Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 40
Suðurfirðir 29. júní 2018KYNNINGARBLAÐ HAMAR HÓTEL OG KAFFIHÚS: Ljúffengar veitingar í töfrandi umhverfi Í um 700 metra fjarlægð frá Breið-dalsvík stendur gullfallegt bjálka-hús undir fjallshlíðum en þar er rekið veitingahús og gistiheimili undir heitinu Hamar Hótel og kaffihús. Þýsk hjón byggðu húsið fyrir allmörgum árum og leituðu áður lengi að fal- legum stað undir það áður en jörðin Þverhamar varð fyrir valinu. Staður- inn þykir einstaklega fallegur og út- sýni frá þessum punkti stórfenglegt. „Þetta hét áður Kaffi Margrét og ég ákvað að breyta um nafn þegar ég tók við rekstrinum síðasta sumar. Húsið stendur á jörðinni Þverhamri og afi minn og ég sjálf bjuggum í húsi í þorpinu sem heitir Hamar. Enn fremur ólst amma mín upp á Hamri í Hamarsfirði. Þannig að þegar til átti að taka þá kom eiginlega ekki annað nafn til greina,“ segir Auður Her- mannsdóttir, eigandi staðarins. Hamar býður upp á afar fjölbreytt- ar og góðar veitingar og gætir þess að sinna ekki bara ferðafólki heldur líka heimamönnum. Er því opið allan ársins hring og oft eru ýmsar uppá- komur yfir vetrartímann. Yfir sumartí- mann er síðan opið alla daga vikunn- ar frá kl. 11 til 21. „Þetta er heimilislegur staður í þægilegu umhverfi en samt kapp- kostum við að bjóða upp á fjölbreytt- ar veitingar og hér er matseðill í gildi allan daginn. Við bjóðum upp á súpur, fisk og kjöt, auk vinsælla skyndibita á borð við hamborgara og pitsur. Þess utan erum við með fullan kökukæli af heimagerðum tert- um, erum með vöfflur og ísrétti,“ segir Auður. Fiskurinn kemur spriklandi ferskur úr sjónum í kring. Grillað- ar lambalærisneiðar mælast líka vel fyrir og pitsurnar eru eldbak- aðar. „Fiskur dags- ins er mjög vinsæll hjá okkur, gjarnan er það þorskur eða rauðspretta. Erlendu ferðamennirnir sækja líka mikið í lambalærisneiðarnar,“ segir Auður. „Hamborgarinn okkar“ er einstakur Pitsur og hamborgarar eru sí- vinsælir réttir og Hamar er með fjölbreyttan pitsumatseðil. „Pitsu- botnarnir okkar eru úr súrdeigi, deigið er gert ferskt á hverjum degi á staðnum. Í pitsurnar reynum við að nota einungis besta hráefni sem í boði er hverju sinni og er sósan okkar gerð úr San Marzano tómötum og örlitlu íslensku sjáv- arsalti. Þá býður staðurinn upp á tvær gerðir af hamborgurum, hefðbundinn ostborgara og svo „Hamborgarann okkar“ sem er afar veglegur og girnilegur. „Með honum er beikonsulta sem við vinnum frá grunni, með balsamik-ediki og alls konar gúmmelaði,“ segir Auður. Hamar er með vínveitingaleyfi og hægt að fá sér bjór eða léttvín með matnum. Fullkomin espresso-vél er á staðnum og aðeins gæðakaffi og te í boði. „Á sunnudögum erum við með bröns-seðil frá klukkan 11–16. Yfir vetrartímann er kaffihlaðborð fyrsta laugardag í hverjum mánuði þar sem við fyllum eitt borð af heimagerðum kræsingum, sætum og ósætum, og fólk getur borðað eins og það vill. Svo höfum við verið að taka á móti hópum, stórum og smáum, í hádegisverð, kaffi og kvöldverð,“ segir Auður. Gisting á efri hæðinni Bjálkahúsið er um 300 fermetrar og á neðri hæðinni er veitingasalur sem tekur 50 manns. Á efri hæðinni er gisting fyrir 10 manns í fimm her- bergjum. Þrjú þeirra eru með svölum og þaðan er frábært útsýni, sérstak- lega í góðu veðri – ekki spillir fyrir að afar vel hefur viðrað á svæðinu í sumar og allt stefnir í að framhald verði þar á. Gistingu má panta í síma 846 55747. Sjá nánar á Facebook-síðunni Hamar – Hótel kaffihús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.