Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 54
54 22. júní 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginDV 16. febrúar 1985 ERTU AÐ FARA Í FLUG? ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT OG DRYKK Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601 F ram að hausti ársins 1973 höfðu Grímseyingar þurft að sækja vatn sitt í brunna eða safna rigningarvatni. Marg- sinnis hafði verið svo þurrt í eynni að sækja þurfti vatnsbirgðir í land. Um sumarið þetta ár kom tíu manna hópur frá Dalvík til þess að leggja vatnsveitu í eynni með átta- tíu lesta geymi. Vatnið kom úr bor- holum sem voru boraðar sjö árum áður. „Þetta er geysilegur munur fyr- ir íbúa Grímseyjar, ekki síst eftir þetta sumar, sem hefur verið ákaf- lega þurrt,“ sagði Alfreð Jónsson, oddviti í eynni, í samtali við Vísi þann 27. október. „Á veturna frýs stundum í brunnunum.“ Íbúar Grímseyjar voru 86 tals- ins þegar vatnsveitan var lögð. Þeir eru nú um 90 talsins og sveitarfé- lagið var sameinað Akureyri árið 2009. S kemmtistaðir á Íslandi eru dægurflugur. Þeir verða sjóðheitir í stuttan tíma en brenna svo út og aðrir taka við. Það er ekki í eðli þeirra að vera langlífir en sumir staðir öðlast þó goðsagnakenndan sess í sögu dægurmenningar, sérstaklega ef það kviknar í þeim. Einhverra hluta vegna virðast skemmtistað- ir vera eldfimari byggingar en flestar aðrar. Hér verður rakin saga nokkurra staða, bæði víðfrægra og annarra sem fuðruðu upp en lifa áfram í minningu djammaranna. Glaumbær Aðfaranótt 5. desember árið 1971 kom eldur upp í veitingahúsinu og skemmtistaðnum Glaumbæ við Fríkirkjuveg 7, hús sem í dag hýsir Listasafn Íslands. Húsið var upprunalega reist árið 1916 sem ístökuhús fyr- ir Reykjavíkurtjörn en um miðja öldina hafði Framsóknarflokk- urinn þar aðstöðu. Árið 1959 voru haldnir dansleikir í húsinu og tveimur árum síðar stofnaði stór- kaupmaðurinn Ragnar Þórðarson, eða Ragnar í Markaðinum eins og hann var kallaður, þrjá veitinga- staði í húsinu og varð Glaumbær sá þekktasti. Ragnar seldi reksturinn um miðjan sjöunda áratuginn en þá var Glaumbær einn helsti tón- leikastaður Reykjavíkur og öll ís- lensku Bítlaböndin tróðu þar reglulega upp. Leigubílsstjóri frá Hreyfli varð fyrst var við eld í húsinu um fjögurleytið þessa desembernótt árið 1971. Fyrstu slökkviliðs- mennirnir sem komu að sáu eld- tungur stíga út um glugga á efstu hæð og var þá allt tiltækt lið kall- að til, milli 50 og 60 manns. Notuð var bæði froða og vatn og slökkvi- starfið gekk hratt og vel en einn slökkviliðsmaður slasaðist þegar stútur á háþrýstislöngu slóst í and- lit hans. Alls tók um 90 mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Alelda var á efstu hæð hússins og hún því gjörónýt og hinar tvær hæðirnar mjög illa farnar af vatns- og reykskemmdum. Eins og áður segir var Glaumbær vin- sæll tónleikastaður og hljómsveit- irnar þar heimakærar. Hljóðfæri tveggja hljómsveita, önnur þeirra var Náttúra, voru geymd þar og eyðilögðust í brunanum. Lög- reglan hélt fólki frá brunastaðnum en einum manni var hleypt í gegn, Sigurði Rúnari Jónssyni eða Didda fiðlu, úr hljómsveitinni Náttúru. Hann mjög æstur í skapi sam- kvæmt Þjóðviljanum enda miklir fjármunir bundnir í hljóðfærun- um. Eldsupptök eru ókunn en stað- urinn var mannlaus þegar eldur- inn kom upp. Aðsókn var mikil á staðinn og í október bárust frétt- ir um að á dansleikjum væru mun fleiri en staðurinn hefði leyfi fyrir. Þá hafði eigandinn, Sigurbjörn Ei- ríksson, nýlega endurnýjað samn- ing við Framsóknarflokkinn sem átti húsið. Sigurbjörn vildi endur- byggja Glaumbæ eins og margir innan Framsóknarflokksins, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson. En nágrannar söfnuðu undirskrift- um gegn því og var ákveðið að húsið færi undir listasafnið. Klúbburinn Nafn Klúbbsins, sem staðsettur var í Borgartúni 32, er iðulega tengt við Guðmundar- og Geir- SKEMMTISTAÐIRNIR SEM Grímsey fær vatn fuðruðu upp Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.