Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 54
54 22. júní 2018
Tímavélin Gamla auglýsinginDV 16. febrúar 1985
ERTU AÐ FARA Í FLUG?
ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT
OG DRYKK
Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601
F
ram að hausti ársins 1973
höfðu Grímseyingar þurft að
sækja vatn sitt í brunna eða
safna rigningarvatni. Marg-
sinnis hafði verið svo þurrt í eynni
að sækja þurfti vatnsbirgðir í land.
Um sumarið þetta ár kom tíu
manna hópur frá Dalvík til þess að
leggja vatnsveitu í eynni með átta-
tíu lesta geymi. Vatnið kom úr bor-
holum sem voru boraðar sjö árum
áður.
„Þetta er geysilegur munur fyr-
ir íbúa Grímseyjar, ekki síst eftir
þetta sumar, sem hefur verið ákaf-
lega þurrt,“ sagði Alfreð Jónsson,
oddviti í eynni, í samtali við Vísi
þann 27. október. „Á veturna frýs
stundum í brunnunum.“
Íbúar Grímseyjar voru 86 tals-
ins þegar vatnsveitan var lögð. Þeir
eru nú um 90 talsins og sveitarfé-
lagið var sameinað Akureyri árið
2009.
S
kemmtistaðir á Íslandi eru
dægurflugur. Þeir verða
sjóðheitir í stuttan tíma en
brenna svo út og aðrir taka
við. Það er ekki í eðli þeirra að vera
langlífir en sumir staðir öðlast
þó goðsagnakenndan sess í sögu
dægurmenningar, sérstaklega
ef það kviknar í þeim. Einhverra
hluta vegna virðast skemmtistað-
ir vera eldfimari byggingar en
flestar aðrar. Hér verður rakin saga
nokkurra staða, bæði víðfrægra og
annarra sem fuðruðu upp en lifa
áfram í minningu djammaranna.
Glaumbær
Aðfaranótt 5. desember árið 1971
kom eldur upp í veitingahúsinu og
skemmtistaðnum Glaumbæ við
Fríkirkjuveg 7, hús sem í dag hýsir
Listasafn Íslands.
Húsið var upprunalega reist
árið 1916 sem ístökuhús fyr-
ir Reykjavíkurtjörn en um miðja
öldina hafði Framsóknarflokk-
urinn þar aðstöðu. Árið 1959 voru
haldnir dansleikir í húsinu og
tveimur árum síðar stofnaði stór-
kaupmaðurinn Ragnar Þórðarson,
eða Ragnar í Markaðinum eins og
hann var kallaður, þrjá veitinga-
staði í húsinu og varð Glaumbær
sá þekktasti.
Ragnar seldi reksturinn um
miðjan sjöunda áratuginn en þá
var Glaumbær einn helsti tón-
leikastaður Reykjavíkur og öll ís-
lensku Bítlaböndin tróðu þar
reglulega upp.
Leigubílsstjóri frá Hreyfli
varð fyrst var við eld í húsinu um
fjögurleytið þessa desembernótt
árið 1971. Fyrstu slökkviliðs-
mennirnir sem komu að sáu eld-
tungur stíga út um glugga á efstu
hæð og var þá allt tiltækt lið kall-
að til, milli 50 og 60 manns. Notuð
var bæði froða og vatn og slökkvi-
starfið gekk hratt og vel en einn
slökkviliðsmaður slasaðist þegar
stútur á háþrýstislöngu slóst í and-
lit hans. Alls tók um 90 mínútur að
ráða niðurlögum eldsins.
Alelda var á efstu hæð hússins
og hún því gjörónýt og hinar
tvær hæðirnar mjög illa farnar af
vatns- og reykskemmdum. Eins
og áður segir var Glaumbær vin-
sæll tónleikastaður og hljómsveit-
irnar þar heimakærar. Hljóðfæri
tveggja hljómsveita, önnur þeirra
var Náttúra, voru geymd þar og
eyðilögðust í brunanum. Lög-
reglan hélt fólki frá brunastaðnum
en einum manni var hleypt í gegn,
Sigurði Rúnari Jónssyni eða Didda
fiðlu, úr hljómsveitinni Náttúru.
Hann mjög æstur í skapi sam-
kvæmt Þjóðviljanum enda miklir
fjármunir bundnir í hljóðfærun-
um.
Eldsupptök eru ókunn en stað-
urinn var mannlaus þegar eldur-
inn kom upp. Aðsókn var mikil á
staðinn og í október bárust frétt-
ir um að á dansleikjum væru mun
fleiri en staðurinn hefði leyfi fyrir.
Þá hafði eigandinn, Sigurbjörn Ei-
ríksson, nýlega endurnýjað samn-
ing við Framsóknarflokkinn sem
átti húsið. Sigurbjörn vildi endur-
byggja Glaumbæ eins og margir
innan Framsóknarflokksins, þar
á meðal Ólafur Ragnar Grímsson.
En nágrannar söfnuðu undirskrift-
um gegn því og var ákveðið að
húsið færi undir listasafnið.
Klúbburinn
Nafn Klúbbsins, sem staðsettur
var í Borgartúni 32, er iðulega
tengt við Guðmundar- og Geir-
SKEMMTISTAÐIRNIR SEM
Grímsey fær vatn
fuðruðu upp
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is