Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 43
Suðurfirðir 29. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Dýrlegt útsýni er frá veitinga-staðnum Við Voginn á Djúpa-vogi en þaðan horfir maður yfir höfnina og út á Berufjörð. Ekki spillir fyrir að veðrið hefur leikið við heimamenn undanfarnar vikur og margir gestir veitingastaðarins nýta sér því útisvæðið sem staðurinn býð- ur upp á en þar geta um 20 manns setið og snætt, á meðan salurinn inni tekur 80 manns. Við Voginn er mjög líflegur og vinsæll veitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil. Maturinn er pantaður við afgreiðsluborðið og starfsfólk kemur síðan með hann á borðið til gestanna. „Fiskurinn er langvinsælastur hjá okkur og „fish and chips“ rennur ljúf- lega niður í gestina,“ segir Rán Freys- dóttir, eigandi staðarins. Við Voginn er opinn frá 9 á morgnana til 9 á kvöldin og býður upp á morgunverð, hádegismat og kvöldmat. Ávallt er mikið að gera í hádeginu og vinnandi fólk á svæðinu nýtir sér óspart há- degisverðartilboðið: „Við erum alltaf með gamlan klassískan heimilismat í hádeginu, þennan mat sem þú færð kannski hjá mömmu en er ekki lengur á mörgum heimilum. Til dæmis steiktur fiskur í raspi en við erum með fisk á há- degismatseðlinum lágmark tvisvar í viku. Svo eru það réttir eins og bjúgu, kótelettur, snitsel, mínútusteik, stund- um jafnvel lifur. Það er alltaf eitthvað nýtt í hádeginu og fjölbreytnin mikil,“ segir Rán. Við Voginn er vinsæll meðal ferða- manna, bæði innlendra og erlendra, enda kjörinn áningarstaður fyrir þá sem eiga leið um Austurland. „Við erum með eitthvað fyrir alla og erum mikill fjölskyldustaður. Við Voginn er líka kaffihús og við erum með al- veg stórglæsilegt kaffiborð hérna þar sem við bjóðum upp á allt frá vegan-kökum upp í súkkulaðibomb- ur. Við erum með einar níu tegundir af kökum núna og auk þess klassískt kaffibrauð á borð við ástarpunga, kleinur og hjónabandssælu.“ Við Voginn er með vínveitingaleyfi og fyrir marga er kjörið að fá sér bjór eða hvítvín með matnum. Fjölbreytt- ar bjórtegundir eru í boði, meðal annars kraftbjór frá Egilsstöðum og Breiðdalsvík. Sjá nánar á Facebook- síðunni Við Voginn. VIÐ VOGINN: Eitthvað fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.