Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 37
Suðurfirðir 29. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is DJÚPAVOGSHREPPUR: Þar sem lögð er áhersla á að rækta samfélagið og hæglætishreyfingin er höfð í heiðri Íbúar Djúpavogshrepps leggja áherslu á hæglæti og þau tæki-færi sem í þeirri stefnu felast, en hreppurinn hefur verið aðili að Cittaslow-hreyfingunni frá því árið 2013. „Djúpivogur er eina bæjarfélagið á Íslandi sem er í þessari hreyfingu og hún er afsprengi hæglætishreyf- ingarinnar sem má rekja til ársins 1986,“ segir Greta Mjöll Samúels- dóttir, atvinnu- og menningarmála- fulltrúi, sem flutti til Djúpavogs árið 2015 með mann og unga dóttur. „Síðan höfum við eignast annað barn og búum hér í miklum rólegheitum og sveitasælu. Cittaslow-hreyfingin stendur fyrir alþjóðlegt samfélag bæjar- og sveitarfélaga sem leggja áherslu á að bæta lífsgæði íbúa með því að efla sérstöðu, fjölbreytni og virðingu. Sérstaklega er reynt að bjóða upp á hreint, öruggt umhverfi, auk þess að efla staðbundin einkenni og menningu.“ Það var blaðamaðurinn Carlo Petrini, upphafsmaður Slow Food- -hreyfingarinnar, sem mótmælti því að opna ætti McDonalds við Spænsku tröppurnar í Róm og sagan segir að það hafi orðið til þess að hann stofnaði Slow Food, en þannig ótengt Cittaslow. Það var bæjarstjóri í litlum bæ í Tuscany-héraði á Ítalíu sem fannst hraði og hnattvæðing of mikil og fékk þá hugmynd að reyna að sporna við þeirri þróun. Hann fékk í lið með sér fleiri bæjarstjóra á Ítalíu og saman stofnuðu þeir Cittaslow. Hreyfingin hefur skýra samsvörun við áherslur Slow Food sem var stofnuð af Carlo Petrini en hans hugmyndafræði gengur út á að alla fæðu eigi að meðhöndla af virðingu, hana eigi að rækta, matreiða og njóta með hægð. Hugmyndir Cittaslow verða til á þess- um grunni en eru víðtækari og krefj- ast útfærslu sem nær til allra þátta stjórnsýslunnar, líkt og kemur fram í meistaraverkefni Þorbjargar Sand- holt, varaoddvita Djúpavogshrepps, um Cittaslow-hreyfinguna. „1999 var svo Cittaslow stofnað í sinni nútímamynd en samtökin vinna að því að upphefja manneskjuleg gildi og staðbundna menningu með virðingu og vitund fyrir umhverfinu og uppruna í öndvegi og á undanförn- um árum hefur hæglætishugmynda- fræðinni vaxið ásmegin og verið heimfærð á fjölmörg svið samfélags- ins, svo sem hæglætislífsstíll (slow living), ferðamáti (slow travel), tíska (slow fashion), matargerð (slow food) og hönnun (slow design).“ Þar sem hreppurinn er Cittaslow tekur allt samfélagið á Djúpavogi þátt í hreyfingunni. „Allir innviðir samfé- lagsins eru með í því að hægja aðeins á sér, horfa inn á við og lifa í núinu. Leggja áherslu á umhverfismál og nýta það sem til er, sem dæmi má taka þegar jóla- og páskaföndur er í skólunum, að nota það sem til er og endurnýta, en ekki að kaupa allt nýtt. Sumir halda að þeir þurfi að breyta heilmiklu til að vera með í hreyfingunni, en það er misskilning- ur. Áherslan er á að nýta það sem til er, vera hlýtt og gestrisið og leggja áherslu á góð gildi og taka vel á móti gestum. Þetta gefur okkur kost á að leggja enn frekar áherslu á samheldni okkar.“ Sem dæmi má nefna myndband til heiðurs íslenska landsliðinu sem íbúar gerðu nýlega, þar sem Húh-ið var tekið í tanki við Djúpavog. „Það er nákvæmlega þetta sem við gerum, fólk gerir hluti saman og er til í það. Þetta er það sem við viljum að fólk sjái þegar það heimsækir okkur. Hér er lagt upp með að rækta samfélag- ið frekar en bílastæði, svo dæmi sé tekið. Þótt við séum fámenn þá eru margir að gera alls konar skemmti- lega og merkilega hluti.“ „Bræðslan okkar er endurnýtt hús- næði, þar verður samtímalistasýn- ingin Rúllandi snjóbolti haldin í sumar, í vetur var starfræktur þar nytja- markaður sem foreldrafélag grunn- skólans sá um og stofnaði. Húsið var upphaflega bræðsla en er endurnýtt í annað í dag og er gott dæmi um stefnu okkar.“ Fyrirtækin í bænum temja sér líka stefnuna. Á veitingastöðum í hreppnum er matur úr héraði, í stað þess að bjóða frekar upp á mat sem keyptur er annars staðar frá. „Matur er framleiddur hér í Berufirði og þá er hann í boði í búðinni og sama er með veitingastaði hér.“ Grunnskólinn er eini Cittaslow- -skólinn á landinu og með þeim fyrstu í Evrópu. Börnin læra gildi hreyfingar- innar frá upphafi, „eins og til dæmis þá hendir ekkert þeirra skyrdós í ruslið. Svona eins og maður hendir ekki kókdós út um gluggann á þjóð- veginum,“ segir Greta Mjöll. Með því að gerast aðili að Cittaslow-hreyfingunni skuldbind- ur bæjarfélag/sveitarfélag sig til að vinna að 72 viðmiðum sem sett eru fram í eftirfarandi sex flokkum: umhverfismál, innviðir samfélags- ins, gæði umhverfis, gestrisni, vit- undarvakning og verndun og hvatn- ing til handa staðbundinni framleiðslu og afurðum. Sem dæmi má nefna er að lögð er áhersla á gæði umhverfis, að byggingarefni sé umhverfisvænt, um- hverfi og byggingarefni séu umhverfi- svæn. Setja skal fram áætlun um plöntun gróðurs á almenningssvæð- um og einkagörðum, tryggja skal að ruslafötur, sem falla vel að umhverfi, séu fyrir hendi sem og áætlanir um hávaðastjórnun og litaval utanhúss. Við viljum minna stress í líf okkar og drífa okkur rólega,“ segir Greta Mjöll. „Við lítum á sérstöðu okkar sem styrk og leggjum áherslu á mannauð, nátt- úruna og menningarminjar. Á heimasíðu Djúpavogshrepps, djupivogur.is, má kynna sér nánar hæglætisstefnuna, hvað í henni felst og hvernig Djúpivogur markar sér sérstöðu með þátttöku í hreyfingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.