Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Blaðsíða 32
Hafnarfjörður 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ
Rafgeymar og rafhlöður hafa lengi verið útbreidd og nauðsynleg tæki í nútíma-
samfélagi en notkun þeirra fer sífellt
vaxandi með sífellt aukinni rafvæð-
ingu. En fólk þarf ekki bara á góðum
rafgeymum og rafhlöðum að halda
heldur líka ráðgjöf og þjónustu því
fæstir hafa mikla þekkingu á rafbún-
aði. Rafgeymasalan er einn helsti
söluaðili rafgeyma á Íslandi en fyrir-
tækið er þekkt fyrir góða þjónustu á
þessu sviði:
„Langmikilvægasti þátturinn í
okkar starfsemi er þjónustan. Það er
afar mikilvægt að mæla geyma og
kanna hvort ekki sé í lagi með þá. Ef
fólk er í vafa um hvort rafgeymirinn
sé í lagi þá mælum við hann fyrir
það,“ segir Sigfús Tómasson hjá Raf-
geymasölunni.
Fyrirtækið veitir einnig víðtækari
þjónustu en sífellt vaxandi þáttur í
starfseminni er varaaflsþjónusta fyrir
fyrirtæki og stofnanir. „Iðntölvur sem
stýra stórum kerfum þurfa að hafa
varaafl. Við förum líka út á örkina
og mælum geyma fyrir fyrirtæki og
stofnanir,“ segir Sigfús.
Langstærsti viðskiptavinahópur
Rafgeymasölunnar er þó almenn-
ingur, til dæmis bíleigendur sem fá
hina rómuðu Varta-rafgeyma í bílana
sína. Annað þekkt merki í rafgeymum
sem Rafgeymasalan býður upp á eru
Trojan-rafgeymar fyrir vinnulyftur og
önnur vinnutæki.
Við flytjum líka töluvert inn af sér-
smíðuðum rafgeymum fyrir fornbíla
og svo erum við mjög stórir í raf-
geymum fyrir mótorhjól,“ segir Sigfús.
En rafgeymar koma miklu víðar við
sögu enda fer rafmagnsnotkun sífellt
vaxandi. Rafgeymasalan er með raf-
geyma fyrir öryggiskerfi, tölvu-varaafl
og hjólastóla, sem og golfkerrur og
golfbíla. Áðurnefndir Trojan-raf-
geymar eru notaðir í golfbíla. Einnig
sér fyrirtækið eigendum hjólhýsa
og fellihýsa fyrir sólarrafhlöðum og
rafgeymum.
Rafgeymasalan er til húsa að
Dalshrauni 17 í Hafnarfirði. Opið er
virka daga frá kl. 8 til 18. Símanúmer
er 565 4060.
RAFGEYMASALAN:
Þekkt fyrir góða þjónustu