Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Side 64
64 BLEIKT 29. júní 2018 É g hafði lengi velt þessari spurningu fyrir mér og ákvað þess vegna að skella mér í slíka ferð þegar færi gafst síð- asta vetur. Viðkvæmir lesendur ætti að hætta lestri greinarinnar tafarlaust því þetta verður dálítið dónalegt á köflum. Ferðin var skipulögð af norsku pari sem rekur síðuna lyst-club.no, en hún hýsir staðbundinn samfé- lagsvef norrænna swingara. Árlega standa þau fyrir nokkrum ferðum á klúbba víðs vegar um Evrópu og öðrum viðburðum eins og hinu árlega jólaswingi. Ég slóst í hóp rúmlega 10 Ís- lendinga sem höfðu ákveðið að fara til Póllands, en nokkur par- anna höfðu farið áður í ferðir skipulagðar af Lyst-club og létu vel af. Hópurinn þekktist að einhverju leyti innbyrðis, enda swing-senan á Íslandi agnarlítil og náin – ný- liðum, eins og mér, var tekið opn- um örmum. Í hópnum voru með- al annars Einar og Ásta (dulnefni) sem hafa áður birst í greinum mín- um um ferð í klúbbinn Fata Morg- ana í Amsterdam. Yfirtaka á hóteli Við tékkuðum okkur inn á huggu- legt hótel í miðborg Gdansk á fimmtudegi, en allur hópur- inn dvaldi á sama stað – það er hluti af stemningunni. Strax um kvöldið var ljóst að 260 swingar- ar mundu setja mark sitt á stað- inn þessa helgi. Án þess að hafa gert nákvæma athugun mundi ég skjóta á að meðalaldur í hópnum hafi verið um 40 ár, en mér virtust flestir á aldrinum 30–55. Ég er oft spurð hvernig fólk sé í swingi, en ótrúlega margir virðast óttast að fegurðarskyni þeirra yrði mögu- lega misboðið í slíkum félagsskap. Það er þó fjarri sanni því swingar- ar eru ósköp venjulegt fólk af öll- um stærðum og gerðum og yfir það heila bara asskoti myndarlegt. Það sem gerir swingara skemmtilega er þó umfram annað orkan, brosin, jákvæðnin og frelsið. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, og eftir að hafa upplifað nokkrar samkom- ur með swingurum hef ég þurft að beita grjóthörðu neitunarvaldi oft- ar en einu sinni, en almennt séð er fólk kurteist, glatt og viðkunn- anlegt. Það skiptir nefnilega miklu máli í samhenginu að kynna sér reglur um hegðun og atferli. Þeir sem verða uppvísir að dólgshætti eða ókurteisi eiga á hættu brottvís- un úr klúbbum eða samkomum, og fá fljótt á sig slæmt orð. Klúbbur á „Kjalarnesi“ Þrjú næstu kvöld var farið í Jaccuzi-club sem er eiginlega úti í sveit fyrir utan Gdansk – sirka á Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Til hamingju með árangurinn Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar n Kona stundar djúpar samfarir við aðra konu með ballarbelti n Dýflissur og flengingabekkir Hvað gerist þegar 130 pör fara saman í helgarferð til Póllands í kynlífsklúbb?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.