Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Page 48
48 SAKAMÁL 29. júní 2018 Í sveitarfélaginu Surahammar í Svíþjóð stendur kirkja við léns- veg 252, á milli Hallstahammar og Surahammar. Kirkjustæðið er gamalt en þar hafa ýms- ar byggingar tengdar helgihaldi staðið síðan 1200. Kirkjan sem nú stendur á þessum þekkta stað og er í notkun var byggð í lok nítjándu aldar við hlið gömlu kirkjunnar. Síðar var byggt við nýju kirkjuna og líkhús útbúið undir henni. Þar er hægt að geyma nokkur lík í kæli fram að útför eða bálför. Margir verðmætir munir voru í gömlu kirkjunni, þar á meðal stunda- glas frá sautjándu öld. Það fékk að vera áfram í kirkjunni eftir að sú nýja var tekin í notkun en það var talið einstakt og með mikið sögu- legt gildi. Verðmæti þess var áætl- að 120.000 sænskar krónur. Johnny Svensson var einn starfsmanna kirkjunnar árið 1998. Hann bjó hjá öldruðum foreldrum sínum og var mjög háður þeim. Í ágúst 1998 lést móðir hans og var það Johnny mikið áfall. Þann 11. ágúst var tilkynnt um eld í gömlu kirkjunni. Kirkjan fuðraði upp í næturhúminu og gjöreyðilagðist. Strax lék grunur á að um íkveikju hefði verið að ræða. Mikill elds- matur var í kirkjunni því trébit- ar í framhlið hennar höfðu ver- ið tjörubornir í gegnum tíðina og því mjög eldfimir. Eldurinn hafði komið upp við syðri langvegg kirkjunnar og ekki var annað að sjá en eldur hefði komið upp á tveim- ur stöðum. Meðal þess sem tókst að bjarga úr kirkjunni var fyrr- greint stundaglas og gömul biblía. Þessum munum var komið fyrir í nýju kirkjunni. Sáu bíl ekið frá kirkjunni Skömmu áður en eldurinn upp- götvaðist óku roskin hjón framhjá staðnum og sáu þá bíl ekið á brott frá bifreiðastæðinu við kirkjuna. Þau gátu ekki lýst bílnum og því tókst ekki að finna hann. Nokkrum mínútum eftir að hjónin voru þarna á ferð fór maður þar um á leið heim frá vinnu. Við einbreiða brú nærri kirkjustæðinu neyddist hann til að stöðva vegna glæfra- legs akstur annars ökumanns yfir brúna. Hann sá hinum ökumann- inum bregða snöggt fyrir en tók ekki neitt sérstaklega eftir honum. Nokkrum mínútum síðar ók hann framhjá kirkjunni og var þá eldur laus í henni baka til og hafði ekki náð að breiðast út. Þess vegna tók hann ekki eftir eldinum. Tæknirannsókn leiddi í ljós að kveikt hafði verið í kirkjunni. Margir voru yfirheyrðir vegna málsins en án árangurs. Starfs- menn kirkjunnar voru þar á með- al. Johnny Svensson sagði við yfir- heyrslu að nokkrum dögum eftir brunann hefði kona gefið sig á tal við hann í kirkjugarðinum og sagt honum frá dularfullum bíl sem hafði verið á ferð við kirkjuna þetta S. 565 2217 - pappir@pappir.is - Kaplahraun 20 - 220 Hanarfjörður Prentun endist í 7, 10 & 15 ár Er fyrirtækið þitt að nota löggiltan pappír ? Eigum allar stærðir á lager BRENNUVARGUR OG NÁRIÐILL LÉK LAUSUM HALA Í SMÁBÆ n Johnny hafði aldrei komist í kast við lögin n Missti fótanna eftir fráfall föður síns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.