Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 46
46 29. júní 2018FRÉTTIR
S
kólphreinsistöðin í Kletta-
görðum vinnur úr að með-
altali 112 milljón lítrum
af skólpi á hverjum sólar-
hring Allt þetta magn af skólpi
inniheldur ekki bara það sem við
erum vön að skila af okkur í kló-
settin heldur einnig allt sem fer,
viljandi eða óviljandi, niður eld-
húsvaskinn þinn eða niðurföllin á
götunum. Eitt stærsta vandamálið
við skólphreinsun landsins nú um
stundir eru svonefndir blautklút-
ar sem íbúar landsins sturta nið-
ur í tonnatali. Þá hafa sorpkvarnir
í eldhúsvöskum verið að ryðja sér
til rúms hér á landi á undanförn-
um árum og það skapar ný vanda-
mál. Kerfið okkar er einfaldlega
ekki byggt fyrir mikið magn matar-
afganga. Það eykur gífurlega álag á
hreinsistöðvar og matarafgangar
í lélegum lögnum skapa veislu-
borð fyrir frekar óvinsæl nagdýr,
rottur. DV leit við á hreinsistöðina
í Klettagörðum sem Veitur reka
til að sjá hvað er að fara meðal
annars niður klósett landsmanna.
Um þrjú hundruð tonn af úrgangi
sem á alls ekki heima í skólpinu
okkar er árlega síað út í þessari
hreinsistöð.
Það fyrsta sem kemur á óvart
er hve snyrtileg hreinsistöðin er.
Lyktin er þó alls ekki sú besta og
þyrfti ansi mikið af ilmspreyi til að
gera lífið bærilegt innandyra. Eft-
ir að blaðamaður hafði klætt sig í
búning sem er mögulega hann-
aður til að lifa af eiturefnaárás eða
ragnarök uppvakninga hófst förin
um stærstu úrgangsstöð landsins.
Það sem kemur fljótt upp í hugann
hjá manni er hversu rosalega mik-
ið magn af vatni við notum í okk-
ar daglega lífi, eða heila 270 lítra
af vatni á dag á hvert og eitt okk-
ar, og hversu mikið magn af mann-
legum úrgangi við erum að dæla í
sjóinn. Ferlið byrjar á því að sand-
gildrur grípa allan sandinn sem er
til dæmis notaður við hálkuvarnir
á göngustígum.
Fiskurinn Undri
Eftir að sandurinn hefur ver-
ið síaður út tekur við það allra
versta. Gildra sem er hönnuð til
að ná öllu sem á ekki heima í skól-
plögnum borgarinnar, hvað þá í
sjónum okkar. Þessi gildra gríp-
ur til dæmis dömubindi, mataraf-
ganga, blautþurrkur og aðra hluti.
Blautþurrkurnar eru langstærsta
vandamálið, þar sem þær geta
stíflað og jafnvel látið risastórar
dælurnar stöðvast. Ef það er eitt-
hvað sem starfsfólki stöðvarinnar
finnst leiðinlegt þá er það að þurfa
að þrífa að því virðist endalaust
magn af þessum vágesti úr píp-
um og dælum stöðvarinnar. Margt
forvitnilegt hefur fundist í þessum
gildrum en þar ber hæst gullfisk-
urinn Undri. Hann er nú lukkudýr
skólphreinsistöðvarinnar og hefur
verið það undanfarin ár. Einstak-
lingurinn sem er með samvisku-
bit yfir því að hafa sturtað niður
gæludýri barnsins síns, mögulega
vegna þess að hann nennti ekki að
vera stöðugt að þrífa búrið, getur
andað léttar. Gullfiskurinn Undri
er ekki það eina undarlega sem
fundist hefur í þessum gildrum,
má þar til dæmis nefna farsíma,
kreditkort, ökuskírteini, leikfanga-
bíla og jafnvel gervitennur.
Eftir að vatnið hefur farið í
gegnum gildrurnar tvær er kom-
inn tími til að
skafa alla fitu af
vatninu. Og trú-
ið mér, það er
mikið af fitu sem
þarf að skafa af.
Minnir sá tankur
helst á ef Hitler
hefði byggt inn-
anhússundlaug
í byrginu sínu í
Berlín. Þegar því
ferli er loksins
lokið er „hreina
skólpinu“ dælt
fimm og hálf-
an kílómetra fyr-
ir utan strönd
Reykjavíkur. Gæti
sú staðsetning
mögulega verið
einn besti staður
landsins til veiða
ýsu. En við skul-
um ekkert ræða
það. n
KLÓSETT ERU EKKI RUSLAFÖTUR
n DV heimsótti skólphreinsistöðina í Klettagörðum n Líklega er blaðamaður ágætlega geymdur þar„Gullfiskurinn Undri
er ekki það eina
undarlega sem fundist
hefur í þessum gildrum,
má þar til dæmis nefna
farsíma, kreditkort, öku-
skírteini, leikfangabíla og
jafnvel gervitennur.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
Gullfiskurinn Undri
og vinir hans.
Páll og Íris starfsmenn Veitna