Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 19
KYNNING Fyrirtækið Goddi, Auðbrekku 19, Kópavogi, er með afar fjölbreytt vöruúrval og er meðal annars framarlega í sölu á heitum pottum, lokum yfir heita potta, infrarauðum saunaklefum og hitaklefum, auk hefð- bundinna gufubaða og ýmiss konar búnaðar þeim tengdum. Goddi hefur getið sér gott orð fyrir að selja vandaða heita potta á afar hagstæðu verði en um er að ræða heita potta af tegundunum Hydro og Ocean. Þetta eru afar vandaðir pottar með loki úr sterku leðurlíki og hlífin er gerð fyrir íslenskt veðurfar. Núna hefur verðið lækkað enn meira því Goddi leggur áherslu á að skila áhrifum af hagstæðu gengi beint út í verðlagningu sína. Verð á potti með loki og tröppu er aðeins 620.000 krónur. Einnig eru í boði lok á heita potta í þremur litum og stærðunum 220×220 200×200 cm, 208×208 cm og 213×213 cm á aðeins 58.000 kr. – einnig veruleg verðlækkun – en þessi lok henta einstaklega vel fyrir íslenskra veðráttu. Lokin eru sam- anbrjótanleg í miðju, með góðum festingum og svuntu, eru létt og meðfærileg. Infrarauðir saunaklefar eru áhuga- verð uppfinning en Goddi býður þessa klefa á mjög hagstæðu verði, eða frá aðeins 180 þúsund krón- um. Hægt er að fá klefa sem eru frá tveggja manna upp í fjögurra manna. Infrarauðir geislar, eða IR-greislar, hafa ýmsa kosti fyrir heilsu manna, til dæmis örva þeir líkamann sem getur brennt allt að 600 hitaeiningum á 30 mínútum og fólk svitnar þrefalt meira en í hefðbundnu saunabaði. IR-geisl- ar örva æðakerfið og auka blóðflæði, víkka æðar, lækka blóðþrýsting og fá hjartað til að slá hraðar, sem styrkir og eflir hjartavöðvann. IR-geislar eru mikið notaðir til lækninga, við tognun, stirðleika í liðum og öðrum vöðva- verkjum, og þeir fjarlægja mjólkursýru og koldíoxíð úr vöðvum. Ítarlegri fróðleik um IR-geisla og IR-saunabaðklefa má finna á heima- síðu Godda, goddi.is Goddi býður líka upp á mikið úrval af hefðbundnum saunaböðum frá finnska gæðaframleiðandanum Harvia. Er þar bæði um að ræða heilu gufuböðin og einstaka hluta þeirra og fylgihluti. Gott er að fá ráðgjöf á staðnum um hvað til þarf og hvaða kostir eru hagstæðastir fyrir hvern og einn viðskiptavin. Goddi Auðbrekku 19 200 Kópavogur Símar: 544-5550 / 822-4150 goddi@goddi.is Goddi á Facebook Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.