Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 14
14 29. júní 2018FRÉTTIR
MOUNTAIN EQUIPMENT
DÖMU JAKKI 35.995 kr.
LOWE ALPINE BAKPOKI 18L
14.995 kr.
SALOMON SPEEDCROSS
18.995 kr.
SALOMON DERHÚFA
3.995 kr.SALOMON HLAUPAVESTI
19.995 kr.
Faxafen 12
108 Reykjavík
Sími 534 2727
alparnir.is
SALOMON PEYSA
15.995 kr.
SALOMON MITTISTASKA
5.995 kr.
HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Erum f utt í Faxafen 12
A
lexandra Erla Oddsdótt-
ir er sautján ára gömul og
hefur glímt við geðræn
veikindi síðan hún man
eftir sér. Veikindi sem hafa leitt til
fíkniefnaneyslu á mjög viðkvæm-
um aldri. Eftir að henni var nauðg-
að af þrítugum manni í fyrrasumar
fór líf hennar á hliðina. Þegar hún
leitaði á bráðamóttöku geðdeild-
ar og á Barna- og unglingageð-
deild þá brást kerfið henni svo illa
að litlu mátti muna að ævi hennar
yrði öll. Alexandra sagði DV þessa
sögu í von um úrbætur.
Í síðustu viku fjallaði DV um
mál Kristjáns Steinþórssonar, 26
ára manns sem lést 9. júní síð-
astliðinn eftir langvinna baráttu
við þunglyndi, kvíða og eiturlyf-
jafíkn. Mistök og langir biðlist-
ar í geðheilbrigðiskerfinu ollu því
að hann missti alla von um að ná
bata. Alexandra Erla Oddsdótt-
ir var frænka Kristjáns og var við-
stödd jarðarför hans í Guðríðar-
kirkju í Grafarholti miðvikudaginn
20. júní. Það var falleg athöfn en
erfiður dagur.
Hún hefur barist við þung-
lyndi og kvíða síðan hún var barn
og eins og hjá Kristjáni voru fíkni-
efni hennar leið til að deyfa sárs-
aukann en einnig áfengi. Eftir að
Alexöndru voru byrluð eiturlyf
og henni nauðgað af mun eldri
manni sumarið 2017 leitaði hún til
kerfisins líkt og Kristján, og líkt og í
tilfelli Kristjáns þá brást kerfið.
Neydd til að taka
eiturlyf og nauðgað
„Ég hef verið kvíða- og þung-
lyndissjúklingur frá því að ég man
eftir mér. Fyrsta ofsakvíðakastið
sem ég man eftir var þegar ég var
tíu ára og eftir það fór þunglyndið
að aukast á ofsahraða. Þegar ég
leitaði hjálpar var mér vísað á dyr
þar sem ég var talin „of ung“ til að
kljást við vanda af þessu tagi. Tólf
ára fattaði ég að fíkniefni deyfa
sársaukann og fimmtán ára var ég
byrjuð í dagneyslu áfengis og eit-
urlyfja.“
Sumarið 2017 var afdrifaríkt
fyrir Alexöndru Erlu Oddsdóttur,
þá sextán ára, en þá bjó hún í
stuttan tíma á Akureyri. En í dag er
fjölskylda hennar búsett á Fljóts-
dalshéraði. Eitt kvöldið hafði hún
tekið róandi pillur og hitti síðan
fólk sem hún þekkti, þar á meðal
frænda sinn sem var þrítugur, og
voru þau að skemmta sér í heima-
húsi. Maðurinn bauð Alexöndru
eiturlyf, í góðu til að byrja með
en síðan með slíkum þrýstingi að
henni fannst hún ekki hafa stjórn
á aðstæðunum lengur.
Hann neyddi hana til að taka
amfetamín og kókaín. Setti upp
stíl og gaf henni drykk með ein-
hverjum efnum sem hún veit enn
ekkert hver voru. Á meðan þessu
stóð nauðgaði hann Alexöndru í
marga klukkutíma. Annað fólk var
í herberginu á meðan þessu stóð
að stunda kynlíf en enginn greip
inn í og bjargaði henni úr aðstæð-
unum. Áverkarnir voru svo slæm-
ir að það blæddi í þrjá daga á eftir.
Mætti fyrirlitningu
á bráðamóttöku
Alexandra tilkynnti ekki atvikið
og lagði ekki fram kæru á þessum
tímapunkti og sagði engum frá.
Þess í stað leitaði hún í eiturlyf,
sýndi af sér áhættuhegðun og sökk
í djúpt þunglyndi sem fólk í kring-
um hana tók eftir, sérstaklega syst-
ir hennar sem var þá tvítug.
„Það fundu allir lyktina af
dauðanum hjá mér,“ segir Alex-
andra. „Það var enginn lífsvilji eftir
í litlu stelpunni þeirra. Systir mín
hafði miklar áhyggjur og það tók
hana marga klukkutíma að veiða
sannleikann upp úr mér. Ég
„ENGINN LÍFSVILJI EFTIR Í
LITLU STELPUNNI ÞEIRRA“
n Geðheilbrigðiskerfið brást sextán ára stúlku eftir nauðgun n Blæddi í þrjá daga á eftir
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is „Það er næstum ár
liðið síðan þetta
gerðist en ég man hvað
hún niðurlægði mig mikið
og ég fór grátandi út úr
viðtalinu.