Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Qupperneq 9
13. júlí 2018 FRÉTTIR 9 „Tíðin hefir verið köld upp á síðkastið og úrkoma mik- il. Útjörð mun viðast vel sprottin. En tún eru stór- kostlega skemmd af kali allstaðar á landinu. fyrsti einn hinn fegursti í manna minnum. Í frétt frá 2. maí segir: „Öndvegistíð er á Austfjörðum og í Fljótsdalshéraði. — Farið að vinna á túnum. Árgæzka er nú um land alt. Borgfirðingar eystra hafa sleppt fé sínu, og er það sjaldgæft í þeirri snjóasveit, að það sé gert svo snemma.“ Morgunblaðið sagði þann 8. maí: Tún hér í bæ og í grenndinni eru nú orðin græn og tré í görð- um sumstaðar tekin að laufgast. Er það óvenju snemma, enda hef- ir ekki verið eins gott vor i manna minni sem nú. Þann 14. maí sagði í Vestra: „Tíðarfar hefir verið óminn- ilega gott síðan um sumarmál, logn og sólfar daglega; dálítið frost sumar næturnar. Sauðfé mun al- staðar sleppt hér í nærsveitunum og vallarávinnsla víðast að byrja. Er slíkt óvenju snemmt.“ Í Tímanum sagði: „Tíðin er ávalt hin ákjósanleg- asta hér syðra. Kartöflur farnar að koma upp í görðum. Á Norður- og Vesturlandi er kvartað um hita og þurrka.“ En þetta var lognið á und- an storminum. Júní var kaldur og byrjaði síðan að snjóa. Fram- an á Siglufirði sagði um miðjan mánuð: „Tíðin hefir verið óvið- felldin þessa viku. Framan af gengu miklar rigningar og hálf- gerðir kuldar, hríðaði mikið í fjöll, en á föstudagsnótt [14.] alsnjó- aði, og hélt því áfram mest allan daginn.“ Nokkrum dögum áður, þann 10., birtist þessi frétt í Morgun- blaðinu: „Kappleikurinn í gær fór þannig að Víkingur sigraði Val með 5:0. Veður var illt, stormur af suðaustri og úrkoma með köflum. Var knötturinn illhemjandi innan svæðisins.“ Fimm dögum síðar var skrifað í Morgunblaðið: „Sjö vikur voru af sumri i gær, en eigi var þó sumarlegt. Frost var á Grímsstöðum (0,5 stig) og kuldastormur hér og mátti sjá éljagang á Esjunni og Skarðsheiði og hvítnuðu kollar þeirra af snjó.“ Tíminn skrifar: „Tíðin hefir verið köld upp á síðkastið og úrkoma mikil. Útjörð mun viðast vel sprottin. En tún eru stórkostlega skemmd af kali allstaðar á landinu. í Borgarfirði t.d. lætur nærri að helmingur sumra túna sé skemmdur. Er fyr- irsjáanlegur töðubrestur um land allt.“ Rétt eins og nú árið 2018 viðr- aði illa til heyskapar. Bændur á Suður- og Vesturlandi muna vart eftir öðru eins tíðarfari og illa hef- ur gengið að heyja vegna vætu. Sumarið 1918 var gróður lítill og mátti kenna vetrarkulda að mestu um. Í einu blaðanna sagði: „Illa gengur slátturinn. Fyr- ir svo sem viku var byrjað að slá Landakotstúnið. En svo lélegt var það, að ekki voru teknir nema blettir hér og hvar. Annars liggja flest tún enn óslegin og má slíkt eins dæmi heita hér, er komið er fram í miðjan júlímánuð. Oftast er búið að slá hér tún fyrir júní- lok.“ Var viðvarandi grasbrestur allt sumarið. Sást ekki milli bæja í Reykjavík Í júlí komu nokkrir sólardagar en oft var svalt í veðri. Reykvík- ingar reyndu að halda í jákvæðni og sögðu að þrátt fyrir kulda væri nú fallegt að horfa á sólina setj- ast í höfuðborginni. Fundu Reyk- víkingar til með dönsku nefndar- mönnunum sem hér voru þar sem fullveldissamningar stóðu yfir. Og áfram hélt ömurlegt veð- ur að láta til sín taka. Stormur var í júlí og moldryk með mesta móti í Reykjavík og vart sást á milli bæja. Á Rangárvöllum skemmdust jarð- ir vegna sandfoks. Þá gerðust þau tíðindi að klukkunni var flýtt og sumartími tekinn upp líkt og í Evrópu. Um þessa ákvörðun var skrifað í einu blaðanna: „Dimma tekur nóttina smám saman, enda liðnar 5 vikur frá sól- stöðum. Þó verða menn þess síð- ur varir nú en endranær, þar sem klukkan er einlægt einni stund á undan tímanum. – Óviðkunn- anlegt þykir mörgum og óþægi- legt að hafa þessa fljótu klukku bjartasta árstímann. En seinni part sumars og seinni part vetr- ar er hún góð. Hví ekki að skipta árinu í fjóra jafna parta eins og stungið hefur verið upp á og hafa það fyrir fasta reglu að flýta klukk- unni um eina stund að kvöldi 5. febrúar og 5. ágúst, en seinka henni aftur að kvöldi 5. maí og 5. nóv. hvert ár?“ Þessi frétt birtist í Morgun- blaðinu 18. ágúst: „Síminn til Seyðisfjarðar var bilaður í gærmorgun og olli það, að ísing hafði sezt svo mikil á sím- ana yfir Haug (austan Grímstaða á Fjöllum) að talið er að þeir hafi orðið eins gildir og mannshand- leggur og víða slitnar af þungan- um. Þetta er sumarhitinn á Ís- landi.“ Kötlugos og spænska veikin En það var ekki aðeins ömurlegt tíðarfar sem gerði Íslendingum lífið leitt. Katla gaus í október og dreifðist gríðarlegt magn af ösku yfir helming landsins. Þá barst spænska veikin hingað til lands með veikum skipverjum á skipun- um Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjuum. Allt athafnalíf í Reykjavík lam- aðist þegar hver höfuðborgarbú- inn á fætur öðrum lagðist í rúmið. Alls létust 484 Íslendingar úr veik- inni. Með ströngum sóttvörnum og einangrun tókst að koma í veg fyrir að veikin bærist norður eða austur á land. Í þessari umfjöllun var ætlun- in að beina sjónum helst að tíðar- fari og bera versta sumar í manna minnum saman við tíðarfar á einu ömurlegasta ári Íslandssögunnar. Það sem er merkilegt við þenn- an samanburð er að þrátt fyrir að hér hafi geisað frostavetur, snjó- að að sumri og grasbrestur orðið, þá var meðalhitinn í júní 9,2 gráð- ur í Reykjavík. Það var því hlýrra sumarið eftir frostaveturinn mikla í júní heldur en í ár. Meðalhitinn í Reykjaví í júní var aðeins 8,7 gráð- ur og fengu Reykvíkingar aðeins 70 sólarstundir sem er langt und- ir meðaltali á meðan íbúar Akur- eyrar fengu sól í 191,9 sólarstund- ir, 15 fleiri en í meðalári. En eftir stendur að hlýrra var sumarið eft- ir frostaveturinn mikla í júní en nú hundrað árum síðar. n Sumarið 2018 Sumrinu í ár verður minnst sem ein samfelld rigning. „Dimma tekur nóttina smám saman, enda liðnar 5 vikur frá sólstöðum. Reykjavíkurhöfn í byrjun árs 1918. Ný og enn betri vefverslun www.gaeludyr.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.