Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Qupperneq 57
TÍMAVÉLIN 5729. júní 2018 Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145 M annát var stundað af efnuðum Evrópu- búum á sextándu og sautjándu öld. Það þarf því ekki að fara langt aftur í tímann til að finna dæmi um mannát í Evrópu. Eitthvað sem okkur nútímafólkið hryllir væg- ast sagt við. Konungbornir, prestar og vísindamenn lögðu sér reglu- lega mannslík til munns, drukku blóð og borðuðu fituna. Talið var að í þessu væri lækning fólgin gegn ýmsum sjúkdómum, allt frá höfuð- verkjum til flogakasta. Fáir mót- mæltu þessari iðju opinberlega. Mannsfita var einnig notuð til lækninga á utanverðum lík- amanum. Þýskir læknar mæltu til dæmis með umbúðum vætt- um í mannsfitu gegn þvagsýru- gigt. Maó drap 45 milljónir Kínverja 45 milljónir Kínverja myrti Maó Zedong, stofnandi Kínverska Alþýðulýðveldisins, frá 1958 til 1962. Hann má því líklega kalla mesta fjöldamorðingja sögunnar. Á þessum árum var hungursneyð í landinu, skipulagðar pyntingar voru stundaðar og bændur voru myrtir en þeir stóðu í átökum við ríkisvaldið. Fólk var látið vinna þar til það datt andvana niður, það var svelt eða barið til dauða. Þriðjungur heimila lands- ins var eyðilagður til að hægt væri að framleiða áburð. Frank Dikötter sagnfræðing- ur líkir þessum tíma við það sem gerðist á tímum sovéska gúlagsins og helfarar nasista að ógleymdu þjóðarmorði Pol Pot í Kambódíu. 20.000 manns létust í snjóflóði n Snjóflóðið kom í kjölfar jarðskjálfta sem var 7,9 á Richter-kvarða n Meðal þeirra sem björguðust voru 300 börn á sirkussýningu Mount Huascarán, sem er í vest- urhluta Andesfjalla. Þar geystist snjór í bland við jarðveg niður hlíðarnar á ógnarhraða og skall á bænum Yungay og gjöreyddi honum. Þá fór stór hluti af þorp- inu Ranrahirca undir flóðið sem og mörg önnur þorp á svæðinu. Norðurhlíð Huascarán var óstöðug eftir hinar miklu hreyf- ingar á jarðskorpunni og því geystist snjór og jarðvegur af stað niður hlíðarnar. Flóðið samanstóð af jökulís í upphafi og var um 910 metrar á breidd og 1,6 km á lengd. Það rann um 18 kílómetra leið að þorpinu Yungay og var meðalhraði þess 280 til 335 kílómetrar á klukku- stund. Á leiðinni sópaði flóð- ið jarðvegi og öðru sem fyrir því varð með sér. Þegar það skall á Yungay er talið að það hafi inni- haldið 80 milljónir rúmmetra af vatni, jarðvegi, steinum og snjó. Ekkert stóð í vegi fyrir flóðinu sem kom á ógnarhraða niður hlíðarnar með þessu gríðarlega magni af snjó og jarðvegi. Talið er að um 20.000 íbúar bæjarins hafi látist í flóðinu. Flestir þeir sem lifðu flóðið af voru stadd- ir í kirkjugarði bæjarins eða íþróttaleikvangi hans en þess- ir staðir stóðu á hæstu punkt- um bæjarins. Margir höfðu far- ið í kirkjur í kjölfar skjálftans til að biðjast fyrir en sluppu ekki lif- andi úr þeim. Meðal þeirra sem björguðust voru 300 börn en þau voru að horfa á sirkussýningu á íþróttaleikvanginum þegar flóð- ið skall á bænum. Það er öðr- um eftirlifendum minnisstætt að trúðurinn í sirkusnum bjargaði börnunum með því að reka þau upp tröppurnar að kirkjugarði bæjarins sem stóð enn hærra en íþróttaleikvangurinn. Í kjölfar hamfaranna var Yungay lýst sem þjóðargrafreit sem ekki má hreyfa við. Nýr bær, sem hlaut sama nafn, var byggð- ur rúmlega einum kílómetra norðan við upphaflega bæjar- stæðið. Þagnarmúr yfirvalda Átta árum fyrir hörmungarnar voru tveir bandarískir vísinda- menn, David Bernays og Charles Sawyer, að störfum á svæðinu. Þeir tilkynntu yfirvöldum að jök- ull væri að grafa undan kletta- belti sem gæti í framhaldinu hrunið niður og fallið sem skriða á Yungay. Fjallað var um þetta í dagblaðinu Espreso þann 27. september þetta ár. Í kjölfar- ið fyrirskipuðu stjórnvöld í Perú þeim að draga þessar staðhæf- ingar sínar til baka eða enda í fangelsi. Þeir sáu sér engra annarra kosta völ en flýja land. Íbúum á svæðinu var bannað að tala um þetta. En átta árum síðar rættist spádómur þeirra Bernays og Sawyer. Í heildina létust rúmlega 74.000 manns í þessum miklu hamförum. 25.600 týndust og 143.000 slösuðust. Ein milljón manna stóð eftir heimilislaus. n „Þegar það skall á Yungay er talið að það hafi inni- haldið 80 millj- ónir rúmmetra af vatni, jarðvegi, steinum og snjó. MANNÁT Í EVRÓPU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.