Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 15
22. júní 2018 FÓKUS 15 Matur og menning í Granda Mathöll LAX – eins og fiskur og flugvöllur Sindri Freyr Mooney var á „skítafloti“ (kokkamál) þegar við mættum að básnum hjá LAX en gaf sér samt smá tíma til að pósa fyrir okkur ásamt Agnesi Freyju Björns- dóttur servitrísu. LAX er svalur stað- ur, aðallega af þeirri ástæðu að þar er hægt að fá prosecco glas af krana fyrir aðeins 890 krónur. Þetta er sannar- lega nýlunda hér á landi sem reikna má með að slái temmilega í gegn enda hefur neysla á prosecco færst gríðarlega í aukana hjá vestrænu millistéttinni síðustu misserin. Svo mikið að sumir vilja meina að nú sé „sjampóið“ úti en prosecco inni. GO/Cuon Víetnam Karen Lien Thinguyen rekur víetnamska staðinn Go/Cuon og býður upp á mat frá heimalandinu. Gastro Truck – ekki flókið Gylfi Bergmann forðast að flækja málin. Á Gastro Truck er aðeins boðið upp á einn rétt. Afbragðs kjúklingaborgara með tilheyrandi kryddum og hrásalati. Þessum rétti er varla hægt að lýsa. Fólk verður bara að prófa sjálft, – og ef þú kannt ekki að meta kjúlla þá er reyndar hægt að fá grænmetisútgáfu af kjamsinu. Rabarbarinn – líka á Hlemmi Sigrún Hauksdóttir og Sóley Lúðvíksdóttir standa vakt- ina á Rabarbarnum en sá staður er einnig með útibú á Hlemmi. Þar fæst lífrænt ræktað grænmeti, gómsætar súpur og sitthvað fleira fyrir heilsuboltana. Fjárhúsin – fjáránlega djúsí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.