Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 56
56 TÍMAVÉLIN 29. júní 2018
geirsgötu 8 / s. 553 1500
Hamingja í
hverri skeið
Hádegistilboð breytilegt
eftir dögum
7
50.000 þúsund manns lét-
ust í bandarísku borgara-
styrjöldinni á þeim fjórum
árum sem hún stóð yfir en
það var frá 1861 til 1865.
Allt fram á þessa öld var talið
að 618.000 manns hefðu fallið í
stríðinu en nýjar rannsóknir sýna
að fjöldinn var vanmetinn. Allt að
850.000 segja sumir en 750.000
er sú tala sem margir fræðimenn
hallast að. Talið var að um 360.000
Norðurríkjamenn hefðu fallið og
258.000 Suðurríkjamenn.
Talið er að mannfall Suður-
ríkjanna hafi verið stórlega van-
metið. Þetta hafði að vonum mikil
áhrif á bandarískt samfélag.
Flestir hinna föllnu voru karl-
menn og eftir stóðu ekkjur og
tugir þúsunda munaðarlausra
barna.
K
lukkan 15.23 þann 31.
maí 1970 varð gríðar-
lega öflugur jarðskjálfti
undan ströndum Perú
en styrkur hans mældist 7,9.
Skjálftinn hefur verið nefndur
The 1970 Ancash earthquake
(Ancash-jarðskjálftinn 1970).
Hann fannst í borginni Chiclayo
í norðurhluta Perú og allt til höf-
uðborgarinnar Lima í rúmlega
650 km fjarlægð. Gríðarlegt tjón
varð í skjálftanum og þá sérstak-
lega í strandbæjum nærri upp-
takasvæði skjálftans og í Santa
River-dalnum. Það jók á eyði-
legginguna að byggingatæknin
var víða ekki upp á marga fiska
og mörg hús höfðu verið reist á
óstöðugu undirlagi. Tugir þús-
unda manna létust og slösuð-
ust þegar hús hrundu. Skjálftinn
varði í um 45 sekúndur. Áhrifa-
svæði skjálftans var um 83.000
ferkílómetrar en það er stærra
en Holland og Belgía
til samans. Skjálftinn
fannst einnig í mið- og
vesturhluta Brasilíu
og í Ekvador. Lítils
háttar tjón varð þar
en ekkert í líkingu við
það sem varð í Perú.
Gríðarlegt tjón varð
á innviðum og efnahagslegt
tjón var metið á rúmlega hálf-
an milljarð bandaríkjadollara.
Borgir, bæir, þorp, heimili fólks,
fyrirtæki, opinberar byggingar,
skólar, raflagnir, vatnsveitur,
fráveitur og ýmislegt annað
skemmdist mikið eða eyðilagð-
ist í skjálftanum. Í Chimbote,
Carhuaz og Recuay eyðilögð-
ust allt að 90 prósent bygginga
en um þrjár milljónir manna
bjuggu þar. Björgunarstarf var
erfitt og gekk seinlega þar sem
vegir skemmdust víða og voru
ófærir.
Enn meiri hörmungar
Í kjölfar skjálftans féll gríðarlega
stórt snjóflóð úr hæsta fjalli Perú,
20.000 manns létust í snjóflóði
n Snjóflóðið kom í kjölfar jarðskjálfta sem var 7,9 á Richter-kvarða n Meðal þeirra sem björguðust voru 300 börn á sirkussýningu
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
750.000 létust
DRUKKIÐ
ÚR HÖFUÐ-
KÚPUM
Höfuðkúpur voru notaðar sem
drykkjarílát af Bretum til forna.
Elstu þekktu höfuðkúpukrús-
irnar eru um 14.700 ára gaml-
ar. Þær fundust í Gough‘s Cave.
Þær eru af tveimur fullorðnum
og einu barni.
Það hljómar skelfilega að
drykkjarílát hafi verið gerð úr
höfuðkúpum en þetta
er eitthvað sem tíðk-
aðist víða um heim
fyrr á öldum en
var þó sjaldgæft
og fáar höfuð-
kúpur í gervi
drykkjaríláta
hafa fundist.
Bresku höf-
uðkúpurnar
eru því ótrú-
lega merkilegar út frá sjón-
arhóli sögunnar. Þær bera þess
merki að hafa verið hreinsaðar
af kostgæfni skömmu eftir að
fólkið lést. Síðan voru andlits-
beinin fjarlægð sem og botn
höfuðkúpunnar.