Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
22. júní 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Hræðsla við Sósíalista
Það er fast skotið hjá Vinstri
grænum og Samfylkingu í átt
að Sósíalistum þessa dag-
ana. Það mátti greinilega finna
í taugaveikluðum skotum
fulltrúa flokkanna að Sönnu
Magdalenu Mörtudóttur, borg-
arfulltrúa Sósíalista, á borgar-
stjórnarfundi í vikunni fyrir að
fara í samstarf með Sjálfstæðis-
flokknum við skipun í nefndir.
Talar Guðmundur Andri Thorsson,
þingmaður Samfylkingarinn-
ar, um „svonefnda sósíalista“
vegna samstarfsins um að
raða niður í nefndir. Það mætti
halda að hvorki VG né Sam-
fylkingin hafi setið í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum.
Leki og lygar
Það varð nokkrum sinnum
uppi fótur og fit á þessum
sögulega borgarstjórnarfundi í
vikunni. Fulltrúar meirihlutans
neituðu að kalla minnihlutann
„stjórnarandstöðu“ líkt og Ey-
þór Arnalds, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins, bað um. Svo kom
upp leki í stjórnsýslu Ráð-
hússins, stjórnarandstaðan
hafði látið skrifstofu borgar-
stjórnar fá listann yfir fulltrúa
sína í nefndir og listinn rataði
til Lífar og Dags. Líf reyndi að
ljúga því að hún hefði heyrt
þetta á göngum Ráðhússins
á meðan Dagur talaði um að
þetta væru opinber gögn. Það
skyldi þó aldrei vera að skrif-
stofan, sem er gegnsýrð af
stuðningsfólki meirihlutans
og samstarfsfólki Dags og Líf-
ar í áraraðir, hafi látið þau vita
hverja minnihlutinn ætlaði að
tilnefna í nefndirnar?
Stendur ykkur á sama?
Í
DV í dag er rakin saga Kristjáns
Steinþórssonar, ungs manns
sem barðist við þunglyndi og
önnur andleg vandamál frá
æsku. Kristján var afburðanem-
andi og vinsæll meðal skólafélag-
anna en hvergi í skólakerfinu var
gripið inn í þegar hann smátt og
smátt sökk dýpra í þunglyndi og
fíkniefnaneyslu sem afleiðingu af
því. Hann flosnaði upp úr námi og
datt út úr kerfinu. Þegar hann leit-
aði á náðir kerfisins aftur nokkrum
árum síðar kom hann að lokuð-
um dyrum, mætti sinnuleysi og
skætingi. Það var ekki pláss fyr-
ir hann. Afleiðingin var sú að við
misstum bráðgáfaðan dreng þann
9. júní, algerlega að óþörfu.
Hver sem er getur lent í svarta
hundinum svokallaða sem tek-
ur fleiri og fleiri líf á hverju ári. Ef
velferðarkerfið bregst ekki við á
fullnægjandi hátt leitar fólk í það
að „lækna sig sjálft“, deyfa sárs-
aukann með fíkniefnum sem nóg
framboð er af. Sérstaklega hinu
svokallaða læknadópi, lyfseðils-
skyldum ópíóðum og öðrum mjög
vandmeðförnum lyfjum.
Saga Kristjáns er ekki einstök,
hún er dæmigerð. Við þekkjum öll
einhvern sem berst við andleg veik-
indi og sorglega margir þekkja ein-
hvern sem hefur tekið eigið líf. Sjálf-
ur á ég þrjá vini sem glímt hafa við
þunglyndi, allir hafa þeir haft sjálfs-
vígshugsanir og tveir þeirra reynt
að ganga alla leið. Þetta er svo við-
kvæmt og það þarf svo lítið til að
missa þetta verðmæta fólk. Einn
slæmur niðurtúr, einar vondar frétt-
ir, ein höfnun frá kerfinu og þetta er
búið. Þess vegna verða þessi mál að
vera hundrað prósent í lagi.
Þetta er ekki dulið vandamál,
allir vita að geðheilbrigðismál eru
í ólagi á Íslandi og þunginn í um-
ræðunni hefur verið mikill í meira
en tvö ár. Stjórnvöld lofa öllu fögru
og alls konar hópar, nefndir og
ráð hafa verið skipuð. Árið 2016
setti Kristján Þór Júlíusson, þáver-
andi heilbrigðisráðherra, af stað
aðgerðaráætlun í geðheilbrigðis-
málum. Sama var uppi á teningn-
um ári síðar hjá Óttari Proppé,
arftaka Kristjáns. Gera átti skurk í
þessum málum en engu að síður
gekk illa að veita auknu fjármagni
í málaflokkinn. Þetta sumar, 2017,
tóku fimm ungir menn í íslensku
rokksenunni eigið líf og tveir menn
sviptu sig lífi inni á geðdeild.
Það sama virðist ætla að vera
uppi á teningnum núna. Nýr heil-
brigðisráðherra, Svandís Svav-
arsdóttir, er tekin við og „geðheil-
brigðisáætlun hrint í framkvæmd“.
Kunnuglegt stef en ekkert virðist
breytast. Biðlistarnir eru ennþá
til staðar, bráðamóttaka geðsviðs
er ennþá aðeins opin í sjö tíma á
sólarhring, enn er mikill skortur á
sálfræðingum víðs vegar í kerfinu
og enn byrjar sumarið á því að við
missum unga fólkið okkar.
Ráðamenn verða að skilja að
þetta er neyðarástand og það þýð-
ir ekki að bregðast við þessu með
orðunum einum saman. Það á
enginn sem er í lífshættu að koma
að lokuðum dyrum og það er vel
hægt að bregðast við þessu. En það
verður að vera pólitískur vilji til að
það gangi eftir. Því spyr ég Svandísi
Svavarsdóttur og alla ríkisstjórn Ís-
lands: Stendur ykkur á sama? n
„Einn slæm-
ur niður-
túr, einar vondar
fréttir, ein höfn-
un frá kerfinu og
þetta er búið.
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Spurning vikunnar Kemst Ísland upp úr riðlinum?
„Ég held að þeir komist í sextán liða, þetta verður erfitt
en þeir spila vel saman sem heild.“
Íris Hildur Birgisdóttir
„Nei, ég held að það takist ekki. Það eru einfaldlega
betri lið þarna.“
Sigurjón Arnarson
„Ég held að maður verði bara að trúa því.“
Sigurborg Jónsdóttir
„Auðvitað, því við erum bestir.“
Eyþór Pálmason