Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Blaðsíða 33
 22. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Norðausturland SÍREKSSTAÐIR: Sveitagisting, heillandi gönguleiðir og hversdagsmatur í sparibúningi Síreksstaðir er sveitabýli í ríflega 20 km fjarlægð frá Vopnafirði. Þar er dýrlegt útsýni yfir tún, fjöll og dali og heillandi gönguleiðir í nágrenninu, meðal annars út á Langanes. Svo heppilega vill til að á Síreksstöð- um er rekið myndarlegt gistiheimili og veitingastaður sem býður upp á prýðilegan mat úr fersku úrvals hráefni. Því er gott að dvelja á Sí- reksstöðum, hvort sem er eina bjarta kvöldstund að sumri eða í lengri tíma og njóta fegurðar og lystisemda sveitarinnar. Opinn landbúnaður er á Síreksstöðum og býðst gestum að kíkja við í fjárhúsin á vorin þegar sauðburður stendur yfir og einnig á haustin þegar á smalamennsku stendur – þá getur verið mikið fjör. Veitingastaðurinn á Síreksstöðum er opinn frá byrjun júní og út sept- ember frá kl. 18 til 21. „Við leggjum mikla áherslu á okkar eigið lambakjöt frá sauðfjárbúinu okkar á staðnum. En almennt er það stefna okkar að bjóða eingöngu upp á nýtt og ferskt hráefni. Við ræktum mikið okkar eigið grænmeti, fáum silung veiddan úr Nykurvatni uppi á Bustarfelli og þorsk kaupum við af trillukörlum á Vopna- firði. Matargerð okkar má gjarnan kalla heimilismat í sparibúningi því við bjóðum upp á hefðbundinn heim- ilismat sem við gerum fínan,“ segir Karen Hlín Halldórsdóttir, ábúandi og rekstraraðili á Síreksstöðum. Vín- veitingaleyfi er á veitingastaðnum og boðið upp á léttvín, bjór og nokkrar tegundir af sterku áfengi. „Við getum boðið upp á akstur fyrir 4-5 í lengri ferðir, hvort sem er fyrir okkar gesti eða aðra sem eiga leið um, en það þarf að panta með smá fyrirvara svo allt gangi upp. Einnig eru margar fal- legar gönguleiðir í kringum okkur, bæði í nánasta umhverfi og annars staðar í Vopnafirði sem við getum einnig leiðsagt okkar gestum um ef þess er óskað.“ Gott er fyrir þá sem hafa áhuga á að gista á Síreksstöðum í sumar að panta gistingu fljótlega því alltaf eru að tínast inn bókanir en nokkur pláss eru laus. Annars vegar eru á staðnum tvö lítil sumarhús sem rúma ágætlega 4-5 manneskjur hvort um sig. Heitur pottur er fyrir utan annað sumarhúsið. Hins vegar er á staðn- um gistiheimili fyrir 15 manns með alls sjö herbergjum og sam- eiginlegri salernis- og baðaðstöðu. „Veiðimenn eru líka velkomnir þar sem við erum nálægt hreindýra- og gæsaslóðum, því eru Síreksstaðir mjög vel staðsett- ir fyrir þá,“ segir Karen. Gistingu er hægt að panta á vefsíð- unni sireksstadir.is eða með skilaboð- um á Facebook-síðunni Farm holiday Síreksstaðir. Einnig má hafa samband í síma 869 7461 eða með tölvupósti á netfangið sirek@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.