Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 10
10 29. júní 2018FRÉTTIR
Neita að svara um traust
til lögregluþjóns í starfi
Aðalbergur Sveinsson starfar enn sem lögreglumaður þrátt fyrir fangelsisdóm
A
ðalbergur Sveinsson,
lögregluþjónn hjá Lög-
reglunni á höfuðborgar-
svæðinu, var dæmdur í
32 daga skilorðsbundið fangelsi í
Hæstarétti Íslands árið 2005. Sam-
kvæmt dómsgögnum og rannsókn
innra eftirlits lögreglunnar kom
fram að Aðalbergur hafi sagt ósatt
við rannsókn málsins ásamt því að
aðrir lögregluþjónar, sem voru að
bera vitni fyrir dómi, höfðu ekki
sagt rétt frá um atburði málsins.
Þrátt fyrir þennan dóm í Hæsta-
rétti hélt hann starfi sínu hjá lög-
reglunni. DV hefur fjallað um mál-
efni Aðalbergs undanfarið, meðal
annars stigu þrjár stúlkur fram
á forsíðu blaðsins, og sögðu frá
meintum kynferðisbrotum gegn
sér. Allar lögðu þær fram kærur til
lögreglunnar, en engin af þessum
þremur kærum leiddi til ákæru
Ríkissaksóknara.
Engin svör fást frá lögreglu
Samkvæmt grein 28a í lögreglu-
lögum 90/1996 kemur eftirfarandi
fram: „Engan má skipa, setja eða
ráða til starfa hjá lögreglu sem hef-
ur gerst sekur um refsivert athæfi
sem telja má svívirðilegt að al-
menningsáliti eða sýnt af sér hátt-
semi sem getur rýrt það traust
sem starfsmenn lögreglu verða al-
mennt að njóta.“ Þessi viðbótar-
grein var samþykkt á Alþingi árið
2014.
DV óskaði eftir viðtali við sitj-
andi lögreglustjóra á höfuðborgar-
svæðinu, Huldu Elsu Björgvins-
dóttur, til þess að ræða hvernig
Aðalbergi væri stætt í starfi í ljósi
fangelsisdómsins sem hann hef-
ur hlotið. Neitaði Hulda að gefa
DV viðtal. Þegar hún var spurð
hvort yfirstjórn lögreglu beri fullt
traust til Aðalbergs í starfi hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
hætti hún að svara tölvupóstum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð-
ist ekki frekar í Huldu Elsu vegna
málsins.
Misvísandi svör frá stofnunum
Einnig hafði DV samband við
dómsmálaráðuneytið og ríkis-
lögreglustjóra vegna máls Aðal-
bergs. Svo virðist sem ríkislög-
reglustjóri telji sig ekki hafa borið
ábyrgð á því að svipta lögreglu-
menn embættishlutverki sínu á
sínum tíma og segir í svari til DV:
„Það er ekki rétt orðnotkun að rík-
islögreglustjóri hafi séð um starfs-
mannamál lögreglunnar fram að
lagabreytingu árið 2014. Það er of
víðtæk orðnotkun. Lögreglustjór-
inn í Reykjavík, þar sem viðkom-
andi lögreglumaður starfaði, fór
með starfsmannamál síns emb-
ættis.“
Þetta kemur ekki heim og
saman við svör frá dómsmálaráðu-
neytinu því í svari frá ráðuneytinu
er sagt: „Eins og fram hefur kom-
ið færðist skipunarvald almennra
lögreglumanna frá ríkislögreglu-
stjóra til lögreglustjóra viðkom-
andi embætta árið 2014. Fyrir
þann tíma var skipunarvaldið, þar
á meðal ákvarðanir um sviptingu
embættis og þess háttar, í hönd-
um ríkislögreglustjóra.“ Svo virð-
ist sem að misræmi sé á túlkunum
ríkislögreglustjóra og dómsmála-
ráðuneytisins í þessu máli.
Verklagsreglur virðast ekki vera
alveg á hreinu
DV hafði einnig samband við að-
allögfræðing Lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu og spurðist fyrir
um hverjar séu starfsreglur Lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu að vera með lögreglumenn
í vinnu sem hafa gerst brotleg-
ir við hegningarlög eða önnur lög
og hvort starfsreglur séu í sam-
ræmi við áðurnefnda grein 28a í
lögreglulögum. „Unnið hefur ver-
ið eftir ákveðnu verklagi hjá LRH
varðandi þessi mál samkvæmt
vinnulýsingum sem hafa verið í
vinnslu. Ég get upplýst þig um að
vinna hefur staðið yfir hjá emb-
ættinu að undanförnu að breyta
þessum vinnulýsingum og setja
upp skilgreindar verklagsreglur
sem tekur mið af skyldum emb-
ættisins skv. framangreindum lög-
um, því vinnulagi sem viðhaft hef-
ur verið og þeim breytingum sem
gerðar hafa verið nýlega á lög-
reglulögum“, segir í svari frá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt er að taka fram að meira en 3
ár eru liðin frá breytingum á lög-
reglulögum.
Nú síðast í þessum mánuði
var lögreglumanninum Sigurði
Árna Reynissyni vísað frá störfum
hjá Lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu eftir að hafa fengið 60
daga skilorðsbundinn fangelsis-
dóm. Viðurkenndi Sigurður brot
sín fyrir dómi. Samkvæmt heim-
ildum DV furða margir sig inn-
an lögreglunnar á því hvernig það
geti verið að Aðalbergur hafi feng-
ið að halda starfi sínu innan lög-
reglunnar með fangelsisdóm á
bakinu. n
„Samkvæmt heim
ildum DV furða
margir sig innan lög
reglunnar á því hvern
ig það geti verið að Aðal
bergur hafi fengið að
halda starfi sínu innan
lögreglunnar með fang
elsisdóm á bakinu
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
Aðalbergur
Sveinsson