Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 9
29. júní 2018 FRÉTTIR 9
eignasalar annast mjög oft sátta-
meðferð milli aðila.
Þá er einnig tekið fram að þing-
lýsing kaupsamnings og annarra
skjala sé innifalin í verðinu og að
fasteignasalar tryggi að öll önnur
skjöl berist á rétta staði. „Nauðsyn-
legt er að fasteignasali sjái sjálfur
um að koma skjölum til þinglýs-
ingar enda getur það varðað hann
skaðabótaskyldu ef gögn skila sér
ekki,“ segir meðal annars á heima-
síðu Félags fasteignasala.
Þessari fullyrðingu eru Neyt-
endasamtökin ósammála. „Kaup-
andi á að geta þinglýst sínum
skjölum sjálfur og hefur vænt-
anlega mikla hagsmuni af því
að þinglýsing fari þannig að
við eigum erfitt með að sjá af
hverju kaupandanum er ekki
treystandi og hvernig fast-
eignasali verður ábyrgur ef
þessi umsýsla ferst fyrir,“ seg-
ir Brynhildur Pétursdótt-
ir, framkvæmdastjóri Neyt-
endasamtakanna.
Hvorki eðlilegir né
sanngjarnir viðskiptahættir
Á dögunum birtist grein á heima-
síðu Neytendasamtakanna
sem Brynhildur skrifaði ásamt
Hrannari Má Gunnarssyni, lög-
fræðingi Neytendasamtakanna.
Þar kemur fram sú skoðun
að þar sem löggjafinn
hafi ákveðið að
fasteignasali skuli gæta hags-
muna beggja aðila sé erfitt að færa
rök fyrir því að umsýslugjald eigi
að standa straum af kostnaði við
hagsmunagæslu. „Sú hagsmuna-
gæsla ætti einfaldlega að vera
hluti af söluferlinu og því greidd
með söluþóknun. Þóknunin er
iðulega á bilinu 2–3% af söluand-
virði fasteignarinnar og því yfirleitt
um töluverða fjárhæð að ræða. Þá
telja Neytendasamtökin langsótt
að skjalagerð teljist „önnur þjón-
usta“ þar sem engin sala gæti farið
fram án skriflegra gagna og skjölin
því ómissandi hluti af söluferlinu,“
segir í greininni.
Er það túlkun greinarhöfunda
að greiðsla umsýslugjalds sé fyrst
og fremst greiðsla fyrir það við-
vik að koma gögnunum til þing-
lýsingar. „Það er því mjög mikil-
vægt að kaupendur séu upplýstir
um að þeir hafa val um það hvort
þeir þinglýsa sínum gögnum
sjálfir eða geri sérstakan samn-
ing við fasteignasala um að sinna
því fyrir sig. Margir vilja spara
sér umsýslugjaldið og sjá sjálf-
ir um að koma gögnum til þing-
lýsingar á meðan öðrum finnst
betra að fela fasteignasala að sjá
um það. Það vekur furðu Neyt-
endasamtakanna að sumir fast-
eignasalar láti hafa það eftir sér
að þeir treysti ekki kaupendum
til að sjá sjálfir um að fara með
skjöl til þinglýsingar. Það bendir
til þess að í einhverjum tilfellum
séu kaupendur jafnvel þvingaðir
til greiðslu gjaldsins, af ótta við að
missa af viðkomandi fasteign. Sé
það raunin getur slíkt varla talist
til eðlilegra eða sanngjarnra við-
skiptahátta,“ segir að lokum.
Dýrast hjá Fold, ódýrast hjá Bæ
DV kannaði umsýslugjald hjá
16 fasteignasölum af þeim 141
sem eru skráðar á vefsíðuna
fasteignir.is. Eins og áður seg-
ir er verðmunurinn talsvert mik-
ill. Ódýrasta gjaldið sem boðið
er upp á hjá þessum fyrirtækjum
er hjá Fasteignasölunni Bæ, eða
48.980 krónur. Dýrasta gjaldið
sem DV rakst á er hjá Fold fast-
eignasölu en þar á bæ eru kaup-
endur rukkaðir um 79.980 krónur
fyrir umsýsluna. n
GIMLI
FASTEIGNASALA
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík
s. 570 4800 / gimli@gimli.is
Næsti kafli
hefst hjá
OKKUR
hafðu samband
Umsýslugjald
Fasteignasalan Bær: 48.980 krónur
Eignamiðlun: 49.000 krónur
Höfði fasteignasala: 55.800 krónur
Fasteignasala Akureyrar: 55.800 krónur
Fasteignasala Mosfellsbæjar: 56.420 krónur
Hraunhamar: 59.520 krónur
Miklaborg: 59.892 krónur
Ás fasteignasala: 59.900 krónur
Lind fasteignasala: 59.9000 krónur
Remax (Senter/Fjörður): 59.900 krónur
Fasteignamarkaðurinn: 62.000 krónur
Domusnova: 62.900 krónur
Fasteignasalan Torg: 65.000 krónur
Gimli: 68.200 krónur
Landmark fasteignasala: 69.900 krónur
Miðbær: 69.900 krónur
Skeifan: 69.900 krónur
Fold fasteignasala: 79.980 krónur
Gagnaöflunargjald
Fyrir utan söluþóknun af söluvirði eigna, oft á bilinu í kringum 2%, þá rukka fast-
eignasölur seljendurna einnig um svonefnt gagnöflunargjald. Ólíkt umsýslugjaldinu þá
eru fasteignasölurnar að rukka það gjald inn vegna útlagðs kostnaðar við öflun ýmissa
gagna. Til dæmis afriti af fyrri kaupsamningi og afsali, teikningum af eigninni, veð-
bandayfirliti og svo framvegis. Þrátt fyrir að um sé að ræða fast gjald frá stofnunum
og fyrirtækjum þá er mjög misjafnt hvað þessi þóknun er há hjá fasteignasölunum,
Hraunhamar: 24.800 krónur
Ás fasteignasala: 25.000 krónur
Eignamiðlun: 30.000 krónur
Skeifan: 31.000 krónur
Höfði fasteignasala: 31.000 krónur
Gimli: 35.000 krónur
Fasteignasalan Torg: 35.000 krónur
Miklaborg: 37.200 krónur
Fasteignasala Mosfellsbæjar: 37.200 krónur
Fasteignamarkaðurinn: 43.400 krónur
Fasteignasalan Bær: 45.000 krónur
Fold fasteignasala: 55.000 krónur*
Fasteignasala Akureyrar: 55.800 krónur
Miðbær: 55.900 krónur
Landmark fasteignasala: 55.900 krónur
Lind fasteignasala: 59.900 krónur
Remax: 59.900 krónur
Domusnova: 59.900 krónur
*Á bilinu 27.280–55.000 kr. skv. heimasíðu
Brynhildur
Pétursdóttir
M
Y
N
D
P
IX
A
B
AY