Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 31
Hafnarfjörður 29. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Best geymda leyndarmálið í Hafnarfirði (þó víðar væri leitað) Einstaklingur eins og ég sem býr, starfar og nýtur sín í póst-númerum 101, 5 og 8, þar sem veitingastaðir eru á hverju strái og svo margir að maður nær aldrei að fara hringinn og prófa þá alla, telur sig kannski ekki hafa ástæðu til að leita lengra. En þegar vinkona mín bauð mér með sér til Hafnarfjarð- ar að kíkja á veitingastaðinn VON Mathús og bar þá sló ég að sjálf- sögðu til, enda matur og góður fé- lagsskapur alveg frábær samsetning. Staðurinn lætur ekki mikið yfir sér utan frá, hvítmálað hús með litlu skilti við Strandgötuna í Hafnarfirði og kannski margir bílstjórar sem þjóta um götuna taka ekki eftir honum. (Þjónninn okkar sagði okkur hins vegar að þegar hlýnaði í veðri sæti fólk úti fram eftir kvöldi og búið væri að stækka úti- svæðið til að fleiri gætu setið úti. Það er einmitt frábært útsýni út á sjóinn og höfnina og við ákváðum auðvitað að heimsækja staðinn aftur seinna og sitja þá úti.) Þegar inn er komið tek- ur við allt önnur stemning, bjartir og hlýir litir, inn- réttingar og munir á veggjum og í hillum í anda sjómennsk- unnar og opið inn í eldhús þannig að hluti gesta getur fylgst með eldamennskunni. Kósí og afslöppuð stemn- ing og alls konar hópar að borða, foreldrar með börn sín, vinkvennahópar og pör. Þjónarnir voru tveir á vakt, tvær dömur sem voru með allt á hreinu og vissu hvað þær væru að bjóða upp á, svöruðu öllum spurningum, snöggar að afgreiða, glaðværar og skemmtilegar. Sú sem vísaði okkur til sætis bauð okkur kokteil fyrir matinn og benti okkur á að þriðjudagar væru kokteiladagar, ef við vildum koma aftur á þeim degi. Við ákváðum að vera ekkert að flækja kvöldið og leyfa henni einfaldlega að ráða, bæði drykk og mat. Áfengur heilsudrykkur kemur á óvart VON á krana var kokteill- inn sem við fengum; gin, rauðrófusafi,engifer, kar- dimommur, sýróp og sítróna. Hljómar sérkennilega og fyrir utan ginið óþarflega hollt fyrir kokteil, en kom á óvart. Mjög góður fyrir þá sem drekka sterkt vín og reif alveg vel í bragðlaukana en ekki of mikið samt. Íslensk matargerð Matseðillinn samanstendur af íslensku hráefni, sumt, eins og fiskurinn, sem kemur beint úr næsta húsi, Hafinu sem er við höfnina. Þjónninn sagði okkur líka að matseðillinn tæki breyting- um eftir árstíðum og því er hægt að koma aftur og aftur og upplifa og prófa eitthvað nýtt. Það skal tekið fram að þegar litið er yfir matseðilinn þá er margt þar sem fyrir gikki lítur skringilega út, eins og til dæmis rauðrófan, sem var einn af forréttunum og kom fyrst á borðið ásamt keilu ,ceviche‘. Við vinkonurnar erum báðar af kynslóð sem var alin upp á soðinni ýsu með kartöflum og sósu og höfum hvorugar haft mikla hæfileika til að elda flóknari fiskrétti en það. Við ákváðum hins vegar eftir forréttinn að það yrði að verða breyting á því. Rauðrófan var með furuhnetum, rósmarín, fennikku og toppkáli og keilan með piparrót, sýrðum rjóma, agúrkum og sólblómafræjum. Hér kom líka aðeins mismunandi smekk- ur í ljós, vinkonan kláraði rauðrófuna upp til agna og ég keiluna, og ég er grínlaust búin að hugsa um hana síð- an. Og er alltaf að bíða eftir að ein- hver stingi upp á að fara út að borða, svo ég geti stungið upp á Von. VON MATHÚS:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.