunkti og greindi að þarna var drengur í miklum erfiðleikum. Þá fór að bera á þunglyndi og mikl- um kvíða. Í eitt skipti leitaði Dag- björt með hann til geðlæknis en lítið kom út úr þeirri heimsókn. Kristján lokaði sig af í herberginu sínu, hlust- aði á tónlist og las mikið á netinu. Duglegur í vinnu og komst aldrei í kast við lögin Um sautján ára aldur fór Kristján að nota fíkniefni til þess að deyfa sársaukann, fyrst kannabis og önnur vægari efni. Dagbjört segir: „Hann var svo klár að hann var búinn að komast að því að maga- lyf sem hann þurfti að taka, Imm- odium, var hægt að misnota. Það er hægt að kaupa einn pakka í lausa- sölu, stundum eru afgreiddir tveir. Þegar hann talar fyrst um þetta við lækna þá trúðu þeir honum ekki því hann var sautján ára. Það er mor- fínskylt efni í þessu og ef þú tekur nógu mikið þá kemstu í vímu.“ Eftir að Kristján hætti í skólan- um fór hann að vinna og starfaði lengi hjá Dominos í lagerstörfum. Hann var duglegur í vinnu og yf- irmenn hans voru ánægðir með hann. Honum var treyst fyrir stöðu lagerstjóra í afleysingum. En reglulega, um það bil einu sinni á ári, kom það fyrir að Kristján gat ekki unnið vegna þunglyndis sem leiddi til fíkni- efnaneyslu. Aldrei komst hann í kast við lögin og aldrei var hann handtekinn. Andrea segir: „Þó hann væri í neyslu þá var hann ekki að fara af heimilinu. Það var ekkert djamm á honum eða neitt svoleiðis.“ Með hverju árinu sökk Krist- ján dýpra og dýpra í þunglyndi án þess að fá faglega aðstoð. Und- ir lok ársins 2017 var hann kom- inn í harða fíkniefnaneyslu lyfseð- ilsskyldra lyfja á borð við Xanax og Oxycontin. Um tíma í vor náði hann að hætta neyslunni en neyslan var aðeins aukaafurð. Til að sigr- ast á henni þurfti hann að vinna bug á sínum andlegu veikindum sem voru orsökin og þá brást kerfið honum. Dagbjört segir: „Í raun finnst okkur viðmót starfsfólksins ekki vera aðfinnslu- vert, nema í þetta eina skipti. Það voru skrýtin svör hjá fagaðila. Það þarf að gera meira í þessum málum því við erum að missa fleiri og fleiri. Það virðast ekki vera til úrræði fyr- ir þetta fólk. Það þarf að vera hægt að grípa fólk sem lendir í andlegri krísu áður en það fer að reyna að lækna sig sjálft með því að reykja gras og prófa hin og þessi efni til þess að deyfa sársaukann.“ n Hægt er að leyta sér aðstoðar í Hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 allan sólarhringinn. LÉST EFTIR LANGA BARÁTTU VIÐ ÞUNGLYNDI OG KVÍÐA n Kerfið brást afburðanemandanum Kristjáni n Var ári á undan í skóla vegna námshæfileika sinna → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS „Þó hann væri í neyslu þá var hann ekki að fara af heimilinu. Það var ekkert djamm á honum eða neitt svoleiðis. Yfirburðarnemandi Tekur við verðlaunum í 10. bekk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.