Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2018, Síða 68
68 FÓLK 29. júní 2018 Skjárýnirinn: É g hef alveg hrika- lega gaman að góðu efni bæði bíómyndum og þáttaröðum. Það kemur sér vel þar sem ég vinn við að mark- aðssetja kvikmynd- ir, bæði erlendar og ís- lenskar, og þá er stór hluti af vinnunni að horfa á alls konar efni. Ég horfi á mikið af þáttaröðum, sérstaklega þegar ég er að ferðast og heima með fjöl- skyldunni. Ég er mikil alæta þegar kemur að efni en ég elska ævintýri og vís- indaskáldskap með góðri fléttu. Dæmi um þannig ser- íu er The OA, sem mér finnst alveg frábær og bíð spennt eftir seríu 2. Þetta er ein af þeim ser- íum sem fólk annaðhvort elskar eða hatar. Doctor Who er líka í miklu uppáhaldi. Þær seríur eru svo æðislegar að ég og son- ur minn erum að horfa á þær aft- ur frá byrjun áður en við höld- um áfram með nýjustu seríurnar. Þættirnir Dirk Gently‘s Holistic Detective Agency á Netflix eru þrælskemmtilegir í svipuðum dúr með súrari húmor. Þær seríur sem ég er að fylgja núna eru Westworld, The Hand- maids tale, Marvel þættirn- ir og við fjölskyldan erum að horfa saman á nýju Star Trek: Discovery. Þegar ég er að ferðast finnst mér gaman að horfa á léttara efni og þar koma þættirnir Love og Easy mjög sterkir inn – óhefð- bundnir rómantískir gamanþætt- ir. Mitt guilty pleasure er samt Grey‘s Anatomy en ég hef fylgst með þeim frá upphafi.“ n Lilja Ósk Diðriksdóttir er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu og er það stór hluti af hennar vinnu að horfa á alls konar efni, bæði kvikmyndir og þáttaraðir. „Doctor Who eru í uppáhaldi og við sonurinn að horfa á þær aftur frá byrjun“ Í bíó er þetta helst Á meðan beðið er eftir sól, sem virðist ætla að verða löng bið, er ekki úr vegi að skella sér í bíó. Narta í popp og kók í góðum félagsskap, enda nóg af gæðamyndum í boði allt árið um kring. Tag er ótrúlegt en satt byggð á sönnum atburðum og fjallar um vinahóp sem á hverju ári tekur sér frí saman. Tilefnið er flókinn „klukk“-leikur sem krefst þess að vinirnir ferðist um landið þvert og endilangt, þar sem aðeins einn getur staðið uppi sem sigurvegari. Ocean ś Eight, kvenútgáfa af hinum vinsælu Oceans-myndum. Flottari, fallegri, klókari, skemmtilegri en hinar fyrri. Cate Blanchett ber af í hópi margra af þekktustu leikkonum Hollywood. Ekki missa af þessari í bíó! Love, Simon fjallar um menntaskólanemann Nick, sem heldur samkynhneigð sinni leyndri. Fyrir tilstilli samfélagsmiðla kemst hann að því að það er annar samkynhneigður í skólanum. Þeir byrja að spjalla saman og deila leyndarmálum og Simon verður ástfanginn af hinum nafnlausa og andlitslausa skólabróður sínum. Skemmtileg og falleg saga, sem fjallar um fyrstu ástina með hinum upprennandi Nick Robinson í aðalhlutverki. Book Club, fjórar vinkonur komnar á efri ár hafa haldið vinskap í 40 ár og hittast einu sinni í mánuði í bókaklúbbi. Þegar ein þeirra kemur með þríleikinn um Christian Grey (Fifty Shades of Grey) til lestrar átta konurnar sig á að ástin er frumkraftur, sem er ekki bara fyrir þá ungu. Allir eiga skilið að finna ástina, líka ellismellir. Hlátur, bækur og nóg af hvítvíni keyra fjörið áfram í þessari skemmtilegu „konu“mynd með fjórum af dívum Hollywood, með Diane Keaton og Jane Fonda fremstar í flokki. Nóg er af góðum íslenskum myndum í boði Svanurinn í leikstjórn Ásu Hjörleifsdóttur sem einnig skrifar handrit. Sól, níu ára, er send í sveit eftir búðarhnupl. Þar sættist hún smám saman við fólkið og náttúruna og dregst inn í óvænta atburða- rás. Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem einnig skrifar handrit. Tvær konur, einstæð móðir sem vinnur við vegabréfaeftirlit í flugstöð Leifs Eiríkssonar kynnist annarri konu, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada. Örlög kvennanna tvinnast saman og smám saman kemur í ljós að aðstæður þeirra eru ekki ósvipaðar. Vargur í leikstjórn Barkar Sigþórssonar, sem einnig skrifar handrit. Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða og grípa til þess ráðs að smygla dópi til Íslands. Gísli Örn Garðarsson og Baltasar Breki Samper leika bræðurna, sem hafa hlotið misskipt hlutskipti í lífinu, en reynast ekki svo ólíkir. Kona fer í stríð fjallar um kórstjórann og náttúruunnandann Höllu, sem er ein í stríði við stóriðju landsins og einbeitt í að bjarga heiminum. En kannski felst betri heimur bara í að bjarga einu barni og sjálfri sér um leið? „Not all those who wander are lost – Lord of the Rings S aknar þú fjöldamorðingj- ans og blóðslettufræðings- ins Dexter? Ef svo er þá ætti „frændi“ hans Barry að fylla upp í skarðið. Bill Hader leikur Barry, leigumorðingja sem ferðast til Los Angeles til að koma nýjasta skotmarki sínu fyrir kattarnef. Þar kemst hann í kynni við hóp af leik- listarnemum og kennara þeirra og ákveður að skella sér með í leik- listarnámið. Öllum að óvörum og honum sjálfum hvað mest, þá á leiklistin vel við hann. Getur leig- umorðingi á besta aldri, umvafinn verkefnum, snúið við blaðinu og fundið sér annan starfsvettvang? Fyrsta þáttaröðin samanstendur af 8 þáttum og búið er að semja um aðra þáttaröð. Á skjánum: Barry viðkunnanlegi leigumorðinginn eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.