Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 16
16 SPORT 22. júní 2018 HVERSDAGSLEIKINN Á SKILIÐ ÓTRÚLEGAN SÍMA DUAL 12 MP MYNDAVÉL NOKIA 8 SIROCCO N ígeríumenn eru næsti andstæðingar Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn fer fram í borginni Volgograd. Verk- efnið er erfitt, íslenska liðið þarf ekki aðeins að takast á við efni- lega leikmenn Nígeríu, hitinn er gríðarlegur og moskítóflugur taldar líklegar til að leggja til at- lögu við strákana okkar. Þá neyðist Heimir Hallgrímsson landsliðs- þjálfari til að gera breytingu á liðinu sem hélt aftur af stórstjörn- um Argentínu en kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verð- ur ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla. Jóhann er sá íslenski leikmaður sem stóð sig best á erlendri grundu í vetur og erfitt verður að fylla skarð hans. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við fjarveru Jóhanns og sitt sýnist hverjum. DV setti sig í samband við nokkra fyrrverandi lands- liðsþjálfara sem höfðu misjafn- ar skoðanir á því hvernig Heimir ætti að bregðast við. Ásgeir Sigurvinsson Ásgeir Sigurvinsson stjórnaði ís- lenska landsliðinu á árunum 2003 til 2005. Hann telur ekki þörf á því að breyta um leikaðferð og vill sjá Rúrik Gíslason koma inn í stöðu Jóhanns. „Hann er góður leik- maður sem hefur sýnt það þegar hann hefur fengið tækifæri. Hann getur sótt hratt og farið framhjá mönnum. Það er kannski ekki sama vinnsla og dugnaður í hon- um en ég hef fulla trúa á honum,“ segir Ásgeir. Logi Ólafsson Logi Ólafsson hefur starfað að þjálfun nær sleitulaust frá árinu 1987. Hann hefur tvisvar sinn- um stýrt íslenska landsliðinu og hefur sterkar skoðanir á liðinu. Hann treystir Heimi fullkom- lega fyrir því að velja rétta liðið en vill helst sjá Ara Frey Skúlason koma inn í liðið fyrir Jóhann. „Ég vil alls ekki breyta liðinu of mik- ið og myndi vilja sjá Ara fá séns- inn. Það eru svo margar stelpur orðnar hrifnar af Rúrik að ég held að hann geti vel við unað,“ segir Logi. Guðjón Þórðarson Guðjón Þórðarson stýrði íslenska landsliðinu með góðum árangri frá 1997 til loka árs 1999. Guð- jón segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað og telur öruggast að setja Rúrik inn í stað Jóhanns. „Við verðum að átta okkur að því að Nígería þarf að vinna leikinn og þá getur verið gott að vera þéttir og gera litlar breytingar. Við getum þá frekar breytt og bætt við sóknarmanni ef leik- urinn þróast þannig,“ segir Guð- jón. Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson, núverandi þjálfari Íslandsmeistara Vals stýrði liði Íslands áður en Lars Lagerbäck tók við því árið 2011. Hann tekur í sama streng og Guðjón og vill sjá Rúrik koma inn í liðið fyrir Jóhann Berg. „Ég held að Gylfi muni ósjálfrátt fara að- eins ofar á völlinn en ég held að liðið muni spila þétt eins og gegn Argentínu. Þetta lið er að standa sig frábærlega og ég hef fulla trúa á því að þeir fari upp úr þessum riðli. Við vinnum þennan leik með einu marki,“ sagði Ólafur. n Fyrrverandi landsliðsþjálfarar spá í spilin og stilla upp byrjunarliði n Ásgeir, Logi, Guðjón og Óli Jó gefa Heimi ráð n Við vinnum leikinn með einu marki Byrjunarlið þjálfaranna MARK Hannes Þór Halldórsson VÖRN Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon MIÐJA Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason. Ásgeir, Guðjón og Ólafur vilja sjá Rúrik Gíslason en Logi velur Ara Frey Skúlason SÓKN Alfreð Finnbogason Óðinn Svan Óðinsson odinn@dv.is „Það eru svo margar stelpur orðnar hrifnar af Rúrik að ég held að hann geti vel við unað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.