Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 57
MENNING 5722. júní 2018 Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Mátturinn með landanum Að undanskildri nýjustu Star Wars mynd myndabálksins, Solo, hafa allar þrjár nýju kvikmyndirnar átt í íslenskt umhverfi að sækja. Kvikmyndirnar eru The Force Awakens, Rouge One og The Last Jedi. Tökuliðið stóð vaktina með­ al annars við eldgíginn Víti í Kröflu og á svörtum Mýrdalssandinum. Fjöllin við Hjörleifshöfða komu jafnframt sérstaklega vel út í skuggalegri upphafssenu myndarinnar Rogue One og blésu þau miklu lífi í plánetuna Lah‘mu. Ísland, Grænland og Afghanistan Leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Ben Stiller heillaðist svo mik­ ið af landinu góða að hann nýtti það til hins ítrasta í gamanmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá 2013. Í þeirri mynd ferðast titil­ persónan meðal annars til Íslands og verður vitni að eldgosi auk þess að skoða landsbyggðina á fljúgandi ferð. Kvikmyndagerðin á bakvið Walter Mitty á sér þó ýmis leyndarmál. Atriði sem eiga að ger ast á Græn landi og í Af ghanistan voru einnig tekin upp hér á landi og er því sérstaklega ruglingslegt fyrir Íslendinga að horfa á myndina ef þeir þekkja til þeirra staða sem myndin sýnir. Stiller og félagar tóku upp í Stykkis hólmi, á Grundarfirði, í Garð inum, í Hvera dölum, við Þjórsár brú og Skóga foss, á Breiða merk ur sandi, Höfn, Seyðisfirði og í sjálfu Geira­ bak arí í Borgarnesi, sem dulbúið var sem pitsustaðurinn Papa Johns. Morð á Reyðarfirði Í sjónvarpsþáttunum Fortitude, sem hófu göngu sína árið 2014, var Reyðarfirði breytt í smábæ sem er talinn öruggasti bær heims, en það breytist allt þegar vísindamaður er myrtur og allir íbúar liggja undir grun. Talið er að framleiðsluteymi þáttanna hafi leitað til Kanada og Noregs áður en Ísland varð fyrir valinu. Þriðja og síðasta þáttaröðin var hins vegar tekin upp á Svalbarða. Snöggir og snar Bílablæti og hamagang­ ur sameinaðist með prýði í Fast & Furious 8. Árið 2016 mætti tökuliðið til þess að skjóta tryllta og umfangsmikla hasarsenu þar sem Mývatn brá sér í gervi Rússlands. Íbúar á Akranesi fengu einnig mikla flugeldasýningu þegar að­ standendur myndarinnar sprengdu haug af spyrnukögg­ um í loft upp. Allt gekk vel fyrir sig á meðan tökulið og leikarar voru staddir í hasarnum, að undanskildu því þegar ofsaveður þeytti burt leikmyndum og búnaði, sem leiddi til þess að hestur lést í kjölfarið. Einnig sukku vinnuvélar í Mývatn eftir að ís brast undan þeim, en eins og landsmenn vita lætur náttúran ekki bjóða sér upp á hvað sem er. Krúnuleikarnir árlegu Löngu er orðið ljóst að framleiðendur Game of Thrones þáttana eru yfir sig hrifnir af Íslandi. Tökuliðið kom hingað fyrst í nóvember 2011 þegar önnur sería var komin í vinnslu og skaut atriði bæði á Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Síðan þá hafa verið tekin upp atriði hér á hverju ári nema árið 2014. Mörg atriði voru tekin upp í Mý­ vatnssveit, í Dimmu borgum, Hverfelli og Grjóta­ gjá. Þá hefur einnig verið tekið upp á Þingvöllum, við Goðafoss, í Hvalfirði og á Grundarfirði. Út í geim og beint á klakann Ísland hefur alltaf þótt sérlega eftirsótt þegar risarnir í Hollywood eru í leit að umhverfi fyrir framandi plánetur. Með framtíðardramanu Interstellar var Svínafellsjökull mikilvægur þáttur í nokkrum spennandi hasarsenum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem hinn virti leikstjóri Christopher Nolan naut góðs af þessu svæði, enda var sami tökustaður notaður fyrir Batman Begins tæpum áratugi áður. Dettifoss á breiðtjaldi Það er óhætt að segja að vísinda­ skáldsagnarinnar Prometheus hafi verið beðið með gríðarlegri eftirvæntingu á sínum tíma. Um er að ræða forsögu hinnar sígildu Alien frá Ridley Scott en Prometheus hlaut blendnar viðtökur við frumsýningu en gátu flestir verið sammála um mikil­ fenglega hönnun, umgjörð og þá ekki síður i landslaginu. Ísland spilaði stóra rullu sem aðskota­ plánetan LV­223. Tökur fóru fram sumarið 2011 og var myndin tekin upp nálægt Heklu í Rangárvalla­ sýslu. Það má heldur ekki gleyma stórglæsilegri innkomu við Detti­ foss í byrjun myndarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.