Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2018, Blaðsíða 10
10 13. júlí 2018FRÉTTIR K arl Vignir Þorsteinsson, sem dæmdur var haustið 2013 í sjö ára fangelsi í Hæstarétti fyrir gróf kyn- ferðisbrot gegn drengjum, er nú laus úr haldi. Karl Vignir losnaði fyrir skemmstu og leigir litla íbúð nálægt Hlemmi. Í samtali við DV kveðst Karl Vignir sjá eftir því sem hann gerði en segir tímann verða að leiða í ljós hvort vistin hafi gert hann að betri manni. Nágrannar Karls eru slegnir óhug eftir að hafa fengið hann í hverfið. DV ræddi við Karl Vigni sem staðfesti að hann hefði losnað úr haldi fyrir skemmstu. Hann vildi lítið tjá sig um vistina í fangels- inu að öðru leyti. Aðspurður um hvort vistin hefði gert hann að betri manni sagði hann það verða að koma í ljós. „Ég veit ekki hvort ég er betri, það kemur bara í ljós,“ sagði Karl Vignir. Karl hefur áður viðurkennt að hafa misnotað allt að 50 börn, bæði drengi og stúlkur. Talið er að þolendur séu miklu fleiri. Þegar blaðamaður spyr Karl Vigni út í fórnarlömbin segist hann sjá eft- ir gjörðum sínum. „Já, já, auðvitað geri ég það,“ segir Karl. Þegar Karl Vignir var spurður út í fangelsis- vistina sjálfa sleit hann símtalinu. DV hefur rætt við nágranna Karls Vignis sem á barn á leik- skólaaldri. Hann er sleginn óhug og botnar ekki í því að hann megi vera þarna. „Er maðurinn ekki í fangelsi? Það er leikvöllur og garð- ur þarna beint fyrir aftan. Það ætti að henda þessum manni í sjóinn.“ Áratuga brotaferill Brotasaga Karls Vignis nær ára- tugi aftur í tímann en hann hefur viðurkennt opinberlega að hafa misnotað allt að 50 börn og brot- in sem hann var dæmdur fyr- ir voru framin á árunum 1995 til 2012. Síðustu brotin framdi Karl Vignir í desember 2012. Lögregla hóf að rannsaka sögu hans í kjöl- far umfjöllunar Kastljóss um ára- mótin 2012 og 2013. Í þættinum sem vakti töluverða athygli gekkst Karl við brotum gegn tugum barna og ungmenna. Árið 2007 fjallaði DV ítarlega um sögu Karls Vignis Þorsteinssonar. Karl Vignir vandi komur sínar um árabil á Kumbaravog, upptöku- heimili í eigu ríkisins. Þar gaf hann drengjum sælgæti áður en hann misnotaði þá bakvið luktar dyr. Þá var Karl Vignir lengi vel starfsmaður á Sólheimum í Gríms- nesi, en þaðan var honum vikið úr starfi vegna gruns um kynferðis- brot. Karl Vignir var einnig safn- aðarmeðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista. Starf hans þar fór á sama veg og í Grímsnesi en árið 1997 var honum vikið úr söfnuðin- um eftir að stúlka innan kirkjunn- ar sagði frá því að Karl Vignir hafi ítrekað misnotað hana kynferðis- lega. Það mál komst aldrei til kasta lögreglu. Karl Vignir aðstoðaði um árabil við umsjón opinna húsa í Áskirkju. Þegar mál hans kom til kasta lög- reglu var honum gert að hætta starfi í söfnuðinum. Málið mun hafa komið öllum í söfnuðinum í opna skjöldu. Séra Sigurður Jóns- son, sóknarprestur í Áskirkju, sagði meðal annars: „Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu þegar við heyrðum af máli hans. Karl Vignir virkaði á okkur sem hlýlegur og góður maður.“ DV hafði eins og áður segir fyrst fjallað um hrottaleg níðingsverk Karls Vignis árið 2007 og var hann þá nafngreindur. Þrátt fyrir það ákvað kirkjan að verðlauna Karl Vigni fyrir störf í þágu safnaðarins. Brotasaga Karls er afar löng n Íbúar óttaslegnir n Misnotaði tugi barna n Fluttur í miðbæinn ALRÆMDASTI BARNANÍÐ- INGUR ÍSLANDS LAUS OG MEÐ ÚTSÝNI YFIR LEIKVÖLL Óðinn Svan Óðinsson Hjálmar Friðriksson odinn@dv.is / hjalmar@dv.is „Ég veit ekki hvort ég er betri, það kemur bara í ljós. „VEIT EKKI HVORT ÉG ER BETRI MAÐUR“ HÉR BÝR KARL VIGNIR M Y N D H A N N A M Y N D H A N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.