Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK - VIÐTAL 29. júní 2018 V ið hittum Þorstein fyr- ir í Bataskóla Íslands við Suðurlandsbraut sem hef- ur verið starfandi í eitt ár og útskrift annars bekkjar er nýlokið. Þorsteinn starfar þar sem verkefn- isstjóri ásamt Esther Ágústsdóttur og skipuleggja þau dagskrá skól- ans. Skólinn er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar til þriggja ára og nær námið yfir eitt skólaár. „Hingað kemur fólk í sex til sjö mánuði og velur sér námskeið sem hentar. Námskeiðin snúast öll um bata við geðrænum kvillum og áskorunum og leiðir til betri lífs- gæða. Til dæmis námskeið um kvíðastjórnun, þunglyndi, sjálfs- traust, ADHD, sjálfsumhyggju, nú- vitund og margt fleira.“ Þorsteinn segir að hér á Íslandi hafi verið til áhugahópur um að koma upp slíkum skóla í mörg ár og að þeir séu til víða erlendis, sér- staklega í Bretlandi. Hópurinn fór út til Bretlands til að skoða að- stæður og ákveðið var að hafa einn slíkan, Nottingham Recovery Col- lege, sem fyrirmynd að íslenska skólanum. Oft eru skólarnir inni á geðdeildum en í Nottingham er hann óháðari stofnun. Á næsta ári verður lögð áhersla á yngra fólk og boðið upp á bekk fyrir 18 til 28 ára og Þorsteinn er mjög spenntur yfir því. „Það eru nokkrar ástæður fyr- ir þessu. Við teljum út frá okkar reynslu að ungt fólk vilji vera út af fyrir sig. Einnig er þetta sá hópur sem þeir sem standa að úrræðum svipuðum og okkar eru að reyna að ná til. Þetta er fólk sem yfir- leitt hefur veikst frekar nýlega og er viðkvæmt. Það er búið að vera að rannsaka þennan hóp sérstak- lega undanfarin ár og undarlegar niðurstöður eru að koma í ljós. Einmanaleiki drengja er að aukast, kvíði og þunglyndi hjá unglingum einnig. Það er erfitt að reiða hend- ur á hvað er í gangi.“ Útrás í fangelsi og fleiri staði Þorsteinn leggur áherslu á að Bataskólinn sé skóli en ekki með- ferð. Hér eru ekki teknar niður neinar sjúkrasögur eða slíkt en reynt er að mæla árangurinn af starfinu með könnunum og viðtöl- um, bæði vellíðan og virkni nem- enda. „Hérna eru hins vegar engin próf eða mætingarskylda. Við höf- um skráð niður mætingar og haft samband við þau sem að mæta illa og hvatt þau til að mæta. Sumum finnst þetta erfitt og námskeiðin eru krefjandi. Þetta er alvöru skóli en við leggjum mjög mikið upp úr léttleika og fjölbreytilegum kennsluaðferðum og notum aldrei sömu aðferð nema í tíu mínútur í senn, fyrirlestur, verkefnavinna, vídeó og svo framvegis. Ef fólki finnst erfitt getur það farið fram og tekið sér pásu, við höfum þetta manneskjulegt.“ Þorsteinn Guðmundsson hefur verið einn ástsælasti grínisti landsins síðan hann sló í gegn í þáttunum Fóstbræður, sem sýndir voru á Stöð 2 árin 1997 til 2001. Þorsteinn hefur komið víða við í leiklist, uppistandi, þáttagerð og fleiru. Nú hefur hann breytt um stefnu, menntað sig í sálfræði og starfar við nýstofnaðan bataskóla, sem fólk sem glímt hefur við andleg veikindi og aðstandendur þeirra sækja. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Við erum að hræða unglingana okkar“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.