Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 48
48 SAKAMÁL 22. júní 2018 U ng og óhamingjusöm móðir stóð fyrir utan íbúðina. Hún hét Karoline Aagesen og var 24 ára. Hún hafði bankað margoft en ekki verið svarað. Hún hafði beðið í stigaganginum, ráfað um garðinn og beðið. Hún þurfti að ná sambandi við Dagmar Overbye, konuna sem hafði tekið litlu stúlk- una hennar í fóstur þremur dög- um áður. En Karoline sá eftir að hafa gefið stúlkuna frá sér og vildi nú fá hana aftur. Karoline grun- aði ekki að hún hafði gefið afkasta- mesta raðmorðingja Danmerkur litlu dóttur sína, konu sem myrti tugi smábarna. En Dagmar svaraði ekki. Karoline sneri sér til lögreglunn- ar og reyndi að fá aðstoð henn- ar en án árangurs. Þetta var árið 1920. Það var svo um fjögurleytið sem karlmaður opnaði dyrnar að íbúð Dagmar og hleypti henni inn. Í tveggja herbergja íbúðinni sat Dagmar við matarborðið en litla stúlkan var hvergi sjáanleg. Karoline var taugaóstyrk. Systir hennar hafði reynt að heimsækja litlu stúlkuna síðustu daga til að fullvissa sig um að hún hefði það gott en það hafði ekki tekist því í hvert sinn hafði Dagmar kom- ið með einhverja afsökun fyrir að hún gæti ekki séð stúlkuna. Dagmar sat þarna við matar- borðið og ekkert barn var sjáan- legt, engin ummerki um barn. Hún sagði Karoline að daginn sem hún tók við stúlkunni hefði hún gefið ókunnugri konu hana en þá konu sagðist hún hafa hitt á Istegade. Karoline trúði þessu ekki og hafði samband við lögregluna. Í ofni Dagmar fundu lögreglumenn leifar af beinum dóttur Karoline. Þar með var málið um afkasta- mesta raðmorðingja Danmerk- ur farið af stað þótt engan renndi í grun að hún hefði tugi morða á samviskunni. Þegar réttað var yfir henni ját- aði hún að hafa myrt rúmlega 20 börn, sem hún hafði tekið að sér, á árunum 1912 til 1920. Hún var sakfelld fyrir átta morð og að hafa borið eitt barn út en ekki þóttu nægilega sterkar sannanir í hinum málunum. Málið vakti að vonum mikla athygli í Danmörku enda eins- dæmi og er það enn. Enginn af- kastameiri raðmorðingi hefur komið fram á sjónarsviðið þar í landi síðan. Af hverju komst ekki fyrr upp um hana? En hvernig gátu tugir lítilla barna bara horfið án þess að nokkur tæki eftir því? Þessarar spurningar var einnig spurt 1920 þegar upp komst um málið. Allir helstu fjölmiðl- ar Danmerkur fjölluðu um það og málið vakti að vonum mikinn óhug meðal almennings og mikl- ar umræður. Á árunum 1911 til 1921 fjölg- aði Dönum úr 2,7 milljónum í 3,3 milljónir. Þetta var mikil fjölgun á skömmum tíma og hafði hún ýmis vandamál í för með sér. Til dæm- is var skráningu nýbura ábótavant og fæðingarvottorð voru ekki gef- in út fyrr en börn voru skírð. Börn sem fæddust utan hjónabands voru í slæmri stöðu þar sem það var ekki talið sæmandi að eign- ast barn utan hjónabands. Mæð- ur þeirra áttu ekki rétt á félagslegri aðstoð og því urðu margar ungar, einstæðar mæður að auglýsa eftir fósturmæðrum í smáauglýsingum í dagblöðum. Það var einmitt í gegnum slík- ar auglýsingar sem Dagmar komst í samband við mæðurnar sem létu hana fá börn sín. Dagmar auglýsti einnig sjálf eftir börnum. Hún fékk greiddar 400 krónur með hverju barni en það var mikil upphæð á þessum tíma, svaraði til árslauna konu í hennar sporum. Karoline Aagesen hafði sett aug- lýsingu í Aftenposten þar sem hún auglýsti eftir foreldrum sem vildu taka þriggja vikna dóttur hennar að sér en hún hafði eignast hana utan hjónabands og gat ekki ann- ast hana sjálf. Dagmar svaraði aug- lýsingunni og þær sömdu um að hún tæki dóttur Karoline að sér. Þegar Karoline afhenti henni litlu stúlkuna grunaði hana ekkert mis- jafnt, Dagmar virtist glöð yfir að fá Lækjarbrekka Bankastræti 2 101 RVK s. 551 4430 Alltaf sígild alltaf ljúf n Dagmar var hræðilegt illmenni sem sá ekki eftir neinu n Afkastamesti raðmorðingi Danmerkur hlaut dauðadóm fyrir voðaverk sín MYRTI TUGI SMÁBARNA Ofn Dagmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.