Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 32
22. júní 2018KYNNINGARBLAÐNorðausturland
Íslenskt í
hávegum haft
Þú ert það sem þú borðar er leiðarljósið í okkar nálgun. Við leggjum áherslu á að gestirn-
ir viti hvaðan maturinn kemur og á
meðan okkur þykir gaman að taka á
móti gestum sem eru langt að komnir
þá viljum við gjarnan að maturinn
ferðist eins stutta leið og hægt er,“
segir Ólöf Hallgrímsdóttir, sem rekur
veitinga- og gistihúsið Vogafjós í Mý-
vatnssveit. Að auki er þar hefðbund-
inn búskapur, bæði eru kýr og kindur
á bænum.
Vogafjós tekur um 75 matargesti
í sæti og um 15 í viðbót í huggulegu
biðplássi þar sem hægt er að fá sér
drykk á meðan beðið er eftir borði.
Meðal veitinga eru reyktur silung-
ur, hangikjöt, heimagerðir ostar og
kjöt frá Vogabúinu sjálfu. Einnig er
heimabakað brauð og kökur í miklu
úrvali, meðal annars hverabrauð eða
„Geysir bread“ eins og það er kynnt
fyrir erlendum gestum.
„Við erum aðilar að samtökunum
Beint frá býli og tökum einnig þátt í
verkefninu „Þjóðlegir réttir á okkar
veg“ sem Matarauður Íslands stend-
ur fyrir. Út úr þeirri hugmyndavinnu
kom meðal annars rétturinn „Creme
Brulé brauðsúpa“ sem verður fljót-
lega á boðstólum í Vogafjósi. Hráefni
í hana er hverabrauð sem við bök-
um hérna í „neðanjarðarbakaríinu“
okkar, eins og við köllum það,“ segir
Ólöf og undirstrikar að í Vogafjósi sé
íslenskt í hávegum haft. Við reyn-
um eftir því sem hægt er að bjóða
upp á íslenskar, svæðisbundnar og
heimagerðar afurðir. Við leggjum t.d.
mikið á okkur til að verða okkur úti um
ferskt, íslenskt grænmeti yfir vetrartí-
mann. Yfir sumartímann er hægt um
vik að fá úrvalsgott salat, tómata og
gúrkur frá næsta grænmetisbónda
í nágrenninu en yfir vetrartímann,
þegar minna úrval er hér fyrir norð-
an, þá sækjum við það til sunnlensku
gróðurstöðvanna.“
Upplifun við Mývatn
„Þetta er ekki bara veitingastaður
sem býður upp á góðan mat úr úr-
valshráefni heldur viljum við líka veita
gestum okkar upplifun,“ segir Ólöf og
vísar til þess að Vogafjósið er fjós,
eins og nafnið gefur til kynna; hinum
megin við gluggann í veitingasalnum
er eiginlegt fjós þar sem kýr eru á bás
og kálfar til að klappa. Hægt er að fá
að fylgjast með mjöltum og smakka
volga kúamjólk á mjaltatíma. „Við
búum til osta úr okkar mjólk sem við
notum með nánast öllum réttum á
matseðli,“ segir Ólöf.
Frá veitingasalnum er einnig frá-
bært útsýni yfir Mývatn og suður yfir
fjöllin.
Gisting við Mývatn er mikil upp-
lifun. Gist er í tveimur bjálkahúsum
og einu timburhúsi sem staðsett
eru í hrauninu skammt frá veitinga-
staðnum. Herbergin eru rúmgóð og
hægt að velja á milli 2ja, 3ja og 4ja
manna herbergja sem öll eru með
sérbaðherbergjum. Morgunverður er
innifalinn og framreiddur á veitinga-
staðnum í Vogafjósi. Herbergin eru
fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið
er að gestum líði vel og geti slappað
af eftir langan dag. „Við reynum að
vanda til verka í því sem við tökum
okkur fyrir hendur og
teljum að það sé hluti
af því að vera meðlimir
í VAKANUM, sem er
umhverfis- og gæða-
kerfi ferðaþjónustunnar
á Íslandi,“ segir Ólöf að
lokum.
Nánari upplýs-
ingar um gistingu
veitir gestamóttakan
í Vogafjósi í síma 464
3800 eða í gegnum
netfangið vogafjos@
vogafjos.is.
Sjá nánar á vefsíð-
unni vogafjos.is og
Facebook-síðunni
Vogafjós.
VOGAFJÓS VIÐ MÝVATN: