Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 25
KYNNING
Ég er búinn að skrifa um nokkra veitinga- og gististaði hringinn í kringum landið, marga góða
og suma minna góða, en ég hef alltaf
jafn gaman af þessu. Nú er það
Bragginn í Nauthólsvíkinni sem er
spennandi viðbót og væntanlega eini
veitingastaður sem er í bragga í dag.
Braggastíllinn á sér nokkuð djúpar
rætur og alveg aftur í fyrri heims-
styrjöldina þegar þessi einfalda og
ódýra lausn kom fram á sjónarsviðið
í hernaði, en það er önnur og lengri
saga.
Bragginn „okkar“ er
staðsettur á besta stað
Nauthólsvíkur og á eflaust
eftir að setja stóran svip
á allt mannlíf þar enda
verulega skemmtileg viðbót
við þessa útivistarperlu.
Það er frábært framtak
Reykjavíkurborgar að hafa
varðveitt þennan „síðasta“
bragga flugvallarsvæðisins
en hernámssagan öll og
braggalíf íslensku þjóðar-
innar eftir hernámið er
ákaflega merkilegt tímabil.
Fyrir þá sem ekki hafa
komið inn í bragga þá er
hér kjörið tækifæri til að
stíga inn í einn slíkan.
Bragginn er flott „konsept“ og hér
eru menn sem vita hvað þeir eru að
gera. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur
og þar er hægt að finna spennandi
rétti við allra hæfi. Það er sama hvort
verið sé að rölta í góða veðrinu með
barnahópinn eða bara löngun vakni
í eitthvað sætt eða gott. Verðlagning
tekur einnig mið af fjárhag há-
skólanema.
Verðlagningin er jafnframt fjöl-
skylduvæn og eitthvað sem flestir
geta ráðið við enda er þetta hugsað
sem vingjarnlegur fjölskyldu/úti-
vistarstaður þar sem gaman er að
stoppa annaðhvort inni eða í frá-
bærri útiaðstöðu.
Flottur staður, spennandi matseðill
og kærkomin viðbót við svæði sem er
að verða verulega skemmtilegt. Það
er Daði Agnarsson sem er rekstrar-
aðili Braggans, en jafnframt rekstr-
araðili veitingastaðarins á BSÍ, Mýrin
Mathús (áður Fljótt og gott) frá árinu
2011.
Flottur staður
í Nauthólsvík
BRAGGINN: