Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 2
2 29. júní 2018FRÉTTIR
Á þessum degi,
29. júní
1975 – Steve Wozniak prófar frum-
gerðina af Apple I-tölvunni.
1976 – Seychelles-eyjar fá sjálfstæði
frá bresku krúnunni.
2003 – Bandaríska kvikmyndastjarn-
an Katharine Hepburn deyr, 96 ára að
aldri.
2007 – Fyrsti iPhone-inn lítur dagsins
ljós.
2014 – Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnir
um stofnun kalífadæmis í Sýrlandi og
Norður-Írak.
Fjarlægði
frétt um
kviðmága
í íslenska
landsliðinu
Eiríkur Jónsson, ritstjóri vef-
síðunnar eirikurjonsson.is,
neyddist til þess að fjarlægja
frétt á vefsíðu sinni í vikunni.
Án þess að fara ítarlega í inni-
hald fréttarinnar þá fjallaði
hún um tvo drengi í íslenska
landsliðinu sem eru að sögn
Eiríks kviðmágar. Fréttin sem
Eiríkur lét standa í nokkrar
klukkustundir fékk harkaleg
viðbrögð.
Í kjölfarið skrifaði Eirík-
ur svo aðra frétt þar sem hann
tilkynnti að vegna harkalegra
viðbragða og tillitssemi við að-
dáendur íslenska landsliðsins í
knattspyrnu hefði fréttin verið
fjarlægð. „Í samfélagi sem límt
er saman á lyginni á sannleik-
urinn erfitt uppdráttar,“ bætti
Eiríkur við, sem virðist vera að
linast með árunum. H
ún er náttúrlega bara mjög
dettin,“ segir Bragi Andrés-
son, en vitni sagðist hafa
séð til Braga taka harkalega
á mjög andlega veikri konu á sex-
tugsaldri og henda henni í gólf-
ið. Hann hefði síðan sparkað í bak
hennar liggjandi. Bragi var á þess-
um tíma starfsmaður á sambýli
og þegar samstarfsmaður gekk á
hann er Bragi sagður hafa útskýrt
framkomu sína á þennan hátt:
„Það þarf að venja hana af frekj-
unni.“
Bragi starfaði sem stuðnings-
fulltrúi á sambýli fyrir fatlaða
einstaklinga á Selvogsbraut í Þor-
lákshöfn. Var honum vikið úr
starfi eftir örlagaríkt kvöld sem
átti sér stað þann 9. september
2015. Bragi var upphaflega kærð-
ur fyrir líkamsárás, en þegar hann
var sýknaður af henni kærði Bragi
uppsögnina. Nýverið voru hon-
um dæmdar tvær og hálf milljón
í bætur fyrir ólöglega uppsögn.
Bragi vann málið í héraði og var þá
úrskurðað að hann ætti rétt á 800
þúsund í bætur. Sveitarfélag Ölf-
uss áfrýjaði dómnum og voru þá
bæturnar hækkaðar.
Þú stendur yfir henni og öskrar
Fyrir dóminn var lögð atvikalýs-
ing frá kvöldinu örlagaríka sem
undirrituð er af Jóhönnu H. Ósk-
arsdóttur og Berglindi Hallmars-
dóttur, sem var við störf umrætt
kvöld og var lykilvitni í málinu.
Í atvikalýsingu úr dómsskjölum
segir að Bragi hafi verið vitni að því
þegar starfsmaður gerði tilraun til
að fá mjög andlega veika konu út
úr íbúð á sambýlinu til að fara á
sitt heimili. Konan neitaði því og
skellti á starfsmann. Í atburðar-
skýrslu segir:
„Þú (Bragi) ert vitni að þessu
og samkvæmt atburðaskýrslu rýk-
ur þú til með miklum látum – þú
og íbúi öskrið hvort á annað og þú
rekur íbúa inn í sína íbúð. Íbúi er
hávær, orðljót og reið og fer að tína
til dótið sitt. Þú stendur yfir henni
og öskrar á hana sem endar á því
að þú rífur í íbúa, hendir henni í
gólfið og sparkar í bakið á henni að
sögn starfsmanns sem varð vitni
að atburðinum.“
Bragi hélt því fram að hann
hefði ýtt í konuna með fætinum
þar sem hún lá í gólfinu. Starfs-
maður stoppaði Braga og skipaði
honum að fara. Tveir starfsmenn
hjálpuðu svo konunni á fætur og
var öllum brugðið.
Í skýrslunni segir:
„Starfsmaður kemur þar til þín
og spyr hvað þú hafir verið að
gera og af hverju þú hafir spark-
að í íbúa og látið svona. Þú segist
hafa ýtt til hennar og sagðir: „Það
þarf að venja hana af frekjunni.“
Konan, sem er eins og áður seg-
ir um sextugt og mikið veik, fékk
áverkavottorð. Í vottorðinu kom
fram að hún væri marin hér og þar
um líkamann. Fyrir dómi sagði
fyrrverandi samstarfskona Braga
að hann hefði rifið í konuna þar
sem hún hefði setið í sófa og þá
dottið í gólfið. Borð hafi þeyst til
og kanna full af vatni skollið í gólf-
ið. Konan hefði legið grátandi og
öskrandi í gólfinu og Bragi þá reitt
upp hönd gegn henni og sparkað
í hana. Kvaðst samstarfskonan þá
hafa gengið á milli. Bragi var látinn
fara þar sem forstöðukona taldi
að ekki væri hægt að hafa mann í
vinnu sem vistmenn væru hrædd-
ir við. Bragi var kærður en sýknað-
ur. Dómurinn taldi að rannsókn á
málinu hefði verið ófullnægjandi
og brottvikning því ólögmæt.
Bragi neitar öllu
Í samtali við DV kveðst Bragi
ánægður með dóm Hæstaréttar
og þær bætur sem honum voru
dæmdar. „Ég hefði misst húsið ef
ég hefði ekki bjargað mér á þenn-
an hátt,“ segir Bragi.
Beittir þú konuna ofbeldi?
„Nei.“
Ýttir ekkert við henni með fætin-
um?
„Langt frá því,“ svarar Bragi sem
stangast á við þann framburð sem
hann hafði áður gefið, en neitar að
svara frekar fyrir það. Aðspurður
hvort hann hefði sagt að það þyrfti
að venja hana af frekjunni sagði
Bragi að slíkt myndi enginn segja.
Það var vitni að atvikinu. Þú
veist ekkert af hverju það var að
halda þessu fram? Að þú haf-
ir sparkað í hana og hent henni í
gólfið?
„Það er náttúrlega bara upp-
spuni alveg frá rótum.“
Þannig að hún bara hrundi nið-
ur án snertingar?
„Eða að hún hafi fengið þetta
daginn áður þess vegna.“
Og þú veist ekkert hvernig hún
fékk þessa áverka? Þú varst nú
þarna á staðnum.
„Hún er náttúrlega bara mjög
dettin,“ svaraði Bragi og vildi ekki
tjá sig frekar um málið en er 2,5
milljónum ríkari eftir ólöglega
uppsögn. n
BRAGI REKINN
n Samstarfskona sakaði Braga um að hrinda og sparka í veika konu
n Konan kærði en Bragi fær 2,5 milljónir í bætur
„Það
þarf að
venja hana af
frekjunni.
Þorlákshöfn Sambýlið má
sjá neðarlega fyrir miðri mynd.
Bragi
Andrésson
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Kristinn Haukur Guðnason
audur@dv.is / kristinn@dv.is