Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 65

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Page 65
22. júní 2018 FRÉTTIR - EYJAN 65 G alileo er nafnið á stóru evrópsku verkefni sem felst í að senda 30 gervi- hnetti á braut um jörðina. Þessi gervihnettir eiga að keppa við hið bandaríska gps-kerfi sem flestir þekkja. Verkefnið er dýrt en áætlað er að það kosti sem nem- ur á annað þúsund milljörðum ís- lenskra króna. Bretar hafa tekið þátt í þessu verkefni en nú kemur Brexit aftan að þeim því þeim hef- ur nú verið kastað út úr verkefn- inu. Þetta eru Bretar ósáttir við og hóta að fara eigin leiðir og búa til sitt eigið gervihnattakerfi. Það skiptir bresk fyrirtæki miklu máli að Bretar taki þátt í Galileo því aðeins þá geta þau boðið í ýmsa verkþætti þess. Þau eru núna útilokuð frá að bjóða í næsta hluta verkefnisins og ekki nóg með það heldur missir breski herinn aðgang sinn að lokuðum hernaðarhluta kerfisins. Allt á þetta rætur að rekja til væntanlegrar útgöngu Breta úr ESB á næsta ári en þá verður Bretland „þriðja land“ í aug- um ESB. Galileo-verk- efnið er þó ekki beint á veg- um ESB heldur Evrópsku geim- ferðastofnunar- innar (ESA) sem er ekki hluti af ESB. Það er til dæmis ekki skilyrði að ríki séu aðil- ar að ESB til að geta tekið þátt í starfi ESA, til dæmis er Sviss aðili að ESA. En ESB-ríki ráða miklu innan ESA og ESB hefur lagt mikið af mörkum til Galileo-verkefnisins. Bretar hóta nú að hefja vinnu við eigið gervi- hnattakerfi, hugsanlega í samvinnu við Ástrali. Bretland er mikilvæg miðstöð öryggis- og tæknigeirans í Evrópu. Einnig er hægt að færa rök fyrir því að leyniþjónustur landsins og her séu þeir öflugustu í Evrópu. Bretar geta því hnyklað vöðva í til- raunum sínum til að fá að vera með í samvinnu um gervihnetti og ekki síður öryggismál. The Times hefur eftir heim- ildarmanni innan stjórnkerfisins að hin ríkin segi áhyggjur af ör- yggismálum vera ástæðuna fyrir að Bretar fá ekki að vera með. Þetta telja Bretar vera yfirskin enda geta fyrirtæki frá öðrum ESB-ríkjum nú boðið í verkefnið án þess að þurfa að keppa við bresk fyrirtæki. Þetta getur reynst Bretum dýrt því hætt er við að hámenntaðir starfs- menn í þessum geira leiti úr landi ef næga vinnu er ekki að fá. Þetta gæti því skaðað geim- iðnað landsins sem stjórnvöld vilja efla og styrkja á næstu árum. Hárnákvæmt kerfi Galileo-kerf- ið á að vera enn nákvæmara en bandaríska gps- -kerfið. Nákvæmn- in verður upp á nokkra sentimetra á svæðum sem margir gervi- hnettir svífa yfir. Í bæjum og borgum með háum byggingum verður auð- veldara að ná sambandi við kerfið og kerfið mun ná betur til norður- og suðurskautanna en gps-kerfið. Kerfið samanstendur af al- mennum hluta og harðlokuð- um hernaðarhluta. Það er vegna leyndarmála í síðarnefnda hlut- anum sem bresk fyrirtæki eru úti- lokuð frá þátttöku. Bretar hafa nú þegar greitt um einn áttunda af kostnaðinum við kerfið og eru að vonum ósáttir við að hafa borgað háar fjárhæðir fyrir eitthvað sem þeir munu ekki hafa neitt gagn af. ESB segir að Bretar fái að nota upplýsingar úr lokaða hlutanum en Bretar segja það ekki nóg, þeir geti ekki byggt hernaðaraðgerð- ir á kerfi sem þeir hafa ekki fullan aðgang að. Bretar hafa bent á að það skaði ESB einnig ef þeir verða útilokaðir frá Galileo því þá muni gangsetningu kerfisins seinka um þrjú ár og kostnaðurinn aukast um 1 milljarð evra. David Davis, Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sagði í síðustu viku á fundi hjá fram- kvæmdastjórn ESB að hún kæmi heimskulega fram í þessu máli. Það væri eins og framkvæmdastjórn- in ætlaði að skjóta sig í fótinn ein- göngu til að sýna að byssan væri í lagi. Hann benti einnig á að kerfið væri að hluta byggt á móttöku- og sendistöðvum á bresku landsvæði en þar á hann við Falklandseyjar við strendur Argentínu og Ascension í miðju Suður-Atlantshafi. Deilurnar endurspegla að mörgu leyti Brexitviðræðurnar og afstöðu ESB sem segir að það eigi að skipta máli hvort ríki eru aðil- ar að ESB eður ei. Ekki sé hægt að leyfa „þriðju ríkjum“ að njóta allra kosta aðildar að sambandinu. n Dalvegi 16b / S. 510 0500 ERTU TENGDUR FYRIR HM ? ÞEGAR ÞÚ VILT SJÁ MEIRA SJÓNVARPSLOFTNET FYRIR HEIMILIÐ, HÚSBÍLINN OG SUMARBÚSTAÐINN Brexit teygir sig út í geiminn Bretum hent út úr stóru geimverkefni Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is David Davis Brexitráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.