Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Side 33
22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Norðausturland
SÍREKSSTAÐIR:
Sveitagisting, heillandi gönguleiðir
og hversdagsmatur í sparibúningi
Síreksstaðir er sveitabýli í ríflega 20
km fjarlægð frá Vopnafirði. Þar er
dýrlegt útsýni yfir tún, fjöll og dali og
heillandi gönguleiðir í nágrenninu,
meðal annars út á Langanes. Svo
heppilega vill til að á Síreksstöð-
um er rekið myndarlegt gistiheimili
og veitingastaður sem býður upp
á prýðilegan mat úr fersku úrvals
hráefni. Því er gott að dvelja á Sí-
reksstöðum, hvort sem er eina bjarta
kvöldstund að sumri eða í lengri tíma
og njóta fegurðar og lystisemda
sveitarinnar. Opinn landbúnaður er
á Síreksstöðum og býðst gestum
að kíkja við í fjárhúsin á vorin þegar
sauðburður stendur yfir og einnig
á haustin þegar á smalamennsku
stendur – þá getur verið mikið fjör.
Veitingastaðurinn á Síreksstöðum
er opinn frá byrjun júní og út sept-
ember frá kl. 18 til 21. „Við leggjum
mikla áherslu á okkar eigið lambakjöt
frá sauðfjárbúinu okkar á staðnum.
En almennt er það stefna okkar að
bjóða eingöngu upp á nýtt og ferskt
hráefni. Við ræktum mikið okkar eigið
grænmeti, fáum silung veiddan úr
Nykurvatni uppi á Bustarfelli og þorsk
kaupum við af trillukörlum á Vopna-
firði. Matargerð okkar má gjarnan
kalla heimilismat í sparibúningi því við
bjóðum upp á hefðbundinn heim-
ilismat sem við gerum fínan,“ segir
Karen Hlín Halldórsdóttir, ábúandi og
rekstraraðili á Síreksstöðum. Vín-
veitingaleyfi er á veitingastaðnum og
boðið upp á léttvín, bjór og nokkrar
tegundir af sterku áfengi.
„Við getum boðið upp á akstur
fyrir 4-5 í lengri ferðir, hvort sem er
fyrir okkar gesti eða aðra sem eiga
leið um, en það þarf
að panta með smá
fyrirvara svo allt
gangi upp. Einnig
eru margar fal-
legar gönguleiðir
í kringum okkur,
bæði í nánasta
umhverfi og
annars staðar í
Vopnafirði sem við
getum einnig leiðsagt
okkar gestum um ef þess
er óskað.“
Gott er fyrir þá sem hafa áhuga
á að gista á Síreksstöðum í sumar
að panta gistingu fljótlega því alltaf
eru að tínast inn bókanir en nokkur
pláss eru laus. Annars vegar eru á
staðnum tvö lítil sumarhús sem rúma
ágætlega 4-5 manneskjur hvort um
sig. Heitur pottur er fyrir
utan annað sumarhúsið.
Hins vegar er á staðn-
um gistiheimili fyrir 15
manns með alls sjö
herbergjum og sam-
eiginlegri salernis- og
baðaðstöðu.
„Veiðimenn eru líka
velkomnir þar sem við
erum nálægt hreindýra-
og gæsaslóðum, því eru
Síreksstaðir mjög vel staðsett-
ir fyrir þá,“ segir Karen.
Gistingu er hægt að panta á vefsíð-
unni sireksstadir.is eða með skilaboð-
um á Facebook-síðunni Farm holiday
Síreksstaðir. Einnig má hafa samband
í síma 869 7461 eða með tölvupósti á
netfangið sirek@simnet.is.